Færsluflokkur: Bloggar
Sleppingar laxa
5.6.2011 | 10:50
Fyrsti laxinn kominn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nútímabörn árið 1969
18.8.2010 | 23:51
http://is.wikipedia.org/wiki/Nútímabörn_-_Nútímabörn
Fann þetta á netinu og freistaðist til að setja inná bloggsíðuna mína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gautrekur og Hekla Katharína á Hólum
30.4.2010 | 09:59
Gautrekur frá Torfastöðum
Ég stalst í þessa mynd af þeim Heklu Katharínnu og Gautreki frá Torfastöðum af heimasíðu Árbæjarhjáleigu: http://vikar.is Stóðst ekki mátið enda eru þau æðislega flott bæði tvö.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Björt á afmæli í dag 2. mars.
2.3.2009 | 07:52
Ég óska Björt minni til hamingju með afmælið. Hún fæddist á Fæðingarheimilinu fyrir 26 árum síðan. Ég varð mjög undrandi að eignast stúlku hélt alltaf að ég væri með dreng undir belti, og svo var hún dökkhærð með mikið hár og heljar bolla, bara 51 cm að lengd en 17 merkur og auðvitað fannst okkur hún mjög falleg.
Við höfðum áhyggjur af að eldri bróðir hennar yrði afbrýðissamur enda búinn að njóta fjölskyldunnar einn með óskipta athygli allra. Þetta voru óþarfa áhyggjur drengurinn gerði engar athugasemdir við nýja systur sína en vildi velja annað nafn á hana þegar hún var skírð. 26 ár liðin og Björt hefur verið okkur til yndis og ánægju. Til hamingju elskan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gautrekur frá Torfastöðum og Drífa unnu Vetrarmót Loga í dag.
1.3.2009 | 20:37
Í dag kepptum við Gautrekur frá Torfastöðum, saman í fyrsta sinni, og við unnum. Ég ætlaði ekki að keppa en fékk hvatningu frá fjölskyldunni og fór því með Gautrek minn. Við höfum þjálfað okkur saman síðan í vetur. Hann þurfti að þyngjast og auka vöðvamassa og ég hef notið þess að þjálfa mig og hann eftir að ég náði mér eftir slysið í fyrra. Nú erum við bæði í góðu formi og unnum okkar flokk. Það var mjög skemmtilegt og alveg óvænt fyrir mig. Ég geri aldrei ráð fyrir að vinna í hestakeppnum. Finnst ég fyrst og fremst góð í að undirbúa hross og þjálfa þau upp, en svo geta aðrir keppt á hrossunum og sýnt þau fyrir mig.
Viðar Ingólfsson hefur reyndar tekið að sér að þjálfa Gautrek næstu vikur og e.t.v. alveg fram á vor og gerir það af meiri fagmennsku en ég, og því verður spennandi að sjá hvaða árangri þeir munu ná.
Jón kokkur (K.B. Sigfússon) sendi mér þessar fínu myndir sem ég leyfi mér að setja hér á bloggið mitt. Hjartans þakkir fyrir myndirnar Jón.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20. febrúar afmæli æskuvinkonu minnar
20.2.2009 | 05:56
Rarik tók rafmagnið af sveitinni í nótt en það er nýkomið á, núna klukkan 5 að morgni. Enn er heitavatnsdælan ekki farin að dæla hingað á Torfastaði og ég bíð eftir að rafmagnið verði sett á hana. Ég er alltaf óróleg vegna hitaveitunnar þegar rafmagnið er rofið, enda mikil vinna að ná lofti af öllu kerfinu og ná upp hitanum. Við segjum stundum hér heima að Reykvíkingar myndu segja eitthvað ef þeir misstu rafmagnið eins oft og við gerum hér í Uppsveitunum. Reyndar er Rarik stöðugt að bæta ástandið í rafmagnsmálum og við þökkum að sjálfsögðu fyrir það. Þessa dagana er verið að bæta við rafstreng inn í sveitina, enda er mikil rafnotkun hjá garðyrkjustöðvunum.
Í dag á æskuvinkona mín hún Sidda afmæli og ég óska henni innilega til hamingju. Inga vinkona okkar og fyrrum sambýliskona og samstarfsmaður á svo afmæli á morgun. Til hamingju með afmælið á morgun Inga mín.
Stormur okkar kom í stutta heimsókn í gær á meðan að mamma hans átti góða stund með systkynum sínum í afmælisferð þeirra á Geysi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18. febrúar 2009. Ár liðið síðan ég slasaðist og byrjaði að blogga.
18.2.2009 | 19:15
Í dag er nákvæmlega ár síðan ég slasaði mig illa, féll á gaddfreðna jörð af hesti og braut a.m.k. 5 rifbein, heilt herðablað, viðbein og vísifingur. Gat mig ekki hrært hægra megin og brotni puttinn á vinstri hönd hafði það í för með sér að ég gat ekki einu sinni greitt mér.
Var í lengi í vandræðum með að hreyfa mig eftir slysið, enda tók langan tíma fyrir beinin að gróa, einkum herðablaðið. Ég finn reyndar enn fyrir því. En áföllum fylgja oft tækifæri. Ég varð að finna mér eitthvað að gera, annað en að temja hesta og datt þá í hug að reyna að blogga. Það var upphafið. Skrifaði fyrstu bloggfærsluna hér á Moggabloggið í mars 2008.
Ég var að kenna í dag, önnur vikan í vinnunni og nú er ég að komast miklu betur inn í málin í Sunnulækjarskóla. Gaman að kynnast skólastarfinu þar og að fá að taka þátt í því. Skólinn mjög fallegur, visarverur opnar kennt skv. stefnu um opinn skóla og einstaklingsmiðað nám.
Úr vinnunni fór ég á sameiginlegan fund sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og Grímsness-og Grafningshrepps í Aratungu um samstarfsmál í skólahaldi. Ágætur fundur.
Lina barnsmóðir hans Loga kom í dag í heimsókn með dóttur sína og móður. Það var mjög gaman að fá þær í heimsókn litla daman mjög fín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3. janúar 2009.
3.1.2009 | 17:39
Ég hef ekki skrifað nýtt ártal fyrr en nú. Árið 2009 nýhafið. Fyrstu þrír dagar ársins hafa verið einstaklega hlýir hér á Torfastöðum um 7 stiga hiti í morgun. Hitanum fylgir rigning og birtan lætur á sér standa. Þrátt fyrir að veðrið sé hlýtt og gott þá á ég erfitt með að ríða út og temja hross enda færið sérlega þungt, mikil drulla og erfitt fyrir hrossin að ganga í þessu færi. Svo verð ég löt í myrkrinu og valdi að lesa blöðin í eftirmiddaginn.
Mér fannst grein eftir Bjarna Harðarson í Morgunblaðinu góð og hvet fólk til að lesa hana. Ég finn ekki útúr því að setja hér eins og fínir bloggarar gera og svo kemur greinin en hér er slóðin inná hana: http://pappir.mbl.is/index.php?s=981&p=24729&a=93289 Sé reyndar að fólk verður að hafa áskrift af Morgunblaðinu til að geta lesið greinina.
Hlustaði á Vikulokin á rás eitt í morgun. Nú eru margir spámenn sem hafa nýja sýn á málin og allt gott um það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólin afar ánægjuleg og fjölskylduvæn.
31.12.2008 | 13:25
Ég hef verið í bloggfríi í hálfan mánuð. Ekki skrifað staf bara undirbúið og notið jólanna. Öll börnin voru heima á aðfangadagskvöld g Margrét og Stormur líka. Jóladag notaði ég til að undirbúa hefðbundna veislu hér á Torfastöðum sem við höldum alltaf 2. dag jóla. Það vantaði aðeins 3 í hópinn þau Heru, Magnús og Sölku. Veislan tókst með afbrigðum enda skemmtilegt fólk. Mikil gleði að fá alla austur ekki síst yngstu fjölskyldumeðlimina.
Í kvöld verðum við svo öll saman á Öldugötunni hjá Sigrúnu og Fjalari eins og í fyrra. Þá voru brennur ekki brenndar of mikið rok en við öll á túni Landakotskirkju og þar fengu flugeldar að hefja sig til himins.
Óli gaf hrossunum í morgun svo við vonum að þau verði róleg í kvöld þótt skotið verði rakettum í nágrenninu. Ég fór á bak þremur hestum í morgun en nú bíður sturtan og bíllinn því mæting er snemma á Öldugötunni.
Á morgun er hefðbundin nýjársdagsmessa hér á Torfastöðum. Mæti þar eins og alltaf og óska sveitungum mínum gleðilegs árs.
Óska öllum vinum og fjölskyldu gleðilegs árs með þökk fyrir allt á liðnum árum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skálholt jólatónleikar, nemendur Hilmars Arnar Agnarssonar
14.12.2008 | 13:13
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)