Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Dásamleg lćknisţjónusta.

Nú get ég ekki orđa bundist.  Ég hef alltaf veriđ full ađdáunar á lćknunum og hjúkrunarfólki á Íslandi.  Ţessa dagana fć ég ađ fylgjast međ störfum ţeirra í návígi og ekki minnkar ađdáun mín.  

Fyrir stuttu greindist eiginmađur minn međ mjög erfiđan lífshćttulegan sjúkdóm.  Hann var strax lagđur inná Landspítala háskólasjúkrahús og međferđ hafin án tafar. 

Augljóst var ađ lćknar vissu hvađ ţeir yrđu ađ gera og ţeir brugđust hiklaust viđ og hófu sína vinnu viđ ađ berjast viđ óvininn.  Fćrni ţeirra er greinilega mjög mikil, eftirfylgnin alger og eiginmađur minn nýtur stöđugra rannsókna mörgum sinnum á dag.   Međferđ lćkna   virđist stýrast af líkamlegum styrk hans eđa veikleika.  Hann er styrktur líkamlega, gefnar blóđflögur og séđ um sýkingavarnir.  Allt eins og niđurstađa rannsókna gefur tilefni til ađ bregđast viđ hverju sinni.  Ég skynja vel ađ međferđarteymiđ veit nákvćmlega hvađ ţau eru ađ gera og ţau hika aldrei í sinni vinnu.  Ég er svo ţakklát fyrir hćfni ţessa fólks og eftirfylgninni ţeirra viđ ađ freista ţess ađ vinna bug á  sjúkdómnum.

Ţví finnst mér svo sorglegt ađ hlusta enn einu sinni og aftur og aftur á umfjöllun stjórnmálamanna sem hugsa fyrst og fremst um sparnađ og niđurskurđ.

Viđ heyrum enn og aftur um yfirkeyrslu í fjárhag heilbrigđiskerfisins.  Formađur fjárhagsnefndar alţingis hefur hafiđ upp raust sína og skammar stofnanir fyrir ađ fara yfir fjárheimildir sína og sumir nefndarmenn hafa fylgt í kjölfariđ. 

Ég ţakka fyrir ţá ţjónustu sem viđ erum ađ fá núna og ađ yfirstjórn spítalans skuli ekki hafna međferđ vegna ţess ađ ţađ megi ekki kosta of mikiđ ađ koma fólki til bjargar.   

Ég er ekki hissa ţegar ég heyri í fréttum ađ međalaldur lćknastéttarinnar sé ađ hćkka.  Ungir lćknar hafa miklu meiri tćkifćri erlendis miklu betri laun og auđvitađ veigra ţeir sér viđ ţví ađ koma heim ađ námi loknu.  Hér er umrćđan neikvćđ og eilíft ţvarg um ađ kostnađurinn sé of mikill.  Fjárframlögin alltof lág allt skoriđ viđ nögl.  Alţingi skammtar naumt og svo er fólk skammađ fyrir yfirkeyrslu. 

Ég varđ bara ađ koma ţessu á framfćri og biđ nú ţá sem eiga ađ stjórna málum hér ađ fara ađ gera ţađ á uppbyggilegan hátt og međ virđingu fyrir ţví góđa starfi sem unniđ er um allt í samfélagi okkar.  Hćttiđ niđurrifstali og neikvćđni.  Stöndum međ og styđjum viđ vel unnin og óeigingjörn störf lćkna, hjúkrunarfólks og alls starfsfólks Landsspítalans háskólasjúkrahúss og allra annarra í samfélagi voru.  Viđ eigum ţessu fólki mikiđ ađ ţakka.  Ţau eiga ađ fá hrós og klapp á bakiđ en ekki neikvćđa og hundleiđinlega umfjöllun.  Hjartans ţakkir.


Ađalskipulagsvinna opiđ hús í kvöld

Bláskógabyggđ verđur međ opiđ hús um ađalskipulag sveitarfélagsins ţriđjudagskvöldiđ 8. apríl, frá kl. 19:00 til     kl. 22:00 í Aratungu. Skipulagsráđgjafi kynnir drög ađ lýsingu vegna ađalskipulagsvinnu. Skipulagsfulltrúi og sveitarstjórnarmenn verđa einnig á stađnum til skrafs og ráđagerđa. Íbúar og ađrir hagsmunaađilar eru hvattir til ađ mćta á stađinn og rćđa sínar hugmyndir.

 

 


Dreg til baka frambođ mitt til oddvita T-listans

Ég sendi eftirfarandi skilabođ á félaga minna í T-listanum í dag: 

„Međ ţessu skeyti er ég ađ láta vita af ţví ađ ég hef tekiđ ţá ákvörđun ađ keppa ekki viđ Helga Kjartansson samherja minn á T-listanum um oddvitasćti T-listans.  Lokaorđ Helga á fundi T-listans í Aratungu ţann 26. nóvember vega mjög ţungt í ákvörđun minni. 

Lokaorđin  gefa ekki tilefni til ađ halda ađ sátt verđi, ef ég sigra í  atkvćđagreiđslunni.  Sigri ég sagđist Helgi ekki ćtla ađ bjóđa sig fram fyrir T-listann.  Hann sagđi líka ađ hann íhugađi ađ bjóđa sig fram á öđrum lista ef hann hefđi ekki sigur í oddvitakjöri T-listans.

Ég hef ćtíđ unniđ   fyrir sveitarfélagiđ međ sáttarhug ađ leiđarljósi.  Togstreita og óeining tel ég ađ skađi mjög og ćtla ég ţví ekki ađ stuđla ađ óeiningu innan rađa T-listans né sveitarfélagsins.  Mín stefna er ađ samvinna sé mjög mikilvćg og ađ besta stjórnunarađferđin sé ađ ná sátt um menn og málefni.  Hagsmuni  sveitarfélagsins set ég ofar  mínum einkahagsmunum. 

Ég hef ţví ákveđiđ ađ gefa ekki kost á mér í keppni viđ Helga Kjartansson um oddivtasćti T-listans.“

 


Háriđ fyrsta uppfćrsla áriđ 1971

4. Háriđ 4. síđa Drífa (Chrissy)

Ég var ađ fá myndir af prógramminu okkar úr Hárinu sem sett var upp í Glaumbć 1971 og gekk fyrir fullu húsi allan tímann sem sýningar stóđu yfir. Varđ ađ setja ţessar myndir í myndamöppu hér á síđunni.

9871893


Hvítárbrúin vígđ 9. sept. 2011

Hvítárbrúin hefur nú ţegar breytt miklu fyrir okkur Uppsveitamenn og á eftir ađ breyta enn meir í framtíđinni.  Ţetta er mjög gleđilegur atburđur og viđ ţökkum kćrlega fyrir okkur.  Hvítárbrúin styttir vegalengdir í allar áttir og tengir okkur meiri og betri böndum en áđur. 


mbl.is Hvítárbrú formlega opnuđ á morgun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tungufljótsdeild V.Á. Dómsmál

Ég hef veriđ formađur Tungufljótsdeildar frá ţví ađ mér og félögum mínum og landeigendum ađ Tungufljóti tókst ađ stofna veiđideild í Tungufljóti.   Ţađ var sumariđ 2009. Stofnun deildarinnar var kćrđ til Fiskistofu. Fiskistofa gaf sér 6 mánuđi eins og lög gera ráđ fyrir til ađ úrskurđa um stofnun deildarinnar.  Deildin var löglega stofnuđ samkvćmt úrskurđi Fiskistofu frá 19. janúar 2010.  

Nú hefur veriđ dćmt í máli deildarinnar gegn landeiganda sem á, ađ eigin sögn, 20% í jörđ viđ Tungufljótiđ. Hann má ekki veiđa í sínu landi ţar sem Tungufljótsdeild hefur leigt Tungufljótiđ út til ţriđja ađila.  Óyggjandi dómur Hérađsdóms Suđurlands segir allt um máliđ.  Hćgt ađ lesa dóminn hér.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Bláskógabyggđ sem hluti af Uppsveitunum, Flóinn, Ölfus og Hveragerđi sameinast um velferđarţjónustu.

Viđ erum mjög glöđ yfir samkomulaginu sem undirritađ var í gćr.  Spennandi verkefni jákvćtt ađ vinna saman ađ góđum málum.  Vonandi verđur velferđarţjónustan enn betri og skilvirkari en áđur eftir breytingarnar. 
mbl.is Sveitarfélög sameinast um velferđarţjónustu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvítárbrúin opnuđ fyrir umferđ miđvikudaginn 1. desember 2010

Margir hafa sýnt áhuga á ađ hittast í tilefni dagsins og nú er lagt til  ađ íbúar í Hrunamannahreppi og Bláskógabyggđ  hittist á brúnni miđvikudaginn 1. des. milli kl. 15:00 og 17:00,  kíki á mannvirkiđ, spjalli saman, takist í hendur, fađmist eđa hvađeina sem ţeim dettur í hug ađ gera.  Fyrirvarinn er lítill ţví ekki var vitađ um opnunardaginn, en ef menn vilja leggja eitthvađ til er ţađ velkomiđ.
Tungnakonur búsettar í Hreppnum“ og JÁVERK bjóđa upp á kaffi og kleinur í vinnubúđunum vestanmegin árinnar. 
Ekki er um formlega opnun eđa vígslu brúarinnar ađ rćđa, ţađ gerist  2011, ţegar öllum vegaframkvćmdum verđur lokiđ. Ţetta er einungis jákvćtt stefnumót íbúa beggja vegna brúarinnar.


Lyngdalsheiđarvegur opnunarhátíđ 15. okt. 2010.

Sjónvarpiđ flutti góđa frétt um nýjan veg milli Ţingvalla og Laugarvatns sem kemur í stađ Gjábakkavegar.    http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4547132/2010/10/15/12/    svo er hér tengill innin á síđu Vegagerđarinnar um framkvćmdina mjög frćđandi.   http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nr/2459   http://www.vegagerdin.is/media/frettir2010/Lyngdalsheidarvegur-um-verkid.pdf


Lyngdalsheiđarvegur

Sveitarstjórn Bláskógabyggđar gerđi ţađ ađ sínu fyrsta verki eftir sameiningu sveitarfélaganna voriđ 2002 ađ vinna ađ ţví og hvetja til ţess ađ heilsársvegur yrđi lagđur á milli Ţingvallasveitar og Laugarvatns.  Vegagerđin tók máliđ fljótt uppá sína arma og menn fylltust bjartsýni um ađ vegurinn yrđi lagđur hratt og vel.  Heldur dróst máliđ enda andstađa fáeinna manna mjög hávćr og ţađ hrćddi nokkra umhverfisráđherra.  Sérkennileg  ákvörđun var tekin um ađ umhverfismeta skyldi veglínu sem sveitarstjórn var sammála um ađ hún myndi aldrei samţykkja.  Svona er hćgt ađ snúa uppá málin og fresta ţeim.  En nú er vegurinn tilbúinn og ég er viss um ađ allir verđa glađir međ hann.  Ferillinn tók 8 ár og viđ erum glöđ, ţótt seinna sé en höfđum vonađ í upphafi.


mbl.is Umferđ hleypt á nýjan veg um Lyngdalsheiđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband