Ráð Þorvaldar Gylfasonar....

Ingibjörg vill að við leitum aðstoðar hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og ég hef verið hlynnt því að leitað væri til fagfólks sem kann til verka. 

Þorvaldur Gylfason gaf skýr ráð í Silfri Egils fyrir viku.  Hann vildi að Íslendingar leituðu til Svía, og Norðmanna.  Þeir ættu sérfræðinga í að taka á erfiðleikum álíka okkar.  Hann sagði Svía hafa unnið þrekvirki í fjármálakreppu sem reið yfir þá um 1990.  Ég varð mjög hrifin af ráðum Þorvaldar og minni á þau hér nú þegar Ingibjörg Sólrún talar. Ég óska henni góðs bata.

Nú spyr maður sig hvort ekki eigi að gera breytingar í stjórn landsins, og að Samfylkingin leiði breytingar sem framundan eru í uppbyggingu fjármálakerfisins og uppbyggingu landsins. 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Fyrst IMF og svo ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það eina sem samylkinginn hefur komið með sem ráð er:

Að láta aðra gera þetta og taka ekki ábyrgð sjálf. afsala öllu til IMF og ESB. Það er stefna samfylkingunar. 

Fannar frá Rifi, 13.10.2008 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband