Færsluflokkur: Bloggar

GODREKUR, HEIDREKUR

Nú hef ég fengið tengdason minn til að setja inn myndband af tveimur stóðhestum. 

Hér er GOÐREKUR: endilega skoðið myndbandið. 

http://www.youtube.com/watch?v=SsnoNkTrAzc

Svo er það hann HEIÐREKUR:

http://www.youtube.com/watch?v=hJFXsuIAF7I


Torfastaðir, íslenskir hestar, myndir

Ég hef leyft mér að HEIÐREKUR IS2003188502 (13)nota bloggið mitt til að kynna hesta sem ég er að rækta oGOÐREKUR IS2003188505 (28)g vil gjarnan selja.  Var að taka nokkrar myndir af GOÐREKI IS2003188505 og HEIÐREKI IS2003188502.  Set þær hér svo fólk geti skoðað. 

Hef verið að taka video og nú erum við að ná því að setja það beint inná tölvuna.  Fannar ætlar að koma með rétt tengi næsta föstudag og þá skoðum við hvernig við getum haldið áfram að læra og sett slóð inná video af hestunum.  Mjög spennandi.

Í dag vorum við tengd við kaldavatnsveitu Bláskógabyggðar svo nú eru áhyggjur af köldu vatni úr sögunni.  Þvílíkur lúxus.  En hér koma myndirnar.


Vont að kvíða verkefnum sínum

Man mjög vel eftir kvíðaköstunum sem ég fékk stundum í skólanum þegar allt annað en fyrirlagt verkefni gekk fyrir því að vinna í og skila leiðinlegum verkefnum.  Þá óskaði ég þess oft að leggjast í rúmið verða veik.  Með því fannst mér að ég hefði gilda afsökun fyrir því að hafa ekki einbeitt mér að leiðinlegum verkefnum og gert skil á réttum tíma eins og fyrir var lagt af kennurum mínum. 

En móðir mín leyfði enga undanlátssemi, ég skyldi standa fyrir öllu sem ég gerði og gerði ekki. Varð því alltaf að mæta í skólann, hvernig sem á stóð og standa fyrir mínu máli.  Það var góð lexia og kenndi mér að takast á við verkefnin þótt þau væru erfið eða leiðinleg.  Ég vona að Davíð sé bara kvíðinn en ekki veikur því ég óska honum ekki veikinda frekar en öðrum.

Í kvöld ætlum við Tungnamenn að freista þess að mynda samtök um veiðiheimildir okkar í Tungufljóti.  Ég hlakka til fundarins enda búin að vinna í undirbúningi fyrir hann og vona svo sannarlega að víðsýni og framsýni verði kjörorð fundarins.  Er búin að fá nóg af þröngsýni og íhaldssemi fólks sem ekki vill neinu breyta. 


mbl.is Davíð frestar komu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heift er ætið til ills

Hef miklar áhyggjur af samlöndum mínum þessa dagana.  Heiftin er að verða yfirþyrmandi og mönnum sést ekki fyrir í heift sinni.  Vona að ungur saklaus piltur bíði ekki hnekki af ástandinu. Hræðilegt að vera beittur órétti og þurfa að líða fyrir gjörðir annarra.   
mbl.is Grímuklæddir menn sitja um heimili hjá saklausum pilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtileg helgi og nóg verkefni framundan

Stormur 23. nóv.2008 og hestarnir frá ömmuFékk að njóta fjöldkyldunnar um helgina.  Fannar og Eldur komu ásamt Margréti og Guðrúnu og auðvitað sólargeislinn hann Stormur.  Öll komin austur á undan mér en ég kom heim um kl. 19:00 af flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar. 

Flokkstjórnarfundurinn var mjög góður, margir tjáðu skoðanir sínar og sitt sýnist hverjum.  Fólk mjög málefnalegt og gaman að því hvað fólk er þroskað og kemur með góð rök fyrir máli sínu.  Ekkert neikvætt nöldur heldur málefnaleg og margbrotin umræða.  Ég gladdist yfir að sjá hvað Ingibjörg Sólrún lítur vel út og vona að hún hafi komist yfir þá meinsemd sem hrjáði hana.  Ég ber alltaf svo mikla virðingu fyrir Ingibjörgu Sólrúnu og hún stendur algerlega undir væntingum mínumGOÐREKUR IS2003188505 knapi Fannar, yndisleg manneskja. 

Strákarnir mínir, Fannar og Eldur fóru á bak nokkrum hestum fyrir mig í gær.  Ég þurfti að fá að taka myndir og við erum að reyna að koma þeim á video sem hægt er að skoða á netinu.  Kann ekkert á þá tækni en er að reyna að læra.  Þá get ég sett meira af hestatengdu efni á netið, sýnt video af hestunum okkar. 

En nú þarf ég að einhenda mér að Tungufljóti.  Er í verkefnanefnd sem fékk það hlutverk að reyna að stofna veiðideild um Tungufljót, neðan fossins Faxa að ármótum Hvítár.  Spennandi verkefni.  Fimmtudagskvöldið 27. nóv. verður haldinn fundur í Aratungu.  Efni fundarins er að stofna veiðideildina og óska eftir að veiðifélag Árnesinga samþykki hana á næsta aðalfundi sínum.


Til hamingju KR-ingar og Fannar með sigurinn.

Samgleðst syni mínum á afmælisdegi hans að vinna sigur í Stykkishólmi.  Flottir KR-ingar.  Til hamingju. 


mbl.is Bikarmeistaralið Snæfells úr leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elsti sonurinn þrítugur í dag

Ég óska Fannari mínum innilega til hamingju með afmælið í dag.  20. nóvember 1978 var mikill hamingjudagur í mínu lífi, elsti sonurinn kominn í heiminn. Síðan eru liðin heil 30 ár.  KR-ingar eiga útileik leik gegn Snæfelli í kvöld.  Ég óska þeim góðs gengis og að fyrirliðinn ásamt öllum hinum leikmönnum KR, eigi toppleik á afmælinu sínu. 

Stormur orðinn ársgamall.

Stormur eins árs með mömmu og pabbaHann Stormur okkar er orðinn eins árs, átti afmæli þann 29. okt. og í dag var haldið uppá afmælið.  Á myndinni til vinstri hefur hann nýlokið við að blása á eina kertið sitt, enda aðeins ársgamall.  Á myndinni til hægri er hann að taka upp pakka með aðstoð frá frænku sinni Írisi Lilju.

Foreldrar hans fengu Torfastaðina lánaða til að taka á móti gestum sínum en íbúðin þeirra á Holtsgötunni er ekki hæf til gestamóttöku enda hafa farið fram miklar framkvæmdir þar.  Búið að byggja og opna inní nýju stofuna en þá þarf að þrífa og svo á að freista þess að leggja parket á gólfið.  Mikið verk enn framundan hjá Margréti og Fannari í íbúðinni.

Ég hef ekki skrifað lengi á bloggið mitt þó hef ég haft nóg að gera.  Stóðhestarnir Gautrekur og Hjálprekur eru verkefni mitt daglega, hef getað hreift þá á hverjum degi svo þeir eru að komast í gott stand. Nýlega fékk ég það verkefni að freista þess að standa í vinnu við að koma á laggirnar veiðideild í veiðifélagi Árnesinga.  Nýtt fyrir mig að vinna þá vinnu, enda hef ég ekki áhuga á að veiða lax.  En ég hef áhuga á að styðja laxarækt í Tungufljóti.  


Hilmar Örn Agnarsson kvaddur 27. sept. 2008.

Mér finnst þetta svo fín mynd af þeim Ósk og Björt sem hann Bragi Hauksson tók á kveðjutónleikunum sem haldnir voru til heiðurs Hilmari Erni í Skálholti þann 27. sept s.l. að ég mátti til með að setja myndina á bloggið mitt.  Þakka Braga kærlega myndasendinguna. 

Þarna syngja kórarnir aukalag Biskupstungnalagið eftir Bjarna Sigurðarson frá Geysi.  Hilmar Örn náði í Björt til að syngja með en þessi stund var mjög táknræn.  Björt og Ósk byrjuðu báðar að syngja í Barnakór Biskupstungna undir stjórn Hilmars Arnar en kórinn var stofnaður 1991 og þær báðar litlar stúlkur í Reykholtsskóla.

Kórarnir hans Hilmar eru í baksýn, Barna-og Kammerkór Biskupstungna, Kammerkór Suðurlands og Skálholtskórinn sem nú hefur lagt sig niður og hætt enda enginn stjórnandi né organisti verið ráðinn í Skálholt ennþá. 


Stormur eins árs í dag 29. október.

Það er yndislegt að mega gleðjast yfir afmæli og lífi eina barnabarnsins haStormur 18.10.2008 á Torfastöðumns Storms.  Hann er mikill gleðigjafi, og við þökkum fyrir heilbrigði hans.  Hann á afmæli í dag hefur lifað í eitt ár.  Hann er stór og sterkur eins og hann hefur kyn til og ávallt glaður. 

Mamma hans hefur fóðrað hann vel og allt leikur í lyndi.  Til hamingju með afmælið elsku Stormur okkar.  Það er gaman að geta glaðst nú þegar fjárhagslægðir ríða yfir landið.  Glaðst yfir heilbrigðu og glöðu barni en okkar Stormur er bara gleðigjafi. 

Stefnt er á að halda uppá afmælið á sunnudaginn og auðvitað koma amma og afi brunandi úr sveitinni og amma Bía ætlar að koma með okkur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband