Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Skaðabæturnar allt of lágar
17.4.2009 | 15:32
Geðsjúkur maður nauðgaði 12 ára dreng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
KR-ingar unnu meistaratiltilinn í kvöld
14.4.2009 | 01:00
Leikurinn var hroðalega spennandi í kvöld. Ég ætlaði að vera heima en fékk ekki og fór því og horfði á allan leikinn. KR-ingar yfir allan tímann en misstu forskotið á síðustu mínutu leiksins. Mig langaði hreint ekki að horfa á síðustu mínútu leiksins en gerði það samt. Þvílík spenna, en þeir náðu að sigra.... Fannar náði boltanum á ögurstundu. Úfff. Æði.
Mér finnst gaman að hafa farið suður og fylgst með leiknum í beinni var á staðnum. Til hamingju strákar, þið voruð betri og unnuð. Auðvitað er ég hlutdræg en það er líka allt í lagi. KR vann........ Til hamingju.
Fannar: Kom í ljós hve breiðan hóp við erum með | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Veðrið er mjög fallegt í dag, heldur kaldara en í gær en sólin skín og fuglasöngurinn er mikill. Þvílíkur vorboði. Páskarnir halda innreið sína. Í gær kom Bíbí með Gunnari, Siggu og Kára. Við borðuðum öll saman og horfðum svo á framboðsfund í sjónvarpinu.
Í morgun fékk ég yndislega kveðju frá fóstursyni sem ég hef ekki heyrt í lengi. Hann sagði m.a.: ég hefdi átt að vera löngu búinn að hafa samband, þykir ofsa vænnt um ykkur takk fyrir yndislegan tima sem þið gáfuð mér."
Það er mikil gjöf að fá svona skeyti, yljar okkur um hjarta og nærir. Þá veit ég að það var einhvers virði fyrir þá sem hér dvöldu hjá okkur að njóta samvista við okkur, allavega sum þeirra. Við vorum oft mjög hreykin af fósturbörnum okkar, framförum þeirra og sigrum.
Kosningastyrkir til Sjálfstæðisflokksins
9.4.2009 | 09:03
Mér finnst fyndið að hlusta á frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins tala um að þeir hafi haft forgöngu um að opna á og leggja fram lög um framlög til flokkanna í byrjun árs 2007. Samkvæmt mínu minni, þá var það Kvennalistinn sem fyrstur flokka reyndi að fá stjórnmálaflokka til að opna kosningabókhald sitt, og lagði oft fram tillögur þar að lútandi. Samfylkingin hefur haldið því verki áfram, komið með tillögur á hinu háa Alþingi um að kosningabókhald flokkanna sé opið á hverjum tíma.
Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði alltaf slíkum tillögum, ég man mjög vel eftir því hvað Davíð gekk hart fram í því máli, ljáði því aldrei máls að unnið væri fyrir opnum tjöldum og Framsóknarmenn studdu heldur aldrei að fólk fengi upplýsingar um hvað þeir eyddu í kosningabaráttunni.
Nú reyna menn að klóra yfir skítinn sinn með því að hreykja sér af því að lög voru samþykkt í byrjun árs 2007 um m.a. hámarksupphæðir sem fyrirtæki mega gefa í kosningasjóði flokkanna. Ja svei.
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Áfram KR, vinna Grindvíkingana!!!!!
6.4.2009 | 16:21
Friðrik þjálfari Grindvíkinga virðist ekki sigurviss með hálfa menn í liði Grindvíkinga. Ég vona að KR-ingar séu allir heilir og einbeiti sér að því að sigra leikinn. Áfram KR.....
Friðrik lét hafa eftir sér í Mbl.is: Allir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn nema Páll Axel Vilbergsson. Hann er bara svona 50% eins og í fyrsta leiknum og nýtist okkur auðvitað ekki eins og ef hann væri alveg heill. En ætli við reynum ekki að þjösnast eitthvað á honum í kvöld, sagði Friðrik.
KR-ingar léku miklu betur í fyrsta leik liðanna, voru 10 - 15 stigum yfir fyrstu þrjá leikhlutana. Hlakka til að fylgjast með leiknum á eftir.
Friðrik: Mikilvægt að vinna í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Húrra fyrir KR-ingum, fyrsti leikurinn unninn
6.4.2009 | 15:55
Ég byrjaði aðeins að skrifa um KR inga og sigur þeirra á laugardaginn var en var trufluð og lauk ekki verkinu. Í kvöld er annar leikur KR- og Grindavíkur. Ég vona auðvitað að KR-ingar vinni.
Fannar minn stóð sig frábærlega í leiknum á laugardaginn, var stigahæstur KR-inga með 22 stig. Helgi var einnig með 22 stig. Fannar átti líka mjög góðan varnarleik. Ég vona að KR TV sýni leikinn í kvöld, mig langar svo að fylgjast með mínum mönnum þótt ég sitji heima á Torfastöðum. Ef þeir sýna ekki leikinn þá get ég allavega fylgst með framvindu leiksins hjá http://www.kki.is
KR komst í 1:0 gegn Grindavík í Frostaskjóli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hamingjnu með afmælið elsku vinur, Sigurður Ragnarsson.
31.3.2009 | 22:46
Elskulegur vinur okkar og fyrrum samstarfsmaður og sambúðarmaður, Sigurður Ragnarsson, á stórafmæli í dag, orðinn virðulegur maður eins og hann hefur reyndar alltaf verið. Við Óli óskum þér, elsku Siggi, ynnilega til hamingju með afmælið. Inga fær líka ástarkveðju og við söknum ykkur mjög hér á Torfastöðum. En það má nú vissulega bæta úr því. Funi, Dagur og fjölskyldur, Logi og Máni fá saknaðarkveðjur frá Torfastaðafjölskyldunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
KR og Grindavík munu leika til úrslita.
31.3.2009 | 21:38
Grindavík leikur til úrslita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hræðileg færð á Biskupstungnabraut
30.3.2009 | 18:59
Eftir að Landsfundi Samfylkingarinnar lauk í gær, ók ég eins og leið lá heim og varð mjög undrandi á ástandi Biskupstungnabrautar. Mikið snjólag var á veginum og augljóst að það hafði ekki verið hreinsað nema e.t.v lítillega, þegar snjóaði heldur fengið að safnast á veginn og bifreiðar höfðu þjappað mjög mikið snjóalag á veginum. Það var alveg hroðalega hált og ljóst að ekki yrði hægt að ná upp snjónum nema með meiriháttar aðgerðum, miklum saltburði og svo veghefli.
Á undanförnum árum hefur Vegagerðin staðið sig ágætlega í að hreinsa Biskupstungnabrautina, enda afar mikilvægt, því umferð ferðamanna er alveg óskaplega mikil, fyrir utan umferð af völdum okkar, íbúa Uppsveitanna. En í gær horfði málið allt öðru vísi við því svo mikill þjappaður snjór var á veginum að augljóst var að það næðist ekki að skafa hann af með hefðbundnum aðferðum.
Ég er því ekki hissa á því að fjórir árekstrar bifreiða hafi orðið á veginum Biskupstungnabraut. Það er þó bót í máli að fólk hefur ekki slasast illa í þessum árekstrum.
Fjórir árekstrar á Biskupstungnabraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Of seint í rassinn gripið
25.3.2009 | 14:15
Verðmæt íslensk frímerki á uppboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |