Eldur og Guðrún á leið til Kína. Tungufljót, nýliðnir bændadagar, skírn á sunnudag.

Eldur og vinir hans í heimsókn á Torfast. 22. 8. 2009Það hefur verið mikið að gera hér á Torfastöðum undanfarna daga.  Vinir Elds voru hér um síðustu helgi skemmtu sér saman sulluðu í heitapottinum, fóru í leiki, borðuðu og drukku.  Einskonar kveðjuhóf með Eldi áður en hann heldur til Kína.  Þangað eru hann og Guðrún að fara eftir hálfan mánuð. Hann verður áfram í vinnu hjá sínu fyrirtæki og hún stefnir á nám.  Spennandi en frekar kvíðvænlegt fyrir mömmu gömlu.  Fuglarnir að fljúgja úr hreiðrinu og fara eins langt og þeir komast.  Það verður spennandi að fá að heimsækja þau til Kína.

Bændadagar voru í Tungufljóti síðastliðinn þriðjudag.  Veiðin var misjöfn en sumir gestir okkar héldu mjög glaðir til síns heima með tvo og þrjá laxa í farteskinu.  Aðrir fengu minna.   Í gær fengum við fréttir af því að fyrsti laxinn hafi veiðst fyrir landi Torfastaða.  Það var ánægjulegt.  VoStormur góður við systur sína á Torfast. 26.8.2009nandi veit það á mikla veiði næsta sumar.

Fannar Margrét og börn hafa verið hér síðan á sunnudag.  Fannar veiktist eftir landsleikinn við Hollendinga sem fór fram á laugardaginn var.  Hann hefur verið veikur síðan, kominn með lungnabólgu og Margrét hefur í nógu að snúast með börnin tvö.  Stormur líka slappur kvef og Bjartar Birgisson þriggja daga gamallþyngsli í brjóstholi.  Ekki gott en hefst allt með samheldni.  Á sunnudaginn stendur til að skíra litlu í Torfastaðakirku og verður spennandi að fá nafn á hana.  Vonandi verður heilsufar ungu fjölskyldunnar orðið betra.

Björt og Birgir komu með einkasoninn 13 daga gamlan í fyrstu heimsókn hans á Torfastaði. Birgir tók þátt í bændadögum í Tungufljóti en Björt og sonur dvöldu heima, hann drakk og svaf. Ægilega sætur..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband