Davíð sigri hrósandi í Kastljósi

Ég varð mjög undrandi yfir kokhreysti Davíðs varðandi skuldbindingar íslenskra banka erlendis.  Fannst hann vera að kalla yfir sig reiði vina okkar erlendis og það sýnir sig á strax á viðbrögðum Breta.  Davíð sagði, og var kátur yfir, að við myndum fljótt sigla lygnan sjó enda yrðu öllum kröfum á okkar hendur hent í ruslið.  Er hægt að láta svona útúr sér hugsa bara um eigið skinn og svo mega hinir bara eiga sig.  Skil ekki hvernig við ætlum að eiga vini erlendis ef við skiljum þá bara eftir í skítnum og verðum svo glöð yfir að ekki fór illa hjá okkur.
mbl.is Brown hótar aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Þú ert nú aldeilis ekki sú eina sem er undrandi þessa stundina. Ég held að öllum sem hlustuð á Davíð í gærkvöldi hafi blöskrað.  Engin sjálfsgagnrýni, engin ábyrgð, vísindamenn um veröld alla eru vitleysingar, Davíð einn veit að lausn Seðlabankans var sú eina rétta.  Reyndar gaf han "félögum" sínum í Seðlabankanum smá kredit.  En þaðfór ekkrt á milli mála hver er lang flottastur, klárastur og bestur undir sólinni

Dunni, 8.10.2008 kl. 09:28

2 identicon

Davíð er sjálfumglaður lýðskrumari og gjörsamlega vanhæfur í því starfi sem hann nú gegnir.

Þetta var alveg skelfilegt viðtal  þar sem Davíð opinberaði yfirgripsmikla
vanþekkingu sína á peningamálum,  bankastarfsemi og á fjármálamörkuðum yfir
höfuð.

Það broslegasta við þetta viðtal var hinsvegar að hann eignaði sjálfum sér
allt  þar sem hann taldi að vel hafi tekist til með , en kenndi öðrum um
það sem miður hafði farið.


Allir sem gagnrýna störf hans eru hluti af stærri áróðursmaskínu gegn honum
(professorar við LSE og LBS sem dæmi) 
 

Hvorki ríkisstjórnin né seðlabankinn höfðu hugmynd um að þessar skuldbindingar hvað varðar Icesave væru fyrir hendi.  Þarna leiðir haltur blindann.  Þetta hefur gífurlega slæmar afleiðingar fyrir Ísland og íslendinga um ókomna framtíð. 

Fannar (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 09:31

3 Smámynd: Drífa Kristjánsdóttir

Ég varð alveg orðlaus við áhorf á viðtalinu við Davíð í Kastljósinu í gærkvöld Var að vona að ég væri að misskilja hann.  Hef alltaf haldið að það mikilvægasta sem maður eigi í erfiðleikum séu vinir.  Skil því ekki að seðlabankastjóri hendi erlendum vinum sínum fyrir borð til létta á fleytunni.  Hefði haldið að mikilvægara væri að halda öllum ræðurum og að hjálpast að.  Geir Haarde var glaður yfir hringingu Gordons vinar síns í gær en nú er Gordon reiður.

Drífa Kristjánsdóttir, 8.10.2008 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband