Hræðileg færð á Biskupstungnabraut

Eftir að Landsfundi Samfylkingarinnar lauk í gær, ók ég eins og leið lá heim og varð mjög undrandi á ástandi Biskupstungnabrautar.  Mikið snjólag var á veginum og augljóst að það hafði ekki verið hreinsað nema e.t.v lítillega, þegar snjóaði heldur fengið að safnast á veginn og bifreiðar höfðu þjappað mjög mikið snjóalag á veginum.  Það var alveg hroðalega hált og ljóst að ekki yrði hægt að ná upp snjónum nema með meiriháttar aðgerðum, miklum saltburði og svo veghefli. 

Á undanförnum árum hefur Vegagerðin staðið sig ágætlega í að hreinsa Biskupstungnabrautina, enda afar mikilvægt, því umferð ferðamanna er alveg óskaplega mikil, fyrir utan umferð af völdum okkar, íbúa Uppsveitanna.  En í gær horfði málið allt öðru vísi við því svo mikill þjappaður snjór var á veginum að augljóst var að það næðist ekki að skafa hann af með hefðbundnum aðferðum. 

Ég er því ekki hissa á því að fjórir árekstrar bifreiða hafi orðið á veginum Biskupstungnabraut.  Það er þó bót í máli að fólk hefur ekki slasast illa í þessum árekstrum. 


mbl.is Fjórir árekstrar á Biskupstungnabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband