Skírdagur, yndislegur dagur framundan hér á Torfastöðum í Biskupstungum.

Veðrið er mjög fallegt í dag, heldur kaldara en í gær en sólin skín og fuglasöngurinn er mikill.  Þvílíkur vorboði.  Páskarnir halda innreið sína.  Í gær kom Bíbí með Gunnari, Siggu og Kára.  Við borðuðum öll saman og horfðum svo á framboðsfund í sjónvarpinu. 

Í morgun fékk ég yndislega kveðju frá fóstursyni sem ég hef ekki heyrt í lengi.  Hann sagði m.a.: ég hefdi átt að vera löngu búinn að hafa samband, þykir ofsa vænnt um ykkur takk fyrir yndislegan tima sem þið gáfuð mér."

Það er mikil gjöf að fá svona skeyti, yljar okkur um hjarta og nærir. Þá veit ég að það var einhvers virði fyrir þá sem hér dvöldu hjá okkur að njóta samvista við okkur, allavega sum þeirra.  Við vorum oft mjög hreykin af fósturbörnum okkar, framförum þeirra og sigrum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband