Bloggleti á Torfastöðum

Ég hef ekki skrifað neitt hér í tvær vikur.  Það hefur verið svo mikið að gera og gaman.  Uppúr stendur afmælisboð þann 30. apríl, sem við fengum frá Páli og Steinunni.  Þau buðu fljöskyldunni í Perluna og við áttum þar saman mjög skemmtilegt kvöld, góður matur og svo kom Gunnar sonur þeirra óvænt heim.  Enginn átti von á því.

Ég gekk í Hlíðaskóla 13 og 14 ára, í 1. og 2. bekk.  Nokkrir hressir og framtakssamir samnemendur mínir þar kölluðu árganginn saman og hittumst við á föstudagskvöldið.  Ég var alveg ákveðin í að mæta, en fann að ég var að verða lasin á föstudeginum.  Lét það ekki á mig fá, dreif mig á samkomuna og ég sé ekki eftir því.  Hitti þarna fólk sem mér hafði þótt mjög vænt um á unglingsárum mínum og ber enn mjög hlýjar tilfinningar til.  Verst að ég tók ekki myndir en ég vona að aðrir setji myndir á síður hjá sér, þá get ég e.t.v. stolist í þær.  E-bekkurinn mætti mjög vel aðeins örfáir sem ekki komu.  Mjög ánægjulegt og ég er fegin að ég gaf ekki eftir að fara þó ég fyndi að ég væri komin með hita.

Hef verið veik alla helgina.  Mikill hiti, hálsbólga og kvef. 

Fannar og Stormur komu austur, Margrét er að leggja lokahönd á ritgerðina sína og vill gjarnan frá frí frá syninum.  Eldur og Guðrún mættu líka.  Mig langaði auðvitað að elda þótt erfitt væri vegna lasleika.  Gerði það og maturinn var hafðbundin Torfastaðamáltíð.  Fyrr um daginn höfðu Eldur og Fannar hjálpað pabba sínum að skilja hryssurnar að frá tryppunum.  Tryppin fóru niður í brennu en hryssurnar standa hér fyrir neðan og eru í alltaf sjónmáli þar sem þær eru fylfullar. 

Tvær hryssur köstuðu á föstudaginn  Mardöll og Sýrný, báðar með vindóttar hryssur undan Goðreki frá Torfastöðum.  Ég set inn myndir af þeim þegar ég hressist.  Randalín var hjá Huginn frá Haga kom heim í gær. 

Ég er enn að vinna í undirbúningi á stofnfundi Tungufljótsdeildar en ég ætla að boða til fundar þann 26. maí n.k.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband