Dreg til baka framboð mitt til oddvita T-listans

Ég sendi eftirfarandi skilaboð á félaga minna í T-listanum í dag: 

„Með þessu skeyti er ég að láta vita af því að ég hef tekið þá ákvörðun að keppa ekki við Helga Kjartansson samherja minn á T-listanum um oddvitasæti T-listans.  Lokaorð Helga á fundi T-listans í Aratungu þann 26. nóvember vega mjög þungt í ákvörðun minni. 

Lokaorðin  gefa ekki tilefni til að halda að sátt verði, ef ég sigra í  atkvæðagreiðslunni.  Sigri ég sagðist Helgi ekki ætla að bjóða sig fram fyrir T-listann.  Hann sagði líka að hann íhugaði að bjóða sig fram á öðrum lista ef hann hefði ekki sigur í oddvitakjöri T-listans.

Ég hef ætíð unnið   fyrir sveitarfélagið með sáttarhug að leiðarljósi.  Togstreita og óeining tel ég að skaði mjög og ætla ég því ekki að stuðla að óeiningu innan raða T-listans né sveitarfélagsins.  Mín stefna er að samvinna sé mjög mikilvæg og að besta stjórnunaraðferðin sé að ná sátt um menn og málefni.  Hagsmuni  sveitarfélagsins set ég ofar  mínum einkahagsmunum. 

Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í keppni við Helga Kjartansson um oddivtasæti T-listans.“

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband