Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Stormur og Frigg og foreldrar þeirra í heimsókn hjá ömmu og afa.

Það var gaman hjá ömmu Frigg hlær með ömmu á Torfastöðum 11. október 2009og afa á Torfastöðum síðasta sólarhring.  Fengum tvö af þremur barnabörnum í heimsókn, borðuðum gott Torfastaðakjöt og fiskibollur ömmu í hádegismat í dag, sunnudag.  Frigg ræðir mikið við okkur á sinn hátt, þótt einungs 3ja mánaða, hlær og svarar svipbrigðum og hljóðum.  Stormur auðvitað alltaf flottur enda elstur þótt hanFrigg og Stormur í heimsókn á Torfastöðum 11. október 2009n sé ekki orðinn 2ja ára.  Nú stendur til að halda afmælisboð tveimur dögum eftir afmælið hans sem verður 29. október n.k.

KR-ingar munu mæta Stjörnunni í kvöld í Vesturbænum í Meistara meirstaranna leik og styrktarleik fyrir Neistann styrktarfélag hjartveikra barna.  Ég óska þess auðvitað að KR-ingar verði Meistarar meistaranna að loknum leik.  Fannar fór vel stemmdur og einbeittur.  Vonandi kemur hann liðinu vel eftir veru fjölskyldunnar hér á Torfastöðum  


Íslensk fyrirtæki strand í fjármálakreppu

Það kom ekki fram í frétt Mbl hvort sala Geysis Green í Western Geopower sé hagstæð.  1 milljarður virðist ekki mikið í dag. En vonandi er þetta nóg til að halda áfram uppbyggjandi verkefnum í Kína.  Ég veit að eldhugar bíða eftir að hefja framkvæmdir við að byggja upp veitur sem munu vera mjög umhverfisvænar og eiga eftir að hjálpa Kínverjum við að fækka  mengandi orkugjöfum. 
mbl.is Geysir Green selur hlut í kanadísku félagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fall er fararheill KR-ingar

Ég vonaði auðvitað að KR-ingar ynnu Njarðvíkinga en nú segi ég bara að fall er fararheill.  KR ingar verða sigurvegar seinna í vetur þegar meira liggur við. 


mbl.is Grindavík og Njarðvík í úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skírður var í dag sonur Bjartar og Birgis. Drengurinn heitir Garpur Birgisson.

Enn eru barnabörnin skírð hér á Torfastöðum.  Þvílík lán að fá að njóta yndirleGarpur skírður 20. september 2009 á Torfastöðum 016gra og heilbrigðra barna. Yndislegur skírnardagur og ættingjarnir mættu vel. Nutum samveru margra skyldmenna og vina í dag.  Eldur og Guðrún voru svo til viðstödd en við vorum nettengd í kirkjunni og þau gátu fyglst með athöfninni þótt þau séu í Kína.  Það var mjög gaman og allir tóku þátt í því að þau voru með okkur.  Veifuðu úr kirkjunni þegar ég lyfti upp netmyndavélinni.  Þvílík skemmtun að geta verið með alla fjölskylduna með í skírn, jafnvel þótt þeir séu staðsettir í KEldur og Guðrún í skírn Garps nettengd í Shanghai, Kína.ína.

Sr. Egill var mjög skemmtilegur, lét börnin koma að skírnarfontinum og tjá sig í söng og leik í lok athafnar.   Svo nutum við æðislegra veitinga sem föðurættingjar Garps báru inní hús.  Flottar kökur og meðlæti gert af Unni, föðurömmu Garps, Helgu langömmu hans, og  föðursystrum Birgis.  Sigrún mágkona kom líka með flottar brauðtertur.  Það svignuðu boriðn af veitingum. 


Spennandi helgi framundan

Ég, Drífa er að reyna að koma íbúðarhúsinu hér á Torfatöðum í sæmilegt horf enda fraFrigg skírð 30. ágúst 2009 (10)mundan mikil veisla Sonur Bjartar og Birgis verður skírður á sunnudaginn.  Margir hafa svarað boði um að koma svo nú verður að rýma til í herbergjum sem ég nenni aldrei að taka til í.   Svo þarf að fá lánaða diska og e.t.v. glös.  Óli telur rétt að fá lánað 10 - 20 stóla.´

Svo er verið að ná í vefmyndavél svo við getum leyft Guðrúnu og Eldi sem eru í Kína að fylgjast með athöfninni.  Mér finnst þetta mjög spennadi og gef mér ekki meiri tíma í bili til að blogga.  Verð að hefjast handa.


Tungnaréttir í dag

Elsti sonurinn Fannar og fjölskylda hans mættu á Torfastaði í gær og við fórum öll í Tungnaréttir í morgun.  Vorum komin þangað rétt fyrir klukkan tíu í morgun en þá var síðasti fjárhópurinn kominn í almenninginn. Menn luku við að draga í dilkana, um hálftíma seinna og þá upphófst hefðbundinn söngur. Þetta var ný og skemmtileg upplifun fyrir Storm en Frigg svaf bara í faðmi móður sinnar. 


Eldur og Guðrún eru nú lögð af stað til Kína

Í dag héldu Guðrún og Eldur af stað í ferð sína til Kína.  Þau flugu til London kl. 16:00 í dag og á morgun eiga þau flug til Shanghai.  Fjölskyldan kom saman á sunnudag til að kveðja Eld og Guðrúnu.  Það var mjög ánægjuleg samvera og hér fylgja tvær myndir frá henni.  Barnabörnin þrjú Frigg, óskýrður og Stormur í faðmi frænda síns. 

Guðrún, Birgir og Björt heima á Torfastöðum 6.9.2009.

Eldur, Frigg, ónefndur Bjartar-Birgisson og Stormur á Torfastöðum 6. sept. 2009

 


Frigg Fannarsdóttir fékk nafn í dag í Torfastaðakirkju. Flott nafn Frigg.

 Frigg skírð 30. ágúst 2009 sr. Egill færir foreldrum ljós tákn lífsins.Það var gleðidagur í dag, skírn í Torfastaðakirkju og skírnarveisla á Torfstöðum.  Ættingjar og vinir Fannars og Margrétar mættu og við áttum öll mjög gleðilegan dag saman.  Sonardóttirin sem fékk nafnið Frigg, svaf alla athöfnina en bróðir hennar hann Stormur, lét á sér bera, nennti ekki að sitja kyrr labbaði upp að altarinu svo gekk hann út, kom svo inn aftur og blaðraði.  Gerði bara það sem honum datt í hug og lét sér fátt um finnast um athöfnina. 

Veðrið var bjart og fallegt í allan dag og yndislegt að fá að njóta góðra vina.


Eldur og Guðrún á leið til Kína. Tungufljót, nýliðnir bændadagar, skírn á sunnudag.

Eldur og vinir hans í heimsókn á Torfast. 22. 8. 2009Það hefur verið mikið að gera hér á Torfastöðum undanfarna daga.  Vinir Elds voru hér um síðustu helgi skemmtu sér saman sulluðu í heitapottinum, fóru í leiki, borðuðu og drukku.  Einskonar kveðjuhóf með Eldi áður en hann heldur til Kína.  Þangað eru hann og Guðrún að fara eftir hálfan mánuð. Hann verður áfram í vinnu hjá sínu fyrirtæki og hún stefnir á nám.  Spennandi en frekar kvíðvænlegt fyrir mömmu gömlu.  Fuglarnir að fljúgja úr hreiðrinu og fara eins langt og þeir komast.  Það verður spennandi að fá að heimsækja þau til Kína.

Bændadagar voru í Tungufljóti síðastliðinn þriðjudag.  Veiðin var misjöfn en sumir gestir okkar héldu mjög glaðir til síns heima með tvo og þrjá laxa í farteskinu.  Aðrir fengu minna.   Í gær fengum við fréttir af því að fyrsti laxinn hafi veiðst fyrir landi Torfastaða.  Það var ánægjulegt.  VoStormur góður við systur sína á Torfast. 26.8.2009nandi veit það á mikla veiði næsta sumar.

Fannar Margrét og börn hafa verið hér síðan á sunnudag.  Fannar veiktist eftir landsleikinn við Hollendinga sem fór fram á laugardaginn var.  Hann hefur verið veikur síðan, kominn með lungnabólgu og Margrét hefur í nógu að snúast með börnin tvö.  Stormur líka slappur kvef og Bjartar Birgisson þriggja daga gamallþyngsli í brjóstholi.  Ekki gott en hefst allt með samheldni.  Á sunnudaginn stendur til að skíra litlu í Torfastaðakirku og verður spennandi að fá nafn á hana.  Vonandi verður heilsufar ungu fjölskyldunnar orðið betra.

Björt og Birgir komu með einkasoninn 13 daga gamlan í fyrstu heimsókn hans á Torfastaði. Birgir tók þátt í bændadögum í Tungufljóti en Björt og sonur dvöldu heima, hann drakk og svaf. Ægilega sætur..


Drengur Bjartar og Birgisson fæddur í kvöld 11.8.2009. Mikil hamingja

Elskuleg dóttir og tengdasonur eignuðust son í kvöld kl. 18:49.  Glaðir foreldrar með glænýjan soninn Bjartar-Birgisson  11.8. 2009

Drengurinn stór, 18,4 merkur (4,6 kg)  og 58 cm langur.  Æðislega fallegur og heilbrigður.  Fæðingin gekk frekar hægt, enda drengurinn stór og erfitt fyrir móðurina að koma honum í heiminn.  En það tókst með miklum ágætum og góðri aðstoð yndislegrar ljósmóður og aðstoðarljósmóður.  Notalegur dagur um leið og hann var erfiður, einkum fyrir nýbakaða móður og föður. Guð blessi nýjan einstakling og fjölskyldu hans.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband