Dásamleg lćknisţjónusta.

Nú get ég ekki orđa bundist.  Ég hef alltaf veriđ full ađdáunar á lćknunum og hjúkrunarfólki á Íslandi.  Ţessa dagana fć ég ađ fylgjast međ störfum ţeirra í návígi og ekki minnkar ađdáun mín.  

Fyrir stuttu greindist eiginmađur minn međ mjög erfiđan lífshćttulegan sjúkdóm.  Hann var strax lagđur inná Landspítala háskólasjúkrahús og međferđ hafin án tafar. 

Augljóst var ađ lćknar vissu hvađ ţeir yrđu ađ gera og ţeir brugđust hiklaust viđ og hófu sína vinnu viđ ađ berjast viđ óvininn.  Fćrni ţeirra er greinilega mjög mikil, eftirfylgnin alger og eiginmađur minn nýtur stöđugra rannsókna mörgum sinnum á dag.   Međferđ lćkna   virđist stýrast af líkamlegum styrk hans eđa veikleika.  Hann er styrktur líkamlega, gefnar blóđflögur og séđ um sýkingavarnir.  Allt eins og niđurstađa rannsókna gefur tilefni til ađ bregđast viđ hverju sinni.  Ég skynja vel ađ međferđarteymiđ veit nákvćmlega hvađ ţau eru ađ gera og ţau hika aldrei í sinni vinnu.  Ég er svo ţakklát fyrir hćfni ţessa fólks og eftirfylgninni ţeirra viđ ađ freista ţess ađ vinna bug á  sjúkdómnum.

Ţví finnst mér svo sorglegt ađ hlusta enn einu sinni og aftur og aftur á umfjöllun stjórnmálamanna sem hugsa fyrst og fremst um sparnađ og niđurskurđ.

Viđ heyrum enn og aftur um yfirkeyrslu í fjárhag heilbrigđiskerfisins.  Formađur fjárhagsnefndar alţingis hefur hafiđ upp raust sína og skammar stofnanir fyrir ađ fara yfir fjárheimildir sína og sumir nefndarmenn hafa fylgt í kjölfariđ. 

Ég ţakka fyrir ţá ţjónustu sem viđ erum ađ fá núna og ađ yfirstjórn spítalans skuli ekki hafna međferđ vegna ţess ađ ţađ megi ekki kosta of mikiđ ađ koma fólki til bjargar.   

Ég er ekki hissa ţegar ég heyri í fréttum ađ međalaldur lćknastéttarinnar sé ađ hćkka.  Ungir lćknar hafa miklu meiri tćkifćri erlendis miklu betri laun og auđvitađ veigra ţeir sér viđ ţví ađ koma heim ađ námi loknu.  Hér er umrćđan neikvćđ og eilíft ţvarg um ađ kostnađurinn sé of mikill.  Fjárframlögin alltof lág allt skoriđ viđ nögl.  Alţingi skammtar naumt og svo er fólk skammađ fyrir yfirkeyrslu. 

Ég varđ bara ađ koma ţessu á framfćri og biđ nú ţá sem eiga ađ stjórna málum hér ađ fara ađ gera ţađ á uppbyggilegan hátt og međ virđingu fyrir ţví góđa starfi sem unniđ er um allt í samfélagi okkar.  Hćttiđ niđurrifstali og neikvćđni.  Stöndum međ og styđjum viđ vel unnin og óeigingjörn störf lćkna, hjúkrunarfólks og alls starfsfólks Landsspítalans háskólasjúkrahúss og allra annarra í samfélagi voru.  Viđ eigum ţessu fólki mikiđ ađ ţakka.  Ţau eiga ađ fá hrós og klapp á bakiđ en ekki neikvćđa og hundleiđinlega umfjöllun.  Hjartans ţakkir.


« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband