Færsluflokkur: Bloggar
Björt og Birgir komin til Svíþjóðar
22.10.2008 | 20:47
Ég hef haft hægt um mig í rúmar þrjár vikur. Lítið bloggað og enn minna farið. Sit bara og bíð, sorgmædd og þykir agalegt að börnin mín og unga fólkið í dag skuli standa uppi með þá stöðu sem nú liggur fyrir landið gjaldþrota.
Löggjafinn gleymdi að setja bankastarfseminni þann ramma og þau skilyrði sem nauðsynleg voru vegna smæðar samfélagsins. Hrunið algert og allir sitja í súpunni.
Maður þorir varla að segja nokkurn hlut, getur gert einhverjum illt með orðum sem ekki verða aftur tekin. Það er jafnvel erfitt að gleðjast því svo margir eru illa haldnir og úrkula vonar.
Ég ætla þó að leyfa mér að gleðjast með Birgi og Björt. Þau voru að fara utan til Svíþjóðar í dag þar sem Birgir mun verja mastersverkefni sitt í verkfræði. Hann og Björt hafa verið við nám í Svíþjóð undanfarin ár og nú hefur Birgir lokið ritgerðinni, bara vörnin eftir. Ég óska þeim mikillar skemmtunar, vona að þau hafi það mjög gott og geti átt ánægjulegan tíma og komi glöð og vongóð heim. Björt var reyndar hálf lasin þegar hún fór en vonandi hristir hún það af sér og vonandi smitar hún ekki Birgi. Til hamingu elskurnar.
Undir venjulegum kringumstæðum hefðum við e.t.v. leyft okkur að fá að fara með, fylgjast með vörninni en nú gefst því miður ekkert svigrúm, maður þorir ekki að eyða neinu extra, í þessari fjármálaóvissu.
Svo eru fleiri ánægjufréttir. Stormur er að ná sér eftir lasleikann, hann hefur verið með pest undanfarna daga, gubbað, með hita og erfitt að sjá hann svo slappan. Það er sem betur fer að lagast. Bía amma er líka að hressast eftir sinn lasleika, virðist að mestu búin að ná sér. Hún ætlar að dvelja hjá okkur fljótlega kemur sennilega á laugardaginn.
Svo eru allir sem eiga afmæli þennan mánuðinn í fjölskyldunni. Bíbí fyrst svo á Hera afmæli í dag, til hamingu elskan. Katla eftir tvo daga, Stormur þann 29. og loksins ég.
Bloggar | Breytt 23.10.2008 kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óska KR-ingum til hamingu með sigurinn
16.10.2008 | 22:00
Ég gleðst alltaf yfir sigrum hjá KR. Æðislegt að menn skulu sigra nú þegar allir Íslendingar eru að tapa. KR ingar hófu leiktíðina með því að leggja IR-ingana. KR er spáð sigri í meistaradeildinni í vetur, svo nú verða þeir að standa sig.
Jón Arnór Stefánsson: Liðið á mikið inni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12. október afmæli Bíbíar og Dídíar...
12.10.2008 | 11:42
Í dag á elskuleg tengdamóðir mín Sigrún R. Steinsdóttir afmæli. Hún er í dag á Borgarspítalanum, þar sem hún fékk mikinn svima á miðvikudaginn var. Hún er sem betur fer í góðum höndum lækna og hjúkrunarfólks, og verður vonandi frísk fljótlega. Ég óska tvíburunum Bíbí (Sigrúnu) og Dídí (Þórdísi) innilega til hamingju með afmælið. Ég stenst ekki freistinguna að setja inn nýja mynd af Bíbí sem ég tók fyrir fáeinum mánuðum í útskriftarveislu Elds sem við héldum honum 14. júní s.l á Njálsgötunni.
Alltaf jafn flott og falleg hún amma Bía.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef nokkrum sinnum lent í svo miklum erfiðleikum að á meðan þeir gengu yfir var erfitt að sjá hvað var handan þeirra. Erfiðast var að þurfa að horfa á slys, þar sem yndislegur drengur og vinur dó. Sú reynsla var hræðileg og kennir manni að ekki er hægt að sjá fyrir öllu og maður verður mjög vanmáttugur.
Svo varð seinna alveg hræðilega erfitt að verða fyrir lygum sem þurfti að berjast gegn, svo lygin og óvildin ylli ekki fjölskyldunni hræðilegum skaða og mannorðsmissi. Það varð verkefni sem þurfti að kljást við og þegar upp var staðið gerðu verkefnin það fyrir okkur að lífið var endurmetið og við það sköpuðust ný tækifæri.
Líf mitt hefur alltaf verið gott. Ólst upp við mikla umönnun og umhyggju. Foreldrar mínir og systkini höfum alltaf átt gott samband, við miklir vinir og félagar.
Börnin mín eru æðisleg, við erum miklir vinir og þau standa sig vel, líður vel og eiga mjög góða vini og maka. Ekkert er mikilvægara en gott samband við þá sem maður elskar.
Stundum hef ég staðið andspænis miklum erfiðleikum. Erfiðleikarnir urðu verkefni sem nauðsynlegt var að takast á við og þegar frá líður hafa þeir skapað ný tækifæri og gert líf mitt ríkara.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var í viðtali áðan, stödd í New York nýkomin úr erfiðri aðgerð og hún sagði einmitt þetta "að erfiðleikar fælu alltaf í sér tækifæri." Nú er bara að sjá tækifærin, grípa þau og láta þau verða til góðs. Munum bara að andbyr þótt erfiður sé, getur alltaf bætt líf okkar, gerir okkur reynslunni ríkari og verðmæti lífsins verða skýrari.
Helgin hjá okkur Torfastaðafjölskyldunni var æðisleg. Björt, Eldur, Fannar, Birgir, Guðrún og Margrét og auðvitað Stormur komu og við borðuðum saman á laugardagskvöldið. Kristján og Ingibjörg foreldrar Guðrúnar komu líka og það var ægilega gaman að hafa þau. Svo fóru allir í veiði. Bændadagar í Tungufljóti og heilmikil veiði þrátt fyrir að áin væri ansi köld. Í byrjun dags alveg við frostmark. Samt fengust 7 laxar og veiðimenn komu glaðir heim.
Ég er lúin eftir helgina en það er bara gaman, vorkenni þeim sem hafa verið á fundum alla helgina að vinna í efnahags-og bankamálum og ekki séð fyrir endann á hvernig fara.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hamingju KR-ingar, frábært upphaf á leiktíð
6.10.2008 | 08:34
KR-ingar fögnuðu alla helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sætur sigur á Keflvíkingum
4.10.2008 | 09:03
Keflvíkingar hafa oft verið erfiðir. Nú sýna KR-ingar að þeir eru bestir. Áfram KR, vinna Grindvíkingana á morgun...
KR-ingar sterkari og komnir í úrslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Engar bölbænir, leitum tækifæranna og njótum þess sem við eigum. Hilmar Örn organisti kvaddur í Skálholti
4.10.2008 | 08:25
Ég hef alveg haldið mér saman undanfarið. Vil ekki leggja orð í belg, tala um hrakfarir, hrun, kreppu og annað sem klifað er á, allstaðar, alla daga. Hef notað undanfarna daga í að njóta síðustu helgar, ylja mér við skemmtilegar minningar um síðustu tónleikana okkar í Skálholti þann 27. sept s.l.
Kveðjutónleikarnir sem við héldum Hilmari Erni voru yndislegir. Allir fluttu verk sín af mikilli gleði, kórarnir hans Hilmars og vinir kvöddu Hilmar Örn með mjög fallegum söng og miklum tónlistarflutningi og það var mikil vellíðan í Skálholti. Í lok tónleikanna hafði Hilmar ákveðið að við myndum syngja fallega írska bæn sem flytja á í messulok. Bænin er þýdd af Bjarna Stefáni Konráðssyni og er svona:
Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhverrn dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér.Á þessum orðum og söng enduðu tónleikarnir, úti á tröppum Skálholtskirkju, bænin sungin fyrir gesti á meðan þeir komu út úr kirkjunni. Þessi uppákoma var óvænt, enginn hafði skipulagt hana, þetta gerðist bara að allir fóru út syngjandi og hljómsveitin fylgdi í kjölfarið. Staðarhaldarar voru heima og hafa vonandi notið bænarinnar þótt þeir sæju sér ekki fært að koma á tónleikanan. Söngurinn ómaði á hlaði Skálholts í a.m.k. 20 mínútur og bæn okkar barst um víðan völl. Við trúum því að við verðum bænheyrð.
Skil ekkert í öllu volæðinu sem er blásið upp í fjölmiðlum. Mín reynsla er að verkefnin eru til að fást við þau og leysa. Áföll fela alltaf í sér ný tækifræri, það verður bara að leita þeirra og vinna í því að ná tækifærunum og láta þau verða til góðs. Undanfarna viku hef ég notað í tiltekt heima hjá mér pussað silfrið og laðað fram glansinn. Það lítur allt betur út en áður. Fannar sagði fyrir tveimur dögum: "Mamma ef ég missi vinnuna þá flytjum við bara austur búum hjá ykkur og hjálpumst að. " Það væri nú mjög gaman, best að ég biðji ekki neinna bölbæna svo hann missi ekki vinnuna, þótt mér þætti það bara gaman að fá þau til mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Huginn frá Haga fer til síns heima
26.9.2008 | 09:14
Í dag verðu síðasta sónun á hryssun sem hafa verið með Huginn í Haga hér á Torfastöðum. Huginn hefur verið með hryssum í allt sumar og nú eru þau öll á förum. Vonandi verða flestar hryssurnar fylfullar. Það hefur rignt hér mjög mikið í morgun en heldur er rigningin í rénum.
Fannar hefur boðað komu sína með Storm um helgina. Mamma hans verður fyrir í verkefnum fyrir sunnan og nú á að hætta með brjóstagjafir, enda er hann á leið á leikskóla þótt ungur sé. Verður á flottum stað, rétt hjá heimili sínu. Mjög þægilegt og hann verður örugglega glaður að vera með öðrum börnum.
Eldur, Guðrún og Björt hafa líka boðað komu sína á laugardaginn, ætla að koma á kveðjutónleikana, kveðja kórstjórann sinn kæra, Hilmar Örn Agnarsson. Ég hlakka mjög til bæði að fá þau og að vera í Skálholti á laugardagskvöldið. Tónleikarnir hefjast kl. 17:30.
Hef verið að koma efni inná heimasíðuna mína kynna hesta svo nú þarf ég að fara að þjálfa þá og koma mér sjálfri í líkamlegt form.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skálholt, kveðjutónleikarnir á laugardaginn
25.9.2008 | 19:06
Í gærkvöld var æfing með öllum kóruum sem ætla að halda kveðjutónleika fyrir kórstjórann sinn, Hilmar Örn, í Skálholti. Það hefur verið skemmtilegt að æfa undir kveðjutónleikana sem verða á laugardaginn, eftir tvo daga. Allur undirbúningur gengur vel, búið að fá lánaða auka stóla, pallarnir verða tilbúnir, sætavísur komnar, stóla-og pallaberar tilbúnir og áhyggjur af umönnun á yngstu kórfélögum eru í vinnslu. Kórfélagar geta keypt hressingu í Skálholtsskóla og við verðum að muna eftir hressingu handa börnunum. Allt verður tilbúið í tæka tíð eins og alltaf, þegar allir taka höndum saman.
Greinar hafa birst í héraðsblöðunum og búið er að senda auglýsingu á öll heimili í Uppsveitum Árnessýslu, enda á Hilmar Örn marga vini og vildarmenn og sjálfsagt að fólk fái tækifæri til að koma á tónleikana og þakka honum fyrir framlag hans til samfélagsins undanfarin 17 ár.
En það er í fleiri horn að líta. Við Ólafur fórum niður í vík í dag en í gær urðum við frá að hverfa enda vatnsstaðan vegna rigninganna undanfarið svo há í víkinni að við gátum ekki athafnað okkur komumst ekki yfir skurði og vatnslænur vegna mikils vatnsflaums. Í dag vorum við betur búin, á dráttarvél og gátum útbúið nokkurskonar brú yfir vatnsmikinn skurð. Náðum að tengja rafmagn í girðingar svo nú þurfum við ekki að hafa áhyggjur af rafmagnslausum girðingum, og hrossum sem ekki virða girðingarnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stelpur standið saman.
24.9.2008 | 12:41
Kristín María er ekki sátt við vinnubrögð lögreglunnar og skrifar um það í vefriti. Þarna sér maður kost vefrita og bloggsíðna. Ef fólk er ekki ánægt getur það sagt frá því og fær oft viðbrögð. Lögreglan segist þekkja árásarmanninn, og nú eiga konurnar hiklaust að leggja fram ákæru á viðkomandi. Það er aldrei ásættanlegt að fólk leyfi sér að sparka í, lemja eða á annan hátt meiða annað fólk. Lögreglan verður að hjálpa borgurum þegar þeir verða fyrir ofbeldi, jafnvel þótt svo heppilega vilji til að ofbeldið hafi ekki náð að valda skaða og að þolandinn er ekki með sjáanlega líkamlega áverka.
Sparkaði í höfuð konu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)