Skattahækkanir fjármálaráðherra

Ég fékk mikið svartsýniskast á leiðinni í vinnuna í morgun þegar ég heyrði að ráðherra hefur ákveðið að leggja á eldsneytisskatt.  Olían mun hækka um rúmar 12 krónur líterinn að sögn Runólfs form. FÍB. 

Þetta hlýtur að þýða það að fólk heldur í við sig varðandi ferðalög í sumar.  Ég ætla allavega ekki að aka um landið og eyða þannig peningum sem ekki eru til.  Nú verður maður bara heima, reynir að bíða af sér storminn.  En hvað þýðir það fyrir þjóðarbúið ef fólk minnkar mikið við sig í eldsneytiseyðslu.  Jú ferðaþjónustan verður ekki eins mikil og vonir hafa staðið til.  Velta þjóðarbúsins minnkar.  Veltuskattar minnka og þar með tekjur þjóðarbúsins af veltusköttum.  Hverslags hugsun er það að hækka á almúgann neysluskatta?   Gera hagfræðingar sér ekki grein fyrir því að þá er líklegt að veltuskattar lækki.  Tekjur ríkisins minnki. 

Fólk eins og ég, sem aldrei vill skulda neinum neitt, stendur sig eins vel og það getur er ofurselt ástandinu eins og allir aðrir.  Hverlags djöfulsins staða er þetta eiginlega?  Fyrirgefið orðbragðið.  Nú og svo var verið að tala við formann læknafélagsins og hún fullyrti að landflótti yrði í læknastétt.  Auðvitað koma læknar menntaðir erlendi ekki heim í þetta andstyggðar óvissuástand.

Svo verðum við örugglega sett í það helsi að settir verða á okkur eignaskattar.  Þá getur maður sig ekki hrært, ekki selt neitt en verður að greiða ríkinu fyrir að hafa verið sparsamur og að hafa eytt ævistarfinu í að nurla sér saman fyrir jörð, sem nú er óseljanleg nema e.t.v. á brunaútsölu.

Já lífið á Íslandi er ekki spennandi þessa dagana  þó ég eigi ekki að kvarta, enda aldrei tekið rándýr neyslulán.  Finnst nú nóg samt. 


mbl.is Bensínið aldrei dýrara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og einn sniðugur orðaði það, þá eru stjórnvöld að slá "gjaldborg" um heimilin en ekki skjaldborg... 

Theódóra (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband