Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Til hamingju KR-ingar, frábært upphaf á leiktíð

Helgin hefur verið heltekin af fréttum um vandræði banka og íslenska ríkisins en sigur var hjá KR-ingum yfir Grindavík.  Þetta er bara byrjun á því sem koma mun á næsta leikári.  Fannar minn, fyrirliðinn var hjá okkur í gær, vildi losna við umfjöllun um bankana til að geta einbeitt sér að leiknum.  Sigurinn í höfn, flottir strákar, fleiri sigra.  Vona að ríkisstjórnin taki ykkur til fyrirmyndar og vinni sigra í sínum verkum. 
mbl.is KR-ingar fögnuðu alla helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sætur sigur á Keflvíkingum

Keflvíkingar hafa oft verið erfiðir.  Nú sýna KR-ingar að þeir eru bestir.  Áfram KR,  vinna Grindvíkingana á morgun...


mbl.is KR-ingar sterkari og komnir í úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar bölbænir, leitum tækifæranna og njótum þess sem við eigum. Hilmar Örn organisti kvaddur í Skálholti

Ég hef alveg haldið mér saman undanfarið.  Vil ekki leggja orð í belg, tala um hrakfarir, hrun, kreppu og annað sem klifað er á, allstaðar, alla daga.  Hef notað undanfarna daga í að njóta síðustu helgar, ylja mér við skemmtilegar minningar um síðustu tónleikana okkar í Skálholti þann 27. sept s.l. 

Kveðjutónleikarnir sem við héldum Hilmari Erni voru yndislegir.  Allir fluttu verk sín af mikilli gleði, kórarnir hans Hilmars og vinir kvöddu Hilmar Örn með mjög fallegum söng og miklum tónlistarflutningi og það var mikil vellíðan í Skálholti.  Í lok tónleikanna hafði Hilmar ákveðið að við myndum syngja fallega írska bæn sem flytja á í messulok.  Bænin er þýdd af Bjarna Stefáni Konráðssyni og er svona: 

Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag.  Megi sól lýsa þína leið,  megi ljós þitt skína sérhverrn dag.  Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér.

Á þessum orðum og söng enduðu tónleikarnir, úti á tröppum Skálholtskirkju, bænin sungin fyrir gesti á meðan þeir komu út úr kirkjunni.  Þessi uppákoma var óvænt, enginn hafði skipulagt hana, þetta gerðist bara að allir fóru út syngjandi og hljómsveitin fylgdi í kjölfarið.  Staðarhaldarar voru heima og hafa vonandi notið bænarinnar þótt þeir sæju sér ekki fært að koma á tónleikanan.  Söngurinn ómaði á hlaði Skálholts í a.m.k. 20 mínútur og bæn okkar barst um víðan völl.  Við trúum því að við verðum bænheyrð.

Skil ekkert í öllu volæðinu sem er blásið upp í fjölmiðlum.  Mín reynsla er að verkefnin eru til að fást við þau og leysa.  Áföll fela alltaf í sér ný tækifræri, það verður bara að leita þeirra og vinna í því að ná tækifærunum og láta þau verða til góðs.  Undanfarna viku hef ég notað í tiltekt heima hjá mér pussað silfrið og laðað fram glansinn.  Það lítur allt betur út en áður. Fannar sagði fyrir tveimur dögum:  "Mamma ef ég missi vinnuna þá flytjum við bara austur búum hjá ykkur og hjálpumst að. "  Það væri nú mjög gaman, best að ég biðji ekki neinna bölbæna svo hann missi ekki vinnuna, þótt mér þætti það bara gaman að fá þau til mín.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband