Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þjóðinni allri stillt upp við vegg Endurskoðun AGS bíður, Guðfríður Lilja lætur ekki stilla sér upp við vegg.
29.7.2009 | 14:32
Mig langar sannarlega ekki að hnýta í neinn en ég er mjög hissa á henni Guðfríði Lilju. Hún tekur stórt uppí sig lætur ekki stilla sér upp við vegg kærir sig kollótta á meðan þjóðin er í hengingaról. Fyrirtæki verða gjaldþrota og almenningur er settur upp við vegg þarf að bera byrðar vegna vanhæfra stjórnvalda sem létu allt reka á reiðanum að feigðarósi og þjóðin borgar brúsann. Nú bíður bara endurskoðun Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins eftir að hinu háa Alþingi. RÚV hefur eftir Guðfríði Lilju að mikilvægast sé að sem flestir í þinginu geti sætt sig við Icesave samninginn. Hitt má bara bíða........ Já ég er aldeilis hissa.
Úr frétt RÚV í gær: Endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður að fá að hafa sinn gang, óháð því hvenær Alþingi afgreiðir Icesave samkomulagið. Þetta segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Hún segist ekki ætla láta stilla sér upp við vegg með málið.
Þingflokkur Vinstri grænna hittist í kvöld, meðal annars til að fara yfir stöðuna hvað Icesave samningin varðar og afgreiðslu þingsins á ríkisábyrgð vegna hans en málið er nú til meðferðar í fjárlaganefnd. Skiptar skoðanir eru innan þingflokksins á málinu. Guðfríður segir marga þingmenn Vinstri grænna hafa efasemdir um þetta mál og óvíst að þeir styðji frumvarpið eins og það er nú; fyrirvara verði að gera við það.
Endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsaðstoð fyrir Íslendinga gæti verið háð afgreiðslu Icesave samkomulagsins - nú er útlit fyrir að þessari endurskoðun verði frestað enn eina ferðina. Formaður Vinstri Grænna, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra sagði í fréttum í dag að sú frestun yrði bagaleg. Guðfríður segir að þessi tímasetning hafi ekki áhrif á sig; hún láti ekki stilla sér upp við vegg í þessu máli. Mikilvægara sé að ná niðurstöðu í Icesave málinu sem þingið og þjóðin geti lifað við. Fari það svo að Icesave seinki afgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á endurskoðun efnahagsaðstoðar, þá verði svo að vera. Mikilvægast sé að sem flestir á þinginu geti sætt sig við hann.
Gleðilegt að slysum á börnum fækkar.
23.7.2009 | 14:18
Herdis Storgaard, forstöðumaður Forvarnarhússins hefur oft verið illa liðin, vegna eftirgengni hennar og ábendinga á hættum sem börnum er búin hér á Íslandi. Nú sést svart á hvítu hverju starf hennar hefur skilað. Húrra fyrir henni.
Ísland með hæstu einkunn í slysavörnum barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hitinn komst í 20.5 gráður á Hjarðarlandi í Biskupstungum
27.6.2009 | 10:27
Hitastig ekki í 23 gráður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skálholtskór flytur Brynjólfsmessu Gunnars Þórðarsonar í Berlín
25.6.2009 | 12:31
Tungufljót lofar líka góðu
20.6.2009 | 09:39
Veiðar hafnar í Elliðaám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Æfing Skálholtskórs í Berlín í Getshemanekirkjunni 6.6.2009
11.6.2009 | 08:11
Ég tók engar myndi sjálf í Getshemanekirkjunni en hér er mynd frá Páli Skúla af æfingunni. Þarna er Skálholtskórinn ásamt kirkjukór Elisabetar. Í honum voru um 110 manns. Svo er þarna líka barnakórinn hennar, það hafa verið um 50 börn. Alls eru því samankomnir um 180 söngvarar til að flytja íslenskt tónverk. Verið var að æfa Brynjólfsmessu Gunnars Þórðarsonar en hana fluttum við til Berlinan. Fluttum þannig út kirkjutónlist Gunnars Þórðarsonar og Gunnar Þórðarson var með, höfundurinn sjálfur. Það þótti Berlínarbúum og auðvitað okkur líka, alveg æðislegt.
Brynjólfsmessa Gunnars Þórðar, var frumflutt fyrir þremur árum síðan af Skálholtskór, kór Keflavíkurkirkju og kór Grafarholtskirkju. Nú hefur Brynjólfsmessa verið flutt í Getshemanekirkjunni í Berlín og það var Skálholtskór og Hilmar Örn Agnarson sem voru forsprakkar þess. Við klöppum okkur á bakið fyrir það.
Skálholtskór upplýsti sendiherra Íslands í Berlín í byrjun árs, um að við yrðum með stóra tónleika í Berlín og auðvitað vonuðum við að sendiherran sýndi okkur þann sóma að bjóða okkur til sín en það gekk ekki eftir. Vorum ansi vonsvikin yfir því, enda töldum við okkur hafa vel til unnið að fá klapp á bakið frá íslenskum yfirvöldum. En þeir virðast ekki sjá gildi þess að útrás Íslendinga sé með þessum hætti þ.e. í formi þess að flytja út menningu og list frá Íslandi. Það verður ekkert hrun hjá okkur enda skuldsetjum við engan nema e.t.v. okkur sjálf í útrás okkar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skálholtskórinn í Berlín
10.6.2009 | 23:00
Við Óli vorum að koma frá Berlín. Skálholtskórinn fór með elskulegum stjórnanda sínum honum Hilmari Erni Agnarssyni. Ferðin var ákveðin í september 2008, stuttu eftir kveðjutónleika sem haldnir voru fyrir Hilmar í Skálholti rétt fyrir bankahrunið Smá peningur var til í sjóði, sem kórinn hafði safnað og ákveðið var að eyða honum, enda hefur kórinn formlega verið lagður niður. Enginn nýr kór hefur verið stofnaður í Skálholti enda enginn organisti kominn til starfa svo við sungum undir okkar gamla nafni.
Elísabeth hin austurþýska, kórstjóri og góð vinkona Hilmars tók á móti okkur með miklum virtum. Á flugvellinum mættum við nokkrum kórmeðlimum frá hennar kór og þær leiddu okkur til hótels okkar í lestum og sporvögnum, seint á fimmtudagskvöldinu. Holiday Inn hið fínasta hótel.
Föstudeginum var eytt í að kynnast Berlin aðeins, sumir fóru undir leiðsögn þýskara aðrir lögðu sig eftir að læra á samgöngukerfið, svo þeir kæmust leiðar sinnar.
Á laugardeginum var æft í Getshemanekirkjunni. Á æfingunni áttuðum við okkur á hve verkefni okkar og Elísabetar var stórkostlegt. Skálholtskórinn hafði 25 söngvara, kór Elisabetar 100 manns og hljómsveitin 20 manns. Okkur fylgdu bestu hljóðfæraleikarar landsins, Hjörleifur Valsson, Þorkell, Kári Þormar og Ásgeir pákuleikari.
Tónleikarnir voru svo haldnir kl. 17:00. Kórarnir fluttu saman Berlínarmessu eftir Arvo Pärt og Brynjólfsmessu eftir okkar ástsæla Gunnar Þórðarson. Auk þess söng Skálholtskórinn tvö íslensk lög milli messuflutninganna. Freyja G klarinettuleikari og íbúi í Berlín lék með hljómsveitinn þrjá klarinettukonserta og svo var nú punkturinn yfir i-ið sá að Gunnar Þórðarson og frú voru með okkur. Það þótti áheyrendum mjög skemmtilegt.
Ég skrifa meir um ferðina næstu daga.
Skattahækkanir fjármálaráðherra
29.5.2009 | 16:47
Ég fékk mikið svartsýniskast á leiðinni í vinnuna í morgun þegar ég heyrði að ráðherra hefur ákveðið að leggja á eldsneytisskatt. Olían mun hækka um rúmar 12 krónur líterinn að sögn Runólfs form. FÍB.
Þetta hlýtur að þýða það að fólk heldur í við sig varðandi ferðalög í sumar. Ég ætla allavega ekki að aka um landið og eyða þannig peningum sem ekki eru til. Nú verður maður bara heima, reynir að bíða af sér storminn. En hvað þýðir það fyrir þjóðarbúið ef fólk minnkar mikið við sig í eldsneytiseyðslu. Jú ferðaþjónustan verður ekki eins mikil og vonir hafa staðið til. Velta þjóðarbúsins minnkar. Veltuskattar minnka og þar með tekjur þjóðarbúsins af veltusköttum. Hverslags hugsun er það að hækka á almúgann neysluskatta? Gera hagfræðingar sér ekki grein fyrir því að þá er líklegt að veltuskattar lækki. Tekjur ríkisins minnki.
Fólk eins og ég, sem aldrei vill skulda neinum neitt, stendur sig eins vel og það getur er ofurselt ástandinu eins og allir aðrir. Hverlags djöfulsins staða er þetta eiginlega? Fyrirgefið orðbragðið. Nú og svo var verið að tala við formann læknafélagsins og hún fullyrti að landflótti yrði í læknastétt. Auðvitað koma læknar menntaðir erlendi ekki heim í þetta andstyggðar óvissuástand.
Svo verðum við örugglega sett í það helsi að settir verða á okkur eignaskattar. Þá getur maður sig ekki hrært, ekki selt neitt en verður að greiða ríkinu fyrir að hafa verið sparsamur og að hafa eytt ævistarfinu í að nurla sér saman fyrir jörð, sem nú er óseljanleg nema e.t.v. á brunaútsölu.
Já lífið á Íslandi er ekki spennandi þessa dagana þó ég eigi ekki að kvarta, enda aldrei tekið rándýr neyslulán. Finnst nú nóg samt.
Bensínið aldrei dýrara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tungufljótsdeild stofnuð í Veiðifélagi Árnesinga
27.5.2009 | 18:57
Í gærkvöld þann 26. maí 2009, samþykktu veiðirétthafar í Tungufljóti að stofna veiðideild í Veiðifélagi Árnesinga. Eftirfarandi var samþykkt:
Veiðiréttarhafar í Tungufljóti, frá fossinum Faxa að ármótum Hvítár (26 jarðir) samþykkja að stofnuð verði veiðideild (Tungufljótsdeild) í Veiðifélagi Árnesinga.Fyrir fundinum lá einnig tillaga að samþykktum fyrir Tungufljótsdeild en hún fékkst ekki samþykkt það vantaði tvö atkvæði uppá að 2/3 hlutar veiðirétthafa segðu já við samþykktunum. Mér fannst mjög sérkennilegt að þegar fyrir liggur að deildin sé orðin til, þá geti fólk ekki samþykkt lög fyrir deildina. Á meðan samþykktir eru ekki til þá hefur stjórnin ekki möguleika á að leigja ána út hvað þá að geta gert ræktunaráætanir og slíkt. En við höldum bara annan fund fljótlega og þá þarf ekki nema helming atkvæða til að samþykkja samþykktirnar. Þetta tefur málið aðeins en ekki mikið.
Vilhjálmur Einarsson skammaði mig fyrir að áin er í útleigu. Hann virðist ekki gera sér grein fyrir því að undirbúningsnefndin hefur ekki haft neitt umboð til að semja um neitt varðandi veiðimál í Tungufljóti. Undirbúningsnefndin hefur einungis haft það verkefni að búa til löggiltan félagsskap um Tungufljótið neðan fossins Faxa, annað hefur ekki verið verkefni hennar. Ég benti fundarmönnum á að úr því að samþykktirnar náðu ekki í gegn, þá hefur stjórn veiðideildarinnar mjög takmarkað umboð til að taka á málum í Tungufljóti. Getur ekki samið um veiði í ánni, fiskirækt, né neitt annað. En það kemur fljótlega, þegar samþykktir fyrir Tungufljótsdeild hafa verið samþykktar. Við tökum okkur svona hálfan mánuð í það.