Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Loksins eru millifærslurnar rannsakaðar
20.5.2009 | 14:36
Ég er alveg viss um að inni í bankakerfinu, eru upplýsingar um millifærslur fjármagns sem ekki þóttu eðlilegar. Oft hafa komið upp slík mál í fréttum, bent á stór lán til eigenda bankanna o.fl. o.fl.
Ábendingar höfðu borist um það þegar fyrir áramót en náin tengsl samstarfsaðila og vináttu og fjölskyldubönd hafa örugglega latt þá sem vildu koma upp um vafasamar millifærslur. Svo vissu menn bara ekki hvernig átti að taka á slíkum ábendingum og örugglega enginn lagarammi fyrir hendi til að kæra menn. Gott að loksins skuli hafa verið fenginn fagaðili til að taka á málinu. Vonandi er það ekki of seint.
Rannsaka óeðlilegar millifærslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tröppurnar á Torfastaðakirkju standast ekki karla sem saga og brjóta og rífa upp gangstéttar
18.5.2009 | 10:22
Við Torfastaðahjón vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið þegar kl. 9:30 upphófst mikill hávaði, her manna mættur að kirkjunni og beytti steinsögum og sleggjum á kirkjutröppurnar. Þeir rifu líka upp gömlu stéttina og sú nýja er einnig undir. Sennilega tíu ungir karlar sem tala sumir framandi mál eru hér fyrir utan á tveimur bílum vopnaðir allskonar tækjum og tólum. Nú brjóta þeir og bramla. Þetta eru greinilega öflugir karlar að sunnan komnir til að taka til í kirkjugarðinum á Torfastöðum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ánægjuleg sjóðheit Eurovisionhelgi afstaðin. Ég þakka yndislega daga með fjölskyldunni.
18.5.2009 | 09:15
Helgin var afar ánægjuleg hjá mér. Veðrið sólríkt og heitt, í gær voru 18 stig hér í Tungunum. Líka í Reykjavík á meðan við dvöldum þar.
Fannar og Margrét buðu okkur í dásamlegan mat á laugardagskvöldið og við horfðum á Jóhönnu Guðrúnu preforma, svaka vel gert hjá henni, alveg óaðfinnanlegt. Svo fylgdumst við með stigagjöfinni og vorum stolt yfir að vera Íslendingar. Það er langt síðan hægt hefur verið að fyllast þjóðarstolti svo það var mjög gaman. Íslendingar áttu mikið að þakka Jóhönnu Guðrúnu þessa helgina. Stormur var mikill gleðigjafi eins og alltaf, leik við hvern sinn fingur yfir sönglagakeppninni.
Fórum og hittum Bíbí áður en við renndum okkur úr bænum, hún er á St. Jósefsspítala til rannsóknar. Verður vonandi komin heim innan nokkurra daga.
Sigga og Gunnar hafa verið í bústaðnum um helgina og við kölluðum á þau í mat á sunnudagskvöldið. Það var alveg ómögulegt að vera inni, svo við borðuðum í æðislegu veðri úti og sátum þar til tæplega 22:00 en þá vorum við að tapa sólinni bak við heiðina. Sigga dásamaði verðrið og benti á að enn væri bara 17. maí, þjóðhátíðardagur Norðmanna. Í tilefni af því var myndin tekin. 18 stiga hiti, sól og blíða í allan dag. Ummmm.
Gott svar hjá Jóhönnu þótt ég skilji ekkert hvað hún er að segja.
12.5.2009 | 00:52
Ég tek það fram að ég er samherji Jóhönnu og að ég styð hana heilshugar. Verð þó að segja að svar hennar um skattahlutfall 2005-2007 segir mér ekki mikið. Ég held að skattar verði miklu minni en 35% þetta árið nema að skattalögum verði breytt. Veltuskattar hljóta að verða miklu minni og útsvar og staðgreiðsla líka. Það þýðir að leggja þarf á nýja skatta. Hátekjuskatta og eignarskatta. Aukna neysluskatta auk einhverra skatta sem ........
Mörg okkar eru að reyna að standa okkur hafa ekki tekið þátt í tryllingnum sem hefur riðið yfir landi. Ég hef t.d. dregið úr neyslu eins og ég get, en með því greiði því minni neysluskatta. Það er í sjálfu sér tíveggjað fyrir samfélagið.
Ég skil ekki hagfræðina í því að negla okkur sem erum að reyna að standa okkur, upp við vegg og láta okkur hanga á horriminni, greiða litla veltu og neysluskatta. Legg því til að við reynum að auka veltuna og látum skattana koma inn í ríkissjóð og til sveitarfélaganna á þann hátt.
Ég bið stjórnvöld setja okkur heiðvirða íbúa landsins ekki alveg í klemmu sem við sjáum ekki hvernig við geutum komið okkur út og setja okkur þar að auki í skattaþrældóm. Eiganarskattur af venjulegum sparnaði var og er ósanngjarn. Fólk er skattlagt ef það eyðir ekki sparnaði sínum jafnóðum heldur leggur til hliðar og eykur eignir. Hvaða sanngirni er í því að skattleggja þá sem eyða ekki öllum sínum sparnaði í sumarferðir t.d. til útlanda?
Er eitthvert réttlæti í því að mismuna fólki sem leggur sparnað sinn til hliðar og gerir úr honum eignamyndun? Hvaða sanngirni er í því að leggja á þetta fólk eignarskatt?
Skattar svipaðir og 2005-2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðunum fækkað hjá eldri konum
11.5.2009 | 09:20
Svona til gamans og ykkur að segja þá skaut í huga minn að skoðanir eldri kvenna væru færri, en áður hafði verið, skoðunum eldri kvenna hefði fækkað.
Mér datt ekki í hug að það væri verið að fækka fjölda skoðana á eldri konum í krabbameinseftirliti fyrr en ég las greinina.
Skoðunum eldri kvenna fækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Veiðideild í Tungufljóti í Biskupstungum
27.4.2009 | 19:29
Á þriðjudaginn 21. apríl s.l. hélt Veiðifélag Árnessýslu aðalfund sinn. Þar var tekin fyrir ósk landeigenda og veiðiréttarhafa í Tungufljóti, neðan fossins Faxa þess efnis að fá að stofna veiðideild í Veiðifélagi Árnesinga. Óskin var samþykkt og nú er unnið hörðum höndum við að stofna deildina.
Í dag var ég á yfirreið með Árna. Við hittum ýmsa landeigendur sem hafa áhuga á að gera Tungufljót að mikilli laxveiðiá. Dagurinn var hreint dásamlegur, veiðisvæði skoðuð, einkum neðan Tungufljótsbrúar. Árni var yfir sig hrifinn í yfirferð okkar. Hann fann marga framtíðar veiðistaði í ánni svo við komum glöð heim. Áætlanir um að gera ána að einni af stærstu laxveiðiá landsins eru í vinnslu og líta vel út. Spennandi tími framundan fyrir alla hagsmunaaðila.
Samfylkingin í forystu
26.4.2009 | 09:46
Ég er mjög glöð yfir niðurstöðu kosninganna. Skilaboðin eru skýr aðildarviðræður við ESB eru á dagskrá og vonandi berum við gæfu til að bregðast hratt við, ekki veitir af. Á vef Samfylkingarinnar er flott grein eftir Ingibjörgu Sólrúnu sem ég mæli með að fólk lesi. Þar kemur fram hvað hún hefur verið gert í utnaríkisráðherratíð sinni til að undirbúa aðildarviðræðurnar. http://www.samfylkingin.is/Fréttirnar/articleType/ArticleView/articleId/357/Kjosum-Evropu/
27 nýir þingmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skýr skilaboð frá Samfylkingunni um ESB
20.4.2009 | 21:34
Evrópustefnan verði á hreinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afréttirnir teknir af bændum á Íslandi
18.4.2009 | 09:30
Þjóðlendulögin fara hljótt þessa dagana en Sjálfstæðismenn og Framsókn höfðu forgöngu um að taka lönd og afréttina af íslenskum bændum, jafnvel þótt afsöl væru til fyrir þessum löndum. Grímsnesingar höfðu makaskipti við ríkið um land, fengu Skjaldbreið, en svo tók ríkið það bara af þeim, setti lög og tók landið, þrátt fyrir eldri samninga.
Um allt land hefur ríkið svipt bændur og sveitarfélög landi sem var í þeirra eigu. Svo tala menn um spillingu í Kína. Lítum bara í eigin barm.
Stálu 515 milljörðum króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttablaðið hætt að koma á Selfoss og í Uppsveitirnar.
18.4.2009 | 09:11
Undanfarnar vikur hefur Fréttablaðið verið ófáanlegt fyrir okkur íbúa Árnessýslu. Bjarnabúð fékk blaðið og þangað sóttum við það. Nú er ekkert blað í Bjarnabúð, kemur ekki þangað. Ég ætlaði að redda mér blaði á Selfossi en fékk ekkert. Það er ekki borið út til íbúa og fæst ekki í blaðsölubúðum eftir kl. 7:30 á morgnanna.
Hafa auglýsendur í blaðinu verið upplýstir um að Fréttablaðið berst ekki til íbúa Árnessýslu?