Hilmar Örn Agnarsson kvaddur 27. sept. 2008.

Mér finnst þetta svo fín mynd af þeim Ósk og Björt sem hann Bragi Hauksson tók á kveðjutónleikunum sem haldnir voru til heiðurs Hilmari Erni í Skálholti þann 27. sept s.l. að ég mátti til með að setja myndina á bloggið mitt.  Þakka Braga kærlega myndasendinguna. 

Þarna syngja kórarnir aukalag Biskupstungnalagið eftir Bjarna Sigurðarson frá Geysi.  Hilmar Örn náði í Björt til að syngja með en þessi stund var mjög táknræn.  Björt og Ósk byrjuðu báðar að syngja í Barnakór Biskupstungna undir stjórn Hilmars Arnar en kórinn var stofnaður 1991 og þær báðar litlar stúlkur í Reykholtsskóla.

Kórarnir hans Hilmar eru í baksýn, Barna-og Kammerkór Biskupstungna, Kammerkór Suðurlands og Skálholtskórinn sem nú hefur lagt sig niður og hætt enda enginn stjórnandi né organisti verið ráðinn í Skálholt ennþá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það samfélag sem fær að njóta Hilmars eftir að hann fór frá okkur er heppið.  Ég trúi ekki öðru ne það sé slegist um hann.

Kv

Eldur

Eldur (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 15:37

2 Smámynd: Drífa Kristjánsdóttir

Hilmar Örn hefur einstaka hæfileika í að vinna með börnum og ungmennum.  Slíkir hæfileikar eru ekki á hverju strái.  Að hafa auk þess tónlistarhæfileika sem börnin hafa fengið að njóta hefur verið alveg yndislegt fyrir þau og foreldra þeirra.  Mér finnst mjög sorglegt að fólk skuli ekki gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem þeir njóta, vilja heldur tala allt niður og gera úlvalda úr mýflugu með sögusögnum og illmælgi.  Skilja ekki verðmætið sem þeir hafa heldur sjá flísina í auga náungans taka ekki eftir bjálkanum í eigin auga.

Drífa Kristjánsdóttir, 9.11.2008 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband