Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Tungnaraddir æfa á Torfastöðum, 24. mars 2009.
25.3.2009 | 10:24
Það var gaman á Torfastöðum í gær. Raddæfingar karla hófust kl. 18:00. Mig grunaði að Hilmar og Bubba, væru svöng eftir langa ferð austur, svo ég dreif í að gera lauksúpu. Hún heppnaðist vel og karlarnir nutu allir góðs af. Konurnar mættu kl. 20:00 mettar og hressar svo þær fengu bara kaffi og æðislega hafraköku að hætti Bubbu.
Kórfélögum hefur blöskrað verðlag á æfingaraðstöðu í Aratungu, kostar kr. 22.000,- æfing sem stendur frá 20:00 - 22:30 og því var ákveðið að æfa á Torfastöðum enda kostar það ekkert. Reyndar hafa ýmsir velviljaðir aðilar boðið okkur fría æfingaraðstöðu. Gnúpverjar buðu okkur að koma til sín á laugardaginn kemur í æfingabúðir. Auk húsnæðis ætluðu þeir að bjóða okkur súpu í hádeginu. Þær áætlanir breyttust, enda var kórinn beðinn um að syngja við 3ju jarðaförina í þessum mánuði. Æfingin verður því í Skálholtskirku á laugardaginn og svo syngur kórinn við jarðarför Magnúsar Sveinssonar, sem ættaður var frá Miklaholti, en hann bjó á Norðurbrún í Reykholti á árum áður.
Í gærkvöld voru raddæfingar fyrir Berlínarferð. Við erum að læra Berliner Messe eftir Arvo Part, mjög sérstakt verk, sem flutt verður af okkur og þýskum kór í Berlin í byrjun júní n.k. Svo verður Brynjólfsmessa eftir Gunnar Þórðarson líka flutt í Berlín en við þekkjum það verk og höfum flutt áður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reynt að sporna við misnotkun á bótum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar með fund í dag 3.3.2009
3.3.2009 | 20:37
Miklar annir hjá mér í dag, var í Sunnulækjarskóla í morgun og fór svo á fund í Aratungu kl. 15:00 í dag. Ég ætlaði að koma ýmsum málum á fund sveitarstjórnarinnar. Sendi póst á föstudaginn var en oddvitinn sagðist ekki hafa opnað póstinn sinn fyrr en í hádeginu á mánudag. Hann sendi mér þá skilaboð um að ég yrði að koma meiru kjöti á beinin eins og hann kallar það, til að fá óskir mínar um dagskrá á fundinum inná fundarboðið, ekki væri nóg að senda eftirfarandi póst um að ég vildi ræða. Þetta var það sem ég óskaði eftir að yrði á dagskrá fundarins.
1. Ósk um kynningu á störfum umhverfisnefndar.
2. Staðardagskrá 21
3. Umræða og stuðningur við hugmyndir um atvinnusköpun í Bláskógabyggð.
4. Staða þriggja farsa rafmagns í Bláskógabyggð
5. Samþykkt sveitarstjórnar vegna orkumála, rafmagn, heitt vatn.
Erindið sem ég sendi sveitarstjórn með kjöti á beinum, eins og oddvitinn segir, komst ekki til skila. Eitthvað að nettengingunni hjá mér. Ósk minni var því hafnað um dagskrárefni mín. Svona var það nú. Verð að taka málin fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar. Verð að vera búin að stilla póstinn minn rétt, svo ég geti sent e-mail.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Björt á afmæli í dag 2. mars.
2.3.2009 | 07:52
Ég óska Björt minni til hamingju með afmælið. Hún fæddist á Fæðingarheimilinu fyrir 26 árum síðan. Ég varð mjög undrandi að eignast stúlku hélt alltaf að ég væri með dreng undir belti, og svo var hún dökkhærð með mikið hár og heljar bolla, bara 51 cm að lengd en 17 merkur og auðvitað fannst okkur hún mjög falleg.
Við höfðum áhyggjur af að eldri bróðir hennar yrði afbrýðissamur enda búinn að njóta fjölskyldunnar einn með óskipta athygli allra. Þetta voru óþarfa áhyggjur drengurinn gerði engar athugasemdir við nýja systur sína en vildi velja annað nafn á hana þegar hún var skírð. 26 ár liðin og Björt hefur verið okkur til yndis og ánægju. Til hamingju elskan.
Gautrekur frá Torfastöðum og Drífa unnu Vetrarmót Loga í dag.
1.3.2009 | 20:37
Í dag kepptum við Gautrekur frá Torfastöðum, saman í fyrsta sinni, og við unnum. Ég ætlaði ekki að keppa en fékk hvatningu frá fjölskyldunni og fór því með Gautrek minn. Við höfum þjálfað okkur saman síðan í vetur. Hann þurfti að þyngjast og auka vöðvamassa og ég hef notið þess að þjálfa mig og hann eftir að ég náði mér eftir slysið í fyrra. Nú erum við bæði í góðu formi og unnum okkar flokk. Það var mjög skemmtilegt og alveg óvænt fyrir mig. Ég geri aldrei ráð fyrir að vinna í hestakeppnum. Finnst ég fyrst og fremst góð í að undirbúa hross og þjálfa þau upp, en svo geta aðrir keppt á hrossunum og sýnt þau fyrir mig.
Viðar Ingólfsson hefur reyndar tekið að sér að þjálfa Gautrek næstu vikur og e.t.v. alveg fram á vor og gerir það af meiri fagmennsku en ég, og því verður spennandi að sjá hvaða árangri þeir munu ná.
Jón kokkur (K.B. Sigfússon) sendi mér þessar fínu myndir sem ég leyfi mér að setja hér á bloggið mitt. Hjartans þakkir fyrir myndirnar Jón.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Framboð Ingibjargar Sólrúnar fagnaðarefni.
28.2.2009 | 11:52
Ingibjörg býður sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Annasöm vika, íbúafundur í Bláskógabyggð o.fl..o.fl..
28.2.2009 | 11:37
Vikan, sem nú er að enda var skemmtileg og annasöm. Í Sunnulækjarskóla var furðufatadagur á föstudaginn. Ég klæddi í pils með skjörti (eins og við kölluðum það í gamla daga) og skreytti mig með hárklút og stórum eyrnarlokkum og öllum hálsmenunum sem ég á. Börnunum þótti ég voða skrautleg og dáðust að mér. Þau voru líka sjálf mjög flott. Skemmtilegur dagur, allir syngjandi á sal þegar ég mætti og svo fór megnið af deginum í leiki og samveru.
Á þriðjudagskvöldið héldum við í T-listanum íbúafund í Aratungu. Ekki var eins vel mætt á hann eins og í fyrra, þrátt fyrir að sveitarstjórinn og oddvitinn heiðruðu okkur með nærveru sinni. En fundurinn var mjög skemmtilegur og lærdómsríkur.
Eldur er í Kína að vinna. Hann fór á laugardaginn var og er væntanlegur heim á morgun. Ég fékk póst frá honum og hann er mjög glaður í Kína, lærir mikið um virkjanir Kínverja og fær fullt af hugmyndum um breytingar og leiðir sem þeir geta farið til að nýta betur orkuna sem þeir hafa virkjað.
Tveir sveitungar létust í vikunni, vinir okkar Arnór og Þorlákur. Skálholtskórinn fékk óskir um söng þrátt fyrir að hann hefur formlega verið lagður niður og Hilmar Örn er beðinn um að spila. Enginn kór né organisti er í Skálholti. Synd að Skálhyltingar skyldu hafa flæmt Hilmar Örn frá sér.
En félagar í Skálholtskórnum hinum forna hittast reglulega og syngja undir stjórn Hilmars Arnar. Vorum í æfingabúðum um síðustu helgi á Nesjavöllum. Æðislega skemmtilegt og fínn söngur. Áætlanir eru uppi um að syngja í Berlín í júní n.k.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.3.2009 kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Luxemburg, Landsbanki og Kaupþing í okt. 2007.
8.2.2009 | 00:09
Nú man líka miklar veislur Landsbankans og Kaupþings, þótt stutt sé síðan aðeins sextán mánuðir. Landsbankinn í Lux fór með bestu viðskiptavini sína í flug til Milano flaug með fjöldann og bauð flug og hótel og veislu í eina þrjá daga í október 2007. Kaupþing í Lux hélt álíka veislu á sama tíma í Listasafni Reykjavíkur. Snobbið að drepa allt og alla og sóunin og vitleysan í mat og víni út yfir allan þjófabálk. Vínflaskan í lok veislunnar metin á kr. 80 þúsund og veitt eins og fólk gat í sig látið. Þannig var nú það.
Er draumurinn á enda? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Konur redda klúðri karlanna
7.2.2009 | 10:36
Það er að vissu leyti dapurlegt að jafnrétti skuli nást við þær aðstæður að taka til eftir karlana. En konur hafa alltaf getað tekið til. Nú eru 78 dagar í kosningar og mikilvægt að konur verði ekki bara í tiltektinni heldur taki við stjórn landsins næstu árin. Tími feminismans er í dag, testósteónið er fallið.
Ég treysti engri konu betur en Ingibjörgu Sólrúnu til að leiða tíma breytinga. Hún er svo stór kona að hún afhenti annarri konu forsætisráðherraembættið. Guð gefi henni heilsu til að koma og hjálpa íslensku samfélagi í þeim breytingum sem framundan eru.
Öld testósterónsins lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
T-listinn heldur íbúafund í Aratungu 24. febrúar n.k. kl. 20:00
6.2.2009 | 21:31
Ég leyfi mér hér með að kynna að íbúar Bláskógabyggðar eru boðnir á íbúafund sem T-listinn stendur fyrir þriðjudagskvöldið 24. febrúar n.k. í Aratungu. Fundurinn verður haldinn kl. 20:00.
T-listinn hefur alltaf viljað að sveitarstjórn haldi árlega fundi með íbúum, Bláskógabyggðar,(Biskupstungna, Laugardals og Þingvallasveitar). Þ-listinn hefur verið tregur í taumi og ekki viljað halda fundi með okkur. Í fyrra héldum við T-lista fólk mjög skemmtilegan fund á Laugarvatni og nú ætlum við að vera í Aratungu. Höfum sérstaklega boðið sveitarstjóranum og fulltrúum Þ-listans á fundinn og vonum að þeir taki boðinu. Fundurinn verður auglýstur í Bláskógafréttum og vonandi á heimasíðu Bláskógabyggðar.
Við vonum að fólk mæti og segi hug sinn um málefni samfélagsins.
Drífa, Jóhannes og Kjartan fulltrúar T-listans í sveitarstjórn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)