Vont að kvíða verkefnum sínum

Man mjög vel eftir kvíðaköstunum sem ég fékk stundum í skólanum þegar allt annað en fyrirlagt verkefni gekk fyrir því að vinna í og skila leiðinlegum verkefnum.  Þá óskaði ég þess oft að leggjast í rúmið verða veik.  Með því fannst mér að ég hefði gilda afsökun fyrir því að hafa ekki einbeitt mér að leiðinlegum verkefnum og gert skil á réttum tíma eins og fyrir var lagt af kennurum mínum. 

En móðir mín leyfði enga undanlátssemi, ég skyldi standa fyrir öllu sem ég gerði og gerði ekki. Varð því alltaf að mæta í skólann, hvernig sem á stóð og standa fyrir mínu máli.  Það var góð lexia og kenndi mér að takast á við verkefnin þótt þau væru erfið eða leiðinleg.  Ég vona að Davíð sé bara kvíðinn en ekki veikur því ég óska honum ekki veikinda frekar en öðrum.

Í kvöld ætlum við Tungnamenn að freista þess að mynda samtök um veiðiheimildir okkar í Tungufljóti.  Ég hlakka til fundarins enda búin að vinna í undirbúningi fyrir hann og vona svo sannarlega að víðsýni og framsýni verði kjörorð fundarins.  Er búin að fá nóg af þröngsýni og íhaldssemi fólks sem ekki vill neinu breyta. 


mbl.is Davíð frestar komu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband