Frigg Fannarsdóttir fékk nafn í dag í Torfastaðakirkju. Flott nafn Frigg.

 Frigg skírð 30. ágúst 2009 sr. Egill færir foreldrum ljós tákn lífsins.Það var gleðidagur í dag, skírn í Torfastaðakirkju og skírnarveisla á Torfstöðum.  Ættingjar og vinir Fannars og Margrétar mættu og við áttum öll mjög gleðilegan dag saman.  Sonardóttirin sem fékk nafnið Frigg, svaf alla athöfnina en bróðir hennar hann Stormur, lét á sér bera, nennti ekki að sitja kyrr labbaði upp að altarinu svo gekk hann út, kom svo inn aftur og blaðraði.  Gerði bara það sem honum datt í hug og lét sér fátt um finnast um athöfnina. 

Veðrið var bjart og fallegt í allan dag og yndislegt að fá að njóta góðra vina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband