Loksins eru millifærslurnar rannsakaðar

Ég er alveg viss um að inni í bankakerfinu, eru upplýsingar um millifærslur fjármagns sem ekki þóttu eðlilegar.  Oft hafa komið upp slík mál í fréttum, bent á stór lán til eigenda bankanna o.fl. o.fl. 

Ábendingar höfðu borist um það þegar fyrir áramót en náin tengsl samstarfsaðila og vináttu og fjölskyldubönd hafa örugglega latt þá sem vildu koma upp um vafasamar millifærslur.  Svo vissu menn bara ekki hvernig átti að taka á slíkum ábendingum og örugglega enginn lagarammi fyrir hendi til að kæra menn.  Gott að loksins skuli hafa verið fenginn fagaðili til að taka á málinu.  Vonandi er það ekki of seint.  


mbl.is Rannsaka óeðlilegar millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta hljómar vel og ég vil trúa því að eitthvað sé að gerast. En ég er sannfærður að það sé búið að setja saman lista yfir þá sem Kroll má ekki rannsaka

Finnur Bárðarson, 20.5.2009 kl. 15:00

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kallarðu vitleysingana sem klúðruðu gjörsamlega öryggismálum í WTC þann 9/11 2001, fagaðila? Það er álíka langsótt og að kalla íslensku bankana stönduga!

Guðmundur Ásgeirsson, 20.5.2009 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband