Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Guðrúnar og Eldsdóttir fædd 19. september 2010

Flott ferðbúin hálfsdags gömul dóttir Guðrúnar og EldsVið eignuðumst dásamlegt barnabarn, stúlku, í fyrradag.  Eigum nú alls fjögur barnabörn sem hafa fæðst á tæpum þremur árum.  Mikið ríkidæmi.  Stúlkan fæddist í Kaupmannahöfn, en Guðrún og Eldur búa þar þessa dagana.  Ég fékk sendar myndir í gær og get ekki á mér setið að setja þessa á bloggið mitt.  Lítil dama á leið heim af fæðingardeildinni u.þ.b. 12 tíma gömul.  Yndislegt.


Amma afi og barnabörn

Garpur Frigg og Stormur lesa með afa.Björt sendi mér slóðina hér fyrir neðan og þegar ég heyrði gamalkunnan flutning Nútímabarna varð mér hugsað til liðinna daga.  Margt skemmtilegt sem ég tók mér fyrir hendur.

http://this.is/drgunni/mp3/Nutimaborn%20-%20Hvenaer%20voknum%20vid.mp3

Fortíðarhugsanirnar urðu til þess að ég fór að skoða mynd af mér frá því að ég var rúmlega eins árs.  Er þetta ekki líkt henni Frigg?

Drífa Kristjánsdóttir á 2. ári

Frigg og Stormur 18.9.2010


Nútímabörn árið 1969

http://is.wikipedia.org/wiki/Nútímabörn_-_Nútímabörn

 Fann þetta á netinu og freistaðist til að setja inná bloggsíðuna mína.


Nútímabörn

Ég rakst á fáeinar myndir frá mínum ungdómsárum þegar við stofnuðum sönghóNútímabörn í sjónvarpinu Sverrir Ágúst Ómar Valdem. Drífa og Snæbjörnpinn Nútímabörn.  Ég og Ómar Valdimarsson vorum skiptinemar í USA árið 1967-68 og komum stundum fram til að kynna landið.  Þá sungum við oft íslensk lög.  Þegar við komum heim fæddist hugmynd um að stofna sönghóp.  Nútímabörn skemmtu um allt land Hér fylgir Nútímabörn Drífa Kristjánsdóttir, Ágúst Atlason, Sverrir Ólafsson og Snæbjörn Kristjánssonmynd úr sjónvarpinu þáttur sem við áttum sjálf.  SG plötur gáfu út eina plötu með sönghópnum.  Set inn myndir sem teknar voru þegar plötualbúmið varð til.

Miklar samgöngubætur í Bláskógabyggð og Uppsveitum Árnessýslu

Nú fer að sjá fyrir endan á mikilvægum vegaframkvæmdum.  Stutt er í að Lyngdalsheiðarvegur verði opnaður og séð er fyrir endan á framkvæmdum við Hvítárbrú við Bræðratungu.  Þetta mun hafa mjög mikil áhrif í Bláskógabyggð.    Umferð eykst enn og er hún nú mikil fyrir en við höfum áhyggjur af svokölluðum Reykjavegi.  Umferð um hann hlýtur að aukast en vegurinn er mjög lélegur og þolir ekki meiri umferð en nú er.  Reyndar þolir hann alls ekki þá umferðina eins og hún er í dag. 

Eitt hundrað milljónir áttu að fara í að lagfæra veginn en þær voru dregnar til baka og ekkert framkvæmdafé er til fyrir Reykjaveg.  Það er slæmt mál og því verður að breyta.


mbl.is Umferð hleypt á nýja brú yfir Hvítá í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

T-listinn í Bláskógabyggð, grein birt í Dagskránni 27.5.2010

T-listinn býður nú fram í þriðja sinni. Undanfarið kjörtímabil vorum við með þrjá kjörna fulltrúa í sveitarstjórn. Samstarf sveitarstjórnarmanna hefur verið gott í veigamiklum málum en nú teljum við mjög mikilvægt að skipta um forystu í sveitarstjórn Bláskógabyggðar.
Ég hef verið oddviti T-listans undanfarin 8 ár. Ég íhugaði að hætta afskiptum af sveitarstjórnarmálum en ákvað að gefa kost á mér í 4. sæti listans. Nái T-listinn meirihluta í sveitarfélaginu, verð ég enn eitt kjörtímabilið í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Það er því allt eða ekkert hjá mér í þessum kosningum.
Nýjir flottir frambjóðendur skipa 1. og 3. sæti listans, þau Helgi Kjartansson og Valgerður Sævarsdóttir. Félagar mínir í síðustu sveitarstjórn, þeir Jóhannes Sveinbjörnsson og Kjartan Lárusson skipa 2. og 5. sæti listans. Nýliðun er því mikil, en við reynsluboltarnir erum líka til staðar og þannig að við erum tilbúin til að takast á við breytingar í sveitarfélaginu. Nú er því gullið tækifæri til að gefa okkur stjórnartaumana.
T-listinn vill draga íbúa sveitarfélagsins að málum, galopna stjórnsýsluna og gefa íbúum tækifæri til að segja skoðun sína á málum sem þeir hafa áhuga á og eru á borði sveitarstjórnar. T-listinn vill líka hlusta eftir hugmyndum að verkefnum, samvinnu og styðja við hugmyndir manna um nýsköpun. Við ætlum að efla heimasíðu sveitarfélagsins og gera hana lifandi svo fólk skoði viðburðardagatalið og fái upplýsingar um hvaðeina sem um er að vera í Bláskógabyggð. Okkur langar líka að efla Bláskógafréttir og viljum skoða alla möguleika í þeim efnum. Við erum staðráðin í að halda íbúafundi helst tvisvar á ári og efna til almennra umræðna um málefni áður en bindandi ákvarðandir eru teknar. Þannig treystum við og eflum lýðræðið í sveitarfélaginu.
Fólk sem þekkir mig veit að ég er mjög fylgin mér, hætti ekki við hálfklárað verk og hef úthald í erfiðum málum. Ég rak Meðferðarheimilið Torfastöðum í rúm 25 ár og í slíkri vinnu er úthald og hæfni í mannlegum samskiptium lykilatriði til að ná árangri. Í stjórnun sveitarfélags hlýtur slík færni að vera mjög mikils virði. Ég er, kæru kjósendur, tilbúin í þau verkefni sem fyrir liggja hljóti T-listinn til þess stuðning.
Drífa Kristjánsdóttir skipar 4. sæti T-listans í Bláskógabyggð.

Torfastaðir, afmæli Óla, uppstigningadagur, barnabörnin.

garpur_bor_ar_vofflu_me_rjoma_1.jpgbrak_og_reginleif_nykasta_ar_13_mai_2010_10.jpggarpur_og_frigg_sko_a_kisu_10.jpg

Það hefur verið svo gaman hér heima undanfarna daga.  Björt og Margrét komu með börnin á miðvikudaginn.  Um kvöldið komu svo feðurnir og við borðuðum saman afmælismat í tilefni afmælis Ólafs sem var deginum seinna okkur lá bara svo á að fá afmælisveislu.  Björt og Birgir voru mjög dugleg í gróðurhúsinu og við njótum góðs af því núna, æðislegt klettasalat, krydd og nammi.  Veðrið var æðislegt og börnin yndisleg.  Skoðuðu kisu, borðuðu hjá ömmu og sváfu þess á milli.  Mjög gaman. 

Svo eru tvær hryssur kastaðar, Brák frá Torfastöðum með afkvæmi undan Gautreki frá Torfastöðum og Reginleif með afkvæmi undan Goðreki frá Torfastöðum.   


T-listi tækifæra í Bláskólgabyggð.

Í síðustu viku kynntum við T-listafólk, framboð okkar. Við gerðum miklar breytingar á listanum.  Nú leiðir listann nýr frambjóðandi, Helgi Kjartansson, kennari í Reykholti. Jóhannes Sveinbjörnsson, bóndi í Heiðarbæ Þingvallasveit er í öðru sæti. Hann sat í sveitarstjórn ásamt okkur, Kjartani,á síðasta kjörtímabili. Valgerður Sævarsdóttir bókasafnsfræðingur er í þriðja sæti og í fjórða sæti er ég, Drífa Kristjánsdóttir, á Torfastöðum. Ég kaus að bjóða mig fram í 4. sæti en það þýðir að ég fæ aðeins sæti í sveitarstjórn ef T-listinn hlýtur meirihluta í kosningunum. Í 5. sætir er Kjartan Lárusson, sauðfjárbóndi og kennari í Laugardalnum. Við Kjartan höfum bæði setið í sveitarstjórn síðustu tvö kjörtímabil. Kjartan segist alltaf hafa verið síðasti kjörinn maður á T-listanum og ætli að halda því áfram. Hann stefnir því ótrauður á að komast í sveitarstjórn.

Ingibjörg Sigurjónsdóttir, garðyrkjubóndi, Syðri-Reykjum er í 6. sæti.  Lára Hreinsdóttir kennari Laugarvatni í 7. sæti. Sigrún Elfa Reynisdóttir, leikskólakennari og garðyrkjubóndi, Laugarási,

t-lisinn_2010_990872.jpg

 8. sæti, Pálmi Hilmarsson Laugarvatni í 9. sæti og Svava Kristjánsdóttir Reykholti í 10. sæti. Hún er yngst og því fulltrúi unga fólksins. 


Gautrekur og Hekla Katharína á Hólum

Gautrekur frá Torfastöðum

Ég stalst í þessa mynd af þeim Heklu Katharínnu og Gautreki frá Torfastöðum af heimasíðu Árbæjarhjáleigu:  http://vikar.is   Stóðst ekki mátið enda eru þau æðislega flott bæði tvö.


Tungufljótsdeild og Faxi í náms-og kynnisferð á seiðaeldistöðvar í Borgarfirði

Það var svo gaman í gær að ég stendst ekki mátið að segja aðeins frá.Tungufljótsseiðin skoðuð af landeigendum og áhugamönnum.  Fiskistofa hefur nýlega úrskurðað að Tungufljótsdeild er lögleg veiðideild í VeiSeiðin í uppeldi í kerjunum.ðifélagi Árnesinga og samþykktir deildarinnar voru auglýstar í Stjórnartíðindum 8. febrúar s.l.  Landeigendum við Tungufljót var boðið í ferð til að skoða seiðaeldistöðvar í Borgarfirðinum.  Í annarri þeirra eru Tungufljótsseiðin í uppeldi.  Ferðin var mjög ánægjuleg og afar fróðleg.  Spennandi að horfa til þeirra verkefna sem framundan eru.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband