Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Bloggleti á Torfastöðum

Ég hef ekki skrifað neitt hér í tvær vikur.  Það hefur verið svo mikið að gera og gaman.  Uppúr stendur afmælisboð þann 30. apríl, sem við fengum frá Páli og Steinunni.  Þau buðu fljöskyldunni í Perluna og við áttum þar saman mjög skemmtilegt kvöld, góður matur og svo kom Gunnar sonur þeirra óvænt heim.  Enginn átti von á því.

Ég gekk í Hlíðaskóla 13 og 14 ára, í 1. og 2. bekk.  Nokkrir hressir og framtakssamir samnemendur mínir þar kölluðu árganginn saman og hittumst við á föstudagskvöldið.  Ég var alveg ákveðin í að mæta, en fann að ég var að verða lasin á föstudeginum.  Lét það ekki á mig fá, dreif mig á samkomuna og ég sé ekki eftir því.  Hitti þarna fólk sem mér hafði þótt mjög vænt um á unglingsárum mínum og ber enn mjög hlýjar tilfinningar til.  Verst að ég tók ekki myndir en ég vona að aðrir setji myndir á síður hjá sér, þá get ég e.t.v. stolist í þær.  E-bekkurinn mætti mjög vel aðeins örfáir sem ekki komu.  Mjög ánægjulegt og ég er fegin að ég gaf ekki eftir að fara þó ég fyndi að ég væri komin með hita.

Hef verið veik alla helgina.  Mikill hiti, hálsbólga og kvef. 

Fannar og Stormur komu austur, Margrét er að leggja lokahönd á ritgerðina sína og vill gjarnan frá frí frá syninum.  Eldur og Guðrún mættu líka.  Mig langaði auðvitað að elda þótt erfitt væri vegna lasleika.  Gerði það og maturinn var hafðbundin Torfastaðamáltíð.  Fyrr um daginn höfðu Eldur og Fannar hjálpað pabba sínum að skilja hryssurnar að frá tryppunum.  Tryppin fóru niður í brennu en hryssurnar standa hér fyrir neðan og eru í alltaf sjónmáli þar sem þær eru fylfullar. 

Tvær hryssur köstuðu á föstudaginn  Mardöll og Sýrný, báðar með vindóttar hryssur undan Goðreki frá Torfastöðum.  Ég set inn myndir af þeim þegar ég hressist.  Randalín var hjá Huginn frá Haga kom heim í gær. 

Ég er enn að vinna í undirbúningi á stofnfundi Tungufljótsdeildar en ég ætla að boða til fundar þann 26. maí n.k.

 


KR-ingar unnu meistaratiltilinn í kvöld

Leikurinn var hroðalega spennandi í kvöld.  Ég ætlaði að vera heima en fékk ekki og fór því og horfði á allan leikinn.  KR-ingar yfir allan tímann en misstu forskotið á síðustu mínutu leiksins.  Mig langaði hreint ekki að horfa á síðustu mínútu leiksins en gerði það samt.  Þvílík spenna, en þeir náðu að sigra.... Fannar náði boltanum á ögurstundu.  Úfff.  Æði.

Mér finnst gaman að hafa farið suður og fylgst með leiknum í beinni var á staðnum.  Til hamingju strákar, þið voruð betri og unnuð.  Auðvitað er ég hlutdræg en það er líka allt í lagi.  KR vann........  Til hamingju.


mbl.is Fannar: Kom í ljós hve breiðan hóp við erum með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram KR, vinna Grindvíkingana!!!!!

Friðrik þjálfari Grindvíkinga virðist ekki sigurviss með hálfa menn í liði Grindvíkinga.  Ég vona að KR-Imageingar séu allir heilir og einbeiti sér að því að sigra leikinn. Áfram KR.....

Friðrik lét hafa eftir sér í Mbl.is:  Allir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn nema Páll Axel Vilbergsson. „Hann er bara svona 50% eins og í fyrsta leiknum og nýtist okkur auðvitað ekki eins og ef hann væri alveg heill. En ætli við reynum ekki að þjösnast eitthvað á honum í kvöld,“ sagði Friðrik.

KR-ingar léku miklu betur í fyrsta leik liðanna, voru 10 - 15 stigum yfir fyrstu þrjá leikhlutana.  Hlakka til að fylgjast með leiknum á eftir.


mbl.is Friðrik: Mikilvægt að vinna í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra fyrir KR-ingum, fyrsti leikurinn unninn

Ég byrjaði aðeins að skrifa um KR inga og sigur þeirra á laugardaginn var en var trufluð og lauk ekki verkinu.  Í kvöld er annar leikur KR- og Grindavíkur.  Ég vona auðvitað að KR-ingar vinni. 

Fannar minn stóð sig frábærlega í leiknum á laugardaginn, var stigahæstur KR-inga með 22 stig.  Helgi var einnig með 22 stig. Fannar átti líka mjög góðan varnarleik.  Ég vona að KR TV sýni leikinn í kvöld, mig langar svo að fylgjast með mínum mönnum þótt ég sitji heima á Torfastöðum.  Ef þeir sýna ekki leikinn þá get ég allavega fylgst með framvindu leiksins hjá http://www.kki.is


mbl.is KR komst í 1:0 gegn Grindavík í Frostaskjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingjnu með afmælið elsku vinur, Sigurður Ragnarsson.

Elskulegur vinur okkar og fyrrum samstarfsmaður og sambúðarmaður, Sigurður Ragnarsson, á stórafmæli í dag, orðinn virðulegur maður eins og hann hefur reyndar alltaf verið.  Við Óli óskum þér, elsku Siggi, ynnilega til hamingju með afmælið.  Inga fær líka ástarkveðju og við söknum ykkur mjög hér á Torfastöðum.  En það má nú vissulega bæta úr því.  Funi, Dagur og fjölskyldur, Logi og Máni fá saknaðarkveðjur frá Torfastaðafjölskyldunni.


KR og Grindavík munu leika til úrslita.

Grindvíkingar unnu Snæfellinga í kvöld.  Ég óska Grindvíkingum til hamingju.  Nú liggur fyrir hverjir há lokabaráttu um Íslandsmeistaratitil karla í körfunni í ár.  Ég stend auðvitað með mínum mönnum KR-ingum og hlakka til að fylgjast með þeim.  Mun styðja þá í baráttunni en hef miklar áhyggjur af spenningnum sem því fylgir því mér finnst hann mjög óþægilegur.  En við því er ekkert að gera spenningurinn er fylgifiskur baráttunnar, þegar tvö góð lið mætast í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn.
mbl.is Grindavík leikur til úrslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðileg færð á Biskupstungnabraut

Eftir að Landsfundi Samfylkingarinnar lauk í gær, ók ég eins og leið lá heim og varð mjög undrandi á ástandi Biskupstungnabrautar.  Mikið snjólag var á veginum og augljóst að það hafði ekki verið hreinsað nema e.t.v lítillega, þegar snjóaði heldur fengið að safnast á veginn og bifreiðar höfðu þjappað mjög mikið snjóalag á veginum.  Það var alveg hroðalega hált og ljóst að ekki yrði hægt að ná upp snjónum nema með meiriháttar aðgerðum, miklum saltburði og svo veghefli. 

Á undanförnum árum hefur Vegagerðin staðið sig ágætlega í að hreinsa Biskupstungnabrautina, enda afar mikilvægt, því umferð ferðamanna er alveg óskaplega mikil, fyrir utan umferð af völdum okkar, íbúa Uppsveitanna.  En í gær horfði málið allt öðru vísi við því svo mikill þjappaður snjór var á veginum að augljóst var að það næðist ekki að skafa hann af með hefðbundnum aðferðum. 

Ég er því ekki hissa á því að fjórir árekstrar bifreiða hafi orðið á veginum Biskupstungnabraut.  Það er þó bót í máli að fólk hefur ekki slasast illa í þessum árekstrum. 


mbl.is Fjórir árekstrar á Biskupstungnabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tungnaraddir æfa á Torfastöðum, 24. mars 2009.

Tungnaraddir,stjórnandinn Hilmar Örn, Óli, Camilla og Helga.Það var gaman á Torfastöðum í gær.  Raddæfingar karla hófust kl. 18:00.  Mig grunaði að Hilmar og Bubba, væru svöng eftir langa ferð austur, svo ég dreif í að gera lauksúpu.  Hún heppnaðist vel og karlarnir nutu allir góðs af.  Konurnar mættu kl. 20:00 mettar og hressar svo þær fengu bara kaffi og æðislega hafraköku að hætti Bubbu. 

Kórfélögum hefur blöskrað verðlag á æfingaraðstöðu í Aratungu, kostar kr. 22.000,- æfing sem stendur frá 20:00 - 22:30 og því var ákveðið að æfa á Torfastöðum enda kostar það ekkert.  Reyndar hafa ýmsir velviljaðir aðilar boðið okkur fría æfingaraðstöðu.  GnúpGísli, Páll, Bragi, Bubba, Ingibjörg, Helga, Þrúða, Tobba (situr) og Ósk.verjar buðu okkur að koma til sín á laugardaginn kemur í æfingabúðir.  Auk húsnæðis ætluðu þeir að bjóða okkur súpu í hádeginu.  Þær áætlanir breyttust, enda var kórinn beðinn um að syngja við 3ju jarðaförina í þessum mánuði.  Æfingin verður því í Skálholtskirku á laugardaginn og svo syngur kórinn við jarðarför Magnúsar Sveinssonar, sem ættaður var frá Miklaholti, en hann bjó á Norðurbrún í Reykholti á árum áður.

Í gærkvöld voru raddæfingar fyrir Berlínarferð.  Við erum að læra Berliner Messe eftir Arvo Part, mjög sérstakt verk, sem flutt verður af okkur og þýskum kór í Berlin í byrjun júní n.k.  Svo verður Brynjólfsmessa eftir Gunnar Þórðarson líka flutt í Berlín en við þekkjum það verk og höfum flutt áður.


Björt á afmæli í dag 2. mars.

Ég óska Björt minni til hamingju með afmælið.  Hún fæddist á Fæðingarheimilinu fyrir 26 árum síðan.  Ég varð mjög undrandi að eignast stúlku hélt alltaf að ég væri með dreng undir belti, og svo var hún dökkhærð með mikið hár og heljar bolla, bara 51 cm að lengd en 17 merkur og auðvitað fannst okkur hún mjög falleg. 

Við höfðum áhyggjur af að eldri bróðir hennar yrði afbrýðissamur enda búinn að njóta fjölskyldunnar einn með óskipta athygli allra.  Þetta voru óþarfa áhyggjur drengurinn gerði engar athugasemdir við nýja systur sína en vildi velja annað nafn á hana þegar hún var skírð.  26 ár liðin og Björt hefur verið okkur til yndis og ánægju.  Til hamingju elskan.


Gautrekur frá Torfastöðum og Drífa unnu Vetrarmót Loga í dag.

Í dag kepptum við Gautrekur frá Torfastöðum, saman í fyrsta sinni, og við unnum.  Ég ætlaðGautrekur og Drífa sigurvegarar1.3. 2009i ekki að keppa en fékk hvatningu frá fjölskyldunni og fór því með Gautrek minn.  Við höfum þjálfað okkur saman síðan í vetur.  Hann þurfti að þyngjast og auka vöðvamassa og ég hef notið þess að þjálfa mig og hann eftir að ég náði mér eftir slysið í fyrra.  Nú erum við bæði í góðu formi og unnum okkar flokk.  Það var mjög skemmtilegt og alveg óvænt fyrir mig.  Ég geri aldrei ráð fyrir að vinna í hestakeppnum.  Finnst ég fyrst og fremst góð í að undirbúa hross og þjálfa þau upp, en svo geta aðrir keppt á hrossunGautrekur tekur á móti 1. verðlaunum 1.3. 2009um og sýnt þau fyrir mig.

Viðar Ingólfsson hefur reyndar tekið að sér að þjálfa Gautrek næstu vikur og e.t.v. alveg fram á vor og gerir það af meiri fagmennsku en ég, og því verður spennandi að sjá hvaða árangri þeir munu ná.

Jón kokkur (K.B. Sigfússon) sendi mér þessar fínu myndir sem ég leyfi mér að setja hér á bloggið mitt. Hjartans þakkir fyrir myndirnar Jón.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband