Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Hilmar Örn Agnarsson kvaddur 27. sept. 2008.

Mér finnst þetta svo fín mynd af þeim Ósk og Björt sem hann Bragi Hauksson tók á kveðjutónleikunum sem haldnir voru til heiðurs Hilmari Erni í Skálholti þann 27. sept s.l. að ég mátti til með að setja myndina á bloggið mitt.  Þakka Braga kærlega myndasendinguna. 

Þarna syngja kórarnir aukalag Biskupstungnalagið eftir Bjarna Sigurðarson frá Geysi.  Hilmar Örn náði í Björt til að syngja með en þessi stund var mjög táknræn.  Björt og Ósk byrjuðu báðar að syngja í Barnakór Biskupstungna undir stjórn Hilmars Arnar en kórinn var stofnaður 1991 og þær báðar litlar stúlkur í Reykholtsskóla.

Kórarnir hans Hilmar eru í baksýn, Barna-og Kammerkór Biskupstungna, Kammerkór Suðurlands og Skálholtskórinn sem nú hefur lagt sig niður og hætt enda enginn stjórnandi né organisti verið ráðinn í Skálholt ennþá. 


Stormur eins árs í dag 29. október.

Það er yndislegt að mega gleðjast yfir afmæli og lífi eina barnabarnsins haStormur 18.10.2008 á Torfastöðumns Storms.  Hann er mikill gleðigjafi, og við þökkum fyrir heilbrigði hans.  Hann á afmæli í dag hefur lifað í eitt ár.  Hann er stór og sterkur eins og hann hefur kyn til og ávallt glaður. 

Mamma hans hefur fóðrað hann vel og allt leikur í lyndi.  Til hamingju með afmælið elsku Stormur okkar.  Það er gaman að geta glaðst nú þegar fjárhagslægðir ríða yfir landið.  Glaðst yfir heilbrigðu og glöðu barni en okkar Stormur er bara gleðigjafi. 

Stefnt er á að halda uppá afmælið á sunnudaginn og auðvitað koma amma og afi brunandi úr sveitinni og amma Bía ætlar að koma með okkur.


Björt og Birgir komin til Svíþjóðar

Björt og Birgir apr 2008 í LundiÉg hef haft hægt um mig í rúmar þrjár vikur.  Lítið bloggað og enn minna farið.  Sit bara og bíð, sorgmædd og þykir agalegt að börnin mín og unga fólkið í dag skuli standa uppi með þá stöðu sem nú liggur fyrir landið gjaldþrota. 

Löggjafinn gleymdi að setja bankastarfseminni þann ramma og þau skilyrði sem nauðsynleg voru vegna smæðar samfélagsins.  Hrunið algert og allir sitja í súpunni. 

Maður þorir varla að segja nokkurn hlut, getur gert einhverjum illt með orðum sem ekki verða aftur tekin.  Það er jafnvel erfitt að gleðjast því svo margir eru illa haldnir og úrkula vonar. 

Ég ætla þó að leyfa mér að gleðjast með Birgi og Björt.  Þau voru að fara utan til Svíþjóðar í dag þar sem Birgir mun verja mastersverkefni sitt í verkfræði.  Hann og Björt hafa verið við nám í Svíþjóð undanfarin ár og nú hefur Birgir lokið ritgerðinni, bara vörnin eftir.  Ég óska þeim mikillar skemmtunar, vona að þau hafi það mjög gott og geti átt ánægjulegan tíma og komi glöð og vongóð heim.  Björt var reyndar hálf lasin þegar hún fór en vonandi hristir hún það af sér og vonandi smitar hún ekki Birgi.  Til hamingu elskurnar.

Undir venjulegum kringumstæðum hefðum við e.t.v. leyft okkur að fá að fara með, fylgjast með vörninni en nú gefst því miður ekkert svigrúm, maður þorir ekki að eyða neinu extra, í þessari fjármálaóvissu. 

Svo eru fleiri ánægjufréttir.  Stormur er að ná sér eftir lasleikann, hann hefur verið með pest undanfarna daga, gubbað, með hita og erfitt að sjá hann svo slappan.  Það er sem betur fer að lagast.  Bía amma er líka að hressast eftir sinn lasleika, virðist að mestu búin að ná sér.  Hún ætlar að dvelja hjá okkur fljótlega kemur sennilega á laugardaginn. 

Svo eru allir sem eiga afmæli þennan mánuðinn í fjölskyldunni.  Bíbí fyrst svo á Hera afmæli í dag, til hamingu elskan.  Katla eftir tvo daga, Stormur þann 29. og loksins ég. 


Stjórnarskipti í spilunum?

Sagan segir að Vinstri grænir hangi á forsætisráðherra og bjóði honum stjórnarskipti.  Ögmundur sé tilbúinn í stól fjármálaráðherra. 

Davíð Oddson á að vera hönnuður hugmynda um stjórnarskipti, hann hefur aldrei þolað Ingibjörgu Sólrúnu og nú vill hann að Vinstri grænir komi inní stjórn með Sjálfstæðisflokknum. 

Sel þetta ekki dýrara en ég keypti.  Væri svo sem ekki hissa.  Man eftir mörgum tilraunum Davíðs, til að hafa áhrif á stjórn Reykjavíkurborgar og að ná þar völdum.  Skipti um borgarstjóra,  hafði áhrif á framboð manna til að styrkja þá í komandi kosningum um borgina en allt mistókst.

Vonandi eru þetta bara gróusögur og vonandi ber núverandi stjórn gæfu til að taka á málum ekki seinna en nú.  Ákveða að sækja um aðild í ESB og að fá lán hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum strax. 


mbl.is Stjórnvöld skilningslaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óska KR-ingum til hamingu með sigurinn

Ég gleðst alltaf yfir sigrum hjá KR. Æðislegt að menn skulu sigra nú þegar allir Íslendingar eru að tapa.  KR ingar hófu leiktíðina með því að leggja IR-ingana.  KR er spáð sigri í meistaradeildinni í vetur, svo nú verða þeir að standa sig. 


mbl.is Jón Arnór Stefánsson: Liðið á mikið inni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráð Þorvaldar Gylfasonar....

Ingibjörg vill að við leitum aðstoðar hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og ég hef verið hlynnt því að leitað væri til fagfólks sem kann til verka. 

Þorvaldur Gylfason gaf skýr ráð í Silfri Egils fyrir viku.  Hann vildi að Íslendingar leituðu til Svía, og Norðmanna.  Þeir ættu sérfræðinga í að taka á erfiðleikum álíka okkar.  Hann sagði Svía hafa unnið þrekvirki í fjármálakreppu sem reið yfir þá um 1990.  Ég varð mjög hrifin af ráðum Þorvaldar og minni á þau hér nú þegar Ingibjörg Sólrún talar. Ég óska henni góðs bata.

Nú spyr maður sig hvort ekki eigi að gera breytingar í stjórn landsins, og að Samfylkingin leiði breytingar sem framundan eru í uppbyggingu fjármálakerfisins og uppbyggingu landsins. 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Fyrst IMF og svo ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

12. október afmæli Bíbíar og Dídíar...

Í dag á elskuleg tengdamóðir mín Sigrún R. Steinsdóttir afmæli.  Hún er í Sigrún M. Steinsdóttirdag á Borgarspítalanum, þar sem hún fékk mikinn svima á miðvikudaginn var.  Hún er sem betur fer í góðum höndum lækna og hjúkrunarfólks, og verður vonandi frísk fljótlega.  Ég óska tvíburunum Bíbí (Sigrúnu) og Dídí (Þórdísi) innilega til hamingju með afmælið.  Ég stenst ekki freistinguna að setja inn nýja mynd af Bíbí sem ég tók fyrir fáeinum mánuðum í útskriftarveislu Elds sem við héldum honum 14. júní s.l á Njálsgötunni. 

Alltaf jafn flott og falleg hún amma Bía.


Íslenska verktaka og starfsfólk

Nú er mikilvægt að hugsa heildstætt, heimamenn fái vinnu.  Rúmlega 500 starfsmenn bankanna misstu vinnuna rétt í þessu.  Þeir hafa skuldbindingar og eiga fjölskyldur og betri er einhver vinna en engin.  Útsvar og skattar af verkútboðum eiga líka að skila sér heim til Íslands.  Nú þarf að halda vel á spilunum, enga sóun. 
mbl.is Samiðn vill láta endurskoða samninga um skólabyggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð sigri hrósandi í Kastljósi

Ég varð mjög undrandi yfir kokhreysti Davíðs varðandi skuldbindingar íslenskra banka erlendis.  Fannst hann vera að kalla yfir sig reiði vina okkar erlendis og það sýnir sig á strax á viðbrögðum Breta.  Davíð sagði, og var kátur yfir, að við myndum fljótt sigla lygnan sjó enda yrðu öllum kröfum á okkar hendur hent í ruslið.  Er hægt að láta svona útúr sér hugsa bara um eigið skinn og svo mega hinir bara eiga sig.  Skil ekki hvernig við ætlum að eiga vini erlendis ef við skiljum þá bara eftir í skítnum og verðum svo glöð yfir að ekki fór illa hjá okkur.
mbl.is Brown hótar aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í erfiðleikum felast alltaf tækifæri. Tungufljót mikil veiði í allt sumar

Ég hef nokkrum sinnum lent í svo miklum erfiðleikum að á meðan þeir gengu yfir var erfitt að sjá hvað var handan þeirra.   Erfiðast var að þurfa að horfa á slys, þar sem yndislegur drengur og vinur dó. Sú reynsla var hræðileg og kennir manni að ekki er hægt að sjá fyrir öllu og maður verður mjög vanmáttugur. 

Svo varð seinna alveg hræðilega erfitt að verða fyrir lygum sem þurfti að berjast gegn, svo lygin og óvildin ylli ekki fjölskyldunni hræðilegum skaða og mannorðsmissi.  Það varð verkefni sem þurfti að kljást við og þegar upp var staðið gerðu verkefnin það fyrir okkur að lífið var endurmetið og við það sköpuðust ný tækifæri.

Líf mitt hefur alltaf verið gott.  Ólst upp við mikla umönnun og umhyggju.  Foreldrar mínir og systkini höfum alltaf átt gott samband, við miklir vinir og félagar. 

Börnin mín eru æðisleg, við erum miklir vinir og þau standa sig vel, líður vel og eiga mjög góða vini og maka.  Ekkert er mikilvægara en gott samband við þá sem maður elskar. 

Stundum hef ég staðið andspænis miklum erfiðleikum.  Erfiðleikarnir urðu verkefni sem nauðsynlegt var að takast á við og þegar frá líður hafa þeir skapað  ný tækifæri og gert líf mitt ríkara.  

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var í viðtali áðan, stödd í New York nýkomin úr erfiðri aðgerð og hún sagði einmitt þetta "að erfiðleikar fælu alltaf í sér tækifæri."  Nú er bara að sjá tækifærin, grípa þau og láta þau verða til góðs.   Munum bara að andbyr þótt erfiður sé, getur alltaf  bætt líf okkar, gerir okkur reynslunni ríkari og verðmæti lífsins verða skýrari.  Tungufljót bændadagar 2. okt. 2008 (7)

Helgin hjá okkur Torfastaðafjölskyldunni var æðisleg.  Björt, Eldur, Fannar, Birgir, Guðrún og Margrét og auðvitað Stormur komu og við borðuðum saman á laugardagskvöldið.  Kristján og Ingibjörg foreldrar Guðrúnar komu líka og það var ægilega gaman að hafa þau.  Svo fóru allir í veiði.  Bændadagar í Tungufljóti og heilmikil veiði þrátt fyrir að áin væri ansi köld.  Í byrjun dags alveg við frostmark.  Samt fengust 7 laxar og veiðimenn komu glaðir heim. 

Ég er lúin eftir helgina en það er bara gaman, vorkenni þeim sem hafa verið á fundum alla helgina að vinna í efnahags-og bankamálum og ekki séð fyrir endann á hvernig fara. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband