Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hárið 40 árum seinna

Fjöritíu ár eru síðan við hættum sýningunum.  Fyrsta uppfærslan á Hárinu var árið 1971 og við fögnuðum því 40 árum síðar.

Drífa, Jana og Helga í kjólnum góðaDrífa, Jana og Helga syngja White boys (1)Vinkonur 40 árum seinna, Drífa Helga og JanaÞórdís, Drífa, Jana Helga og Árni Blandon


Mamma Rósa og amma Guðlaug myndir

mamma Rósa 22ja ára.  Mamma mín Rósa Björnsdóttir, 22ja ára að sögn Bellu frænku en hún færði mér þessa mynd og líka þá sem er af mér og ömmu minni.  Ég held að þessi mynd hafi verið sumarið 1952.Móðuramma mín, ég Drífa og   Mynd frá Bellu frænku.

Sleppingar laxa

Óska laxveiðimönnum til hamingju með aflann í upphafi sumars. Ég veiði ekki lax, en ég lærði það í vetur að ef fólk ætlar að sleppa veiddum laxi þá verða menn að hafa í huga að brenna laxinn ekki. Mér er sagt að ef lax er tekinn upp með berum höndum manna þá brenni hann sig, hann hefur kalt blóð en maðurinn 37 stiga heitt blóð. Því á ekki að taka á laxinum með berum höndum, ullarvettlingar munu vera mikilvægir á höndum veiðimanna við sleppingarnar, þá brennir laxinn sig síður. Vildi bara miðla þessu til þeirra sem sleppa veiddum laxi aftur í árnar.
mbl.is Fyrsti laxinn kominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bláskógabyggð sem hluti af Uppsveitunum, Flóinn, Ölfus og Hveragerði sameinast um velferðarþjónustu.

Við erum mjög glöð yfir samkomulaginu sem undirritað var í gær.  Spennandi verkefni jákvætt að vinna saman að góðum málum.  Vonandi verður velferðarþjónustan enn betri og skilvirkari en áður eftir breytingarnar. 
mbl.is Sveitarfélög sameinast um velferðarþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottir KR-ingar, tvöfaldir meistarar 2011, til hamingju.

Dáist að leikmönnum.  Orðnir Íslandsmeistarar.  Óska Fannari og félögum hans til hamingju með sigurinn.  Mamma mjög hreykin eins og vera ber.


mbl.is KR-ingar Íslandsmeistarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagnaðarlæti KR-inga, sigurvegara Bikarkeppninnar (poweraid)

Loksins smá blogg. Hef ekki skrifað neitt í þrjá mánuði.  Ég er svo glöð fyrir hönd sonarins, hann náði markmiðum sínum sem fyrirliði liðsins sem landaði titlinum Bikarmeistar 2011.  Myndasyrpan frá sigrinum flott.
mbl.is Myndasyrpa frá bikarsigri KR-inga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísey Eldsdóttir skírð í dag.

Ísey skírn 2.11. 2010 030Í dag var dóttir Elds og Guðrúnar skírð.  Athöfnin var heima hjá foreldrum Guðrúnar þeim Kristjáni og Ingibjörgu og var yndisleg.  Gaman að fá nafn á yndislegt barn, þurfa ekki lengur að kalla hana lillu eða álíka.  Litla fjölskyldan kom heim vegna þess að amma Drífa átti afmæli og það var ekki hægt að halda uppá það án þeirra.  Það var bara náð í þau.  Ég amman naut þess mjög að vera með allri fjölskyldunni um síðustu helgi og yndislegum vinum.  Já og  ömmustelpan heitir Ísey,  Ísey Eldsdóttir og amma hennar Ingibjörg hélt henni undir skírn. 

Afmælishátíð Sigrúnar Rósu og Þórdísar Steinsdætra.

VinkonurTvíburasysturnar úr Hafnarfirði héldu uppá 90 ára afmæli sitt.  Hér eru nokkrar myndir teknar í afmælinu.  Til hægri eru allir afkomendur Sigrúnar Rósu Steinsdóttur utan Gunnars og Elds og Eldsdóttur.  Gaman að ná mynd af öllum.  Einnig mynd af Hilmari og Hafdísi góðum vinum  Bíbíar  með afmælisbarninu. 

Vinkonurnar Ingibjörg  og Sigrún, Hanna (systir Sigrúnar), og afmælistvíburasysturnar Sigrún (Bíbí) og Þórdís (Dídí). 

Bíbí með afkomendum sínum.Hafdís Hilmar og Bíbí afmælisbarn.


Afmælisbarnið Sigrún Rósa Steinsdóttir.

Sigrún Rósa Steinsdóttir afmælisbarn.Naut samveru bestu tengdamóður í heimi í gærkvöld en þá átti hún afmæli.  Við Óli skutumst suður og borðuðum með börnum hennar Steinunni og Gunnari og tengdabörnum Páli og Sigríði.  Yndisleg kvöldstund og afmælisbarnið engu lík.  Til hamingju elsku Bíbí. 

Lyngdalsheiðarvegur

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerði það að sínu fyrsta verki eftir sameiningu sveitarfélaganna vorið 2002 að vinna að því og hvetja til þess að heilsársvegur yrði lagður á milli Þingvallasveitar og Laugarvatns.  Vegagerðin tók málið fljótt uppá sína arma og menn fylltust bjartsýni um að vegurinn yrði lagður hratt og vel.  Heldur dróst málið enda andstaða fáeinna manna mjög hávær og það hræddi nokkra umhverfisráðherra.  Sérkennileg  ákvörðun var tekin um að umhverfismeta skyldi veglínu sem sveitarstjórn var sammála um að hún myndi aldrei samþykkja.  Svona er hægt að snúa uppá málin og fresta þeim.  En nú er vegurinn tilbúinn og ég er viss um að allir verða glaðir með hann.  Ferillinn tók 8 ár og við erum glöð, þótt seinna sé en höfðum vonað í upphafi.


mbl.is Umferð hleypt á nýjan veg um Lyngdalsheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband