20. febrúar afmæli æskuvinkonu minnar

Stormur í heimsókn með mömmu sinni (1)Rarik tók rafmagnið af sveitinni í nótt en það er nýkomið á, núna klukkan 5 að morgni.  Enn er heitavatnsdælan ekki farin að dæla hingað á Torfastaði og ég bíð eftir að rafmagnið verði sett á hana.  Ég er alltaf óróleg vegna hitaveitunnar þegar rafmagnið er rofið, enda mikil vinna að ná lofti af öllu kerfinu og ná upp hitanum.  Við segjum stundum hér heima að Reykvíkingar myndu segja eitthvað ef þeir misstu rafmagnið eins oft og við gerum hér í Uppsveitunum.  Reyndar er Rarik stöðugt að bæta ástandið í rafmagnsmálum og við þökkum að sjálfsögðu fyrir það.  Þessa dagana er verið að bæta við rafstreng inn í sveitina, enda er mikil rafnotkun hjá garðyrkjustöðvunum.

Í dag á æskuvinkona mín hún Sidda afmæli og ég óska henni innilega til hamingju.  Inga vinkona okkar og fyrrum sambýliskona og samstarfsmaður á svo afmæli á morgun.  Til hamingju með afmælið á morgun Inga mín.

Stormur okkar kom í stutta heimsókn í gær á meðan að mamma hans átti góða stund með systkynum sínum í afmælisferð þeirra á Geysi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband