Sleppingar laxa

Óska laxveiðimönnum til hamingju með aflann í upphafi sumars. Ég veiði ekki lax, en ég lærði það í vetur að ef fólk ætlar að sleppa veiddum laxi þá verða menn að hafa í huga að brenna laxinn ekki. Mér er sagt að ef lax er tekinn upp með berum höndum manna þá brenni hann sig, hann hefur kalt blóð en maðurinn 37 stiga heitt blóð. Því á ekki að taka á laxinum með berum höndum, ullarvettlingar munu vera mikilvægir á höndum veiðimanna við sleppingarnar, þá brennir laxinn sig síður. Vildi bara miðla þessu til þeirra sem sleppa veiddum laxi aftur í árnar.
mbl.is Fyrsti laxinn kominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Aðal atriðið er að ekki losni hreistur af fiski sem á að sleppa,en það er mjög laust þegar laxinn er nýgenginn úr sjó. Ef koma hreisturlausir blettir kemur sveppur á sárið sem getur leitt til dauða.

Ragnar Gunnlaugsson, 5.6.2011 kl. 11:16

2 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Mikilvægast er að sleppa honum ekki. Borða hann.

Annars er maður bara að pína hann til þess eins að skemmta sjálfum sér og stundum öðrum. Því miður.

Veiða svo ekki meira en stofninn þolir.

Skúli Guðbjarnarson, 5.6.2011 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband