Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Körfuboltalandslið Íslendinga, spennandi upphaf

Það var einstaklega gaman að horfa á leikinn á móti Dönum. Eibeittir leikmenn, hraðinn góður og vörnin líka.  Gaman að sjá hvað liðið nær vel saman og leikgleðin er mikil.  Það er svo ánægjulegt að horfa á leiki þegar menn spila af gleði og vinna vel saman, styðja hvorn annan og hvetja.  Húrra fyrir karlalandsliðinu í Körfu.
mbl.is Íslendingar skelltu Dönum í Höllinni 77:71
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breiðavíkurbörn nútímans.

Er mjög hugsi yfir stöðu barna og ungmenna í dag.  Sé ekki að Barnaverndarstofa hafi, undanfarin ár, verið að veita þá meðferðarþjónustu sem þörf er á.   Börnum er fórnað ef þau eru í vanda og fjölskyldur fá ekki aðstoð þrátt fyrir að barnaverndarlög eigi að verja börnin til 18 ára aldurs.

Nú fá Breiðuvíkurdrengir mikla samúð.  Það er vel, en hvernig mun sagan dæma Barnaverndarstofu?  Félagsmálayfirvöld sveitarfélaga þegja þunnu hljóði.  Skil ekki hversvegna sveitarfélögin gera ekki kröfu um meiri og betri þjónustu.  Samningur ríkis og sveitarfélaga kveður á um að Barnaverndarstofa eigi að veita meðferðarþjónustu fyrir börn og ungmenni.  BVS hefur gert sveitarfélögunum mjög erfitt fyrir þegar þau hafa óskað eftir þjónustu fyrir ungmenni og nú notar Barnaverndarstofa umfjöllun um Breiðavík sér til afsökunar og segir að sú umfjöllun hafi minnkað eftirspurn eftir meðferðarvistun fyrir ungmenni. 

Ég fullyrði að þetta er bull, Barnaverndarstofa hefur leynt og ljóst lagt stein í götu meðferðarstaða fyrir ungmenni.  Skjöldólfsstaðir, Meðferðarheimilið Torfastöðum og Hvítárbakki hafa hætt þjónustu undanfarin ár.  Með því voru lögð niður 18 meðferðarpláss hjá Barnaverndarstofu og ekkert komið í staðinn.  Á sama tíma hefur Barnaverndarstofa gert sveitarfélögunum mjög erfitt fyrir þegar þau vantar þjónustu fyrir ungmenni í vanda.  Það hefur Barnaverndarstofa gert með auknum kröfum á velferðarþjónustu sveitarfélaga þannig að umsóknarferlið eftir þjónustu var gert stöðugt erfiðara og er orðið svo erfitt að flest sveitarfélög eru hætt að óska eftir meðferðarvistunum hjá Barnaverndarstofu. 

Nokkrum árgöngum barna, sem hafa átt í erfiðleikum hefur ekki verið sinnt.  Er ekki verið að endurtaka söguna um ljóta meðferð á börnum þegar þeim er ekki sinnt? Verða Breiðavíkurbörn framtíðarinnar e.t.v. börnin sem fengu ekki þjónustu Barnaverndarstofu? 


Heimasíða fyrir Torfastaði

Ég hef lengi átt lénið torfastadir.is og torfastadir.com en ekki getað nýtt mér lénin.  Fékk sérfræðing til að gera heimasíðu fyrir mig fyrir nokkrum árum, en þekking mín á heimasíðu var engin svo ég fékk ekki síðu sem hentaði okkur.  Nú er ég að reyna að læra sjálf svo ég hafi smá kunnáttu og geti skýrt hvernig ég vil að heimasíðan sé. 

Ég fór að blogga í vetur til að sjá hvort það fleytti mér eitthvað áfram í heimasíðugerðinni, enda fannst mér ég hafa tíma þar sem ég hafði slasað mig og gat ekkert gert.  Það var því tilvalið að nota tímann og öðlast reynslu í blogginu. 

Nú ætla ég að reyna að læra meira og er í námi hjá Tölvu-og verkfræðistofunni, að reyna að tileinka mér heimasíðugerð.  Veit ekki hvernig þetta fer en byrjunin lofar góðu.  Mér finnst æðislegt að gefa mér loks tíma til að læra eitthvað í tölvuvinnslu.  Hóf nám í tölvu reyndar í fyrra þegar ég lærði að færa bókhaldið á tölvuna.  Það var algert æði og synd að hafa ekki getað fyrr tölvufært bókhaldið.  Það hefði sparað mér peninga og vinnu þegar allt var á fullu hjá okkur í umönnun barna og skólahaldi fyrir þau. 

En nú þegar hægt hefur á verkefnum get ég vonandi unnið meir í heimasíðugerðinni.  Hef mikinn áhuga á að koma okkur upp þolanlegri kynningu á hrossaræktinni.  Svo langar mig alltaf að skrifa um 32ja ára reynslu mína af meðferðarvinnu með ungt fólk og fjölskyldur þeirra. 


Lyngdalsheiðarvegur, loksins hefjast framkvæmdir

Árið 2002 sameinuðust sveitarfélögin Þingvellir, Laugardalur og Biskupstungur og urðu að Bláskógabyggð.  Sveitarstjórnin öll einhenti sér í að vinna að því fá nýjan veg milli Þingvalla og Laugarvatns, heilsársveg.  Vonir voru bundnar við að vinnan myndi ganga hratt fyrir sig og Vegagerðin stóð sig mjög vel, hannaði margar veglínur og gerði umhverfismat.  Væntingar voru um að veginum yrði lokið 2007 en nú loksins í september 2008 eru framkvæmdir að hefjast.  Við hlökkum öll til að fá veginn og gleðjumst yfir áætlunum verktaka um að flýta framkvæmdum. 

Ekki var hægt að leyfa skólabörnum úr Þingvallasveit að sækja skóla sinn á Laugarvatn í vetur enda ekki vitað hvernig vegaframkvæmdir yrðu og hvort hægt yrði að aka veginn í vetur.  Næsta vetur verður vonandi hægt að aka nemendum á Laugarvatn og stytta þannig til muna akstur þeirra í skólann sinn.  Húrra. 

Ég vil leyfa mér að benda á að tillaga um nýtt nafn á veginum, Lyngdalsheiðarvegur, kom frá sveitarstjórn Bláskógabyggðar og er því alfarið á ábyrgð heimamanna.  Vegagerðin tók nafngiftinni vel.


mbl.is Byrjað á umdeildum vegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar fundar eftir sumarfrí.

Fyrsti fundur sveitarstjórnar eftir sumarleyfi, var í gær.  Fyrir lágu ýmis góð mál eins og gengur.  Ég hafði beðið um fundargerð Fjallskilanefndar Biskupstungna og barst hún á fundinn.  Ýmsar sögusagnir hafa verið um fjallferðir og að menn ætli ekki að fara á fjallið vegna leiðinda þar, en ekkert kom fram í fundargerðinni sem gaf tilefni til að ætla að fjallmenn væru ekki glaðir í leitum.  Vonandi verður fjallferð Biskupstungnamanna eins ánægjuleg og þær voru á árunum 1983-2003.  Ég fór öll árin frá 1985 og naut mjög samveru, við  fólk fjöll og náttúru, í heila viku, árlega í september.  Fundargerði sveitarstjórnar eru birtar á heimasíðu Bláskógabyggðar og hvet ég fólk til að lesa þær, netfangið er:   http://www.blaskogabyggd.is

Greinargerð sem kynnt var á fundinum frá Svanhildi, fráfarandi leikskólastjóra í Álfaborg var einstaklega vel unnin og flott og á Svanhildur mikið hrós skilið fyrir starf sitt í leikskólanum Álfaborg, undanfarin 15 ár. 

Kjartan lagði fram ýmsar fyrirspurnir á fundinum mun ég kynna svörnin fljótlega þegar þau berast frá oddvita, skriflega eins og hann samþykkti að gera, enda voru fyrirspurnir Kjartans skriflegar.   

Ég hvet fólk til að hafa álit á sveitarstjórnarmálum á blogginu mínu, gera athugasemdir og setja fram eigin ábendingar.  Það hjálpar okkur T-listafólki að hvetja til góðra verka og hafa aðhald á meirihlutanum í Bláskógabyggð. 


Stuðningur við ljósmæður

Þar sem ég er í stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar finnst mér rétt að kynna samþykkt stjórnar sem gerð var í gær um áskorun til ríkisstjórnarinnar vegna launadeilu ljósmæðra og ríkisins.  Áskorunin er svona:

Kvennahreyfing Samfylkingarinnar lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri launadeilu sem upp er komin milli ríkisins og ljósmæðra.  Einnig lýsir Kvennahreyfingin yfir þungum áhyggjum af öryggi fæðandi kvenna og nýbura.

Laun ljósmæðra eru með því sem lægst gerist innan Bandalags háskólamanna þótt nám þeirra sé eitt það lengsta sem krafist er af ríkisstarfsmönnum.

Byrjunarlaun ljósmæðra eru til dæmis helmingi lægri en byrjunarlaun verkfræðinga með meistaragráðu.  Launakjör ljósmæðra eru til marks um að hvorki þarfir né störf kvenna séu metin að verðleikum.  Kvennahreyfing Samfylkingarinnar leggur áherslu á að störf ljósmæðra verði endurmetin miðað við þá miklu ábyrgð sem þær gegna.

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa þá stefnu að jafna óútskýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu. Semja þarf um kjör handa ljósmæðrum sem standast samanburð við sambærilegar karlastéttir. Það gæfi íslenskum konum von um að jafnréttismarkmið ríkisstjórnarinnar stæðust.

Stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnarflokkana að leiða kjaradeiluna til lykta og standa þannig við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um endurmat launa hefðbundinna kvennastétta.

Vonandi ber ríkisstjórnin gæfu til að standa við eigin orð um aukið jafnrétti launa.


mbl.is Lýsa yfir áhyggjum af boðuðu verkfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða vegur við Laugarvatn?

Það eru þrjár leiðir að Laugarvatni og ég velti fyrir á hvaða leið umrætt slys var.  Gjábakkavegur hefur oftast haft hæstu slysatíðni vega skv. upplýsingum frá Vegagerðinni. Mörg og alvarleg slys hafa verið á leiðinni að Laugarvatni frá Grímsnesi (Svínavatni) á síðustu tveimur árum.  Ég veit ekki hvernig staðan er á leiðinni að Laugarvatni um Laugardalinn.  Mjög mikil umferð á þessum leiðum og nauðsynlegt að vegirnir séu með háa öryggisstaðla.  Sú er ekki raunin við Laugarvatn og mikilvægt að það breytist.  Vegirnir hafa oft mjög litlar vegaxlir í þeim eru lægðir og hæðir og mjög fáir beinir vegakaflar.
mbl.is Útafakstur við Laugarvatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Körfuboltasigrar falla í skuggann af handboltanum

Erum öll svo hreykin af fræknum sigrum handboltaliðsins í Peking að ég gleymdi alveg að athuga hvernig piltunum okkar gekk gegn Írum í körfunni.  Það er ekki fallegt til frásagnar að mamma gleymir syninum smá stund. Vaknaði af ljúfum svefni til að athuga málið. Þeir sigruðu auðvitað.  Flottir.  Nú er bara að sigra Ameríkanana í næsta leik.


mbl.is Sigur vannst á Írum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Huginn frá Haga. Hryssur hans sónaðar á morgun.

Sérkennilegt! Ætlaði að blogga mest um stjórnmál þegar ég byrjaði að blogga í mars s.l. (eftir að ég slasaði mig) en undanfarið hef ég mest bloggað undir flokknum vinir og fjölskylda.  Fjölskyldan og vinir hafa alltaf verið mest virði fyrir mig svo e.t.v. er ekki að undra að ég ræði málin undir þeim lið þótt sveitarstjórnarmál séu líka mjög skemmtileg og mikilvæg. 

Fannar er kominn með landsliði körfubolta til Írlands hringdi áðan og lét vel af sér.  Strákarnir komnir til Dublin og muni spila á móti Pólverjum á morgun.  Hélt að Stormur yrði í pössun á Torfastöðum í vikunni en það verður ekki fyrr en um helgina.  Mamma hans að fara í próf eftir helgina. 

Á morgun verða hryssum sem hafa verið á Torfastöðum undir Huginn frá Haga sónaðar, byrjað verður kl. 11:00, og vonandi verða sem flestar fylfullar.  Þá fara þær til síns heima, og verður gott að losna við þær, enda erum við stöðugt að fylgjast með að allt sé í lagi hjá hestinum. 

Höfum verið að girða sumarhúsalandið af og í dag tóku Sigtryggur bróðursonur Margrétar og Ólafur upp óþarfa girðingu á sumarhúsasvæðinu sem við settum upp fyrir fjórum árum síðan. Nú er féð farið og því ekki nauðsyn á nema stórgripagirðingu.  Við erum við oft logandi hrædd um að fá yfir okkur nautgirpi frá nágrönnunum.  Nú eru miklu minni líkur á að nautgripirnir valdi tjóni komi þeir yfir á okkar land. Getum því sofið róleg vegna nautgripa nágrannanna.


Skemmtilegar körfuboltafréttir

Það er gaman að fá skemmtilega fréttir nú þegar lætin í Reykjavík eru að líða hjá.  Körfuknattleiksstrákarnir á leið til Írlands og Jón Arnór og Jakob komnir í KR.  Fannar gaf færi á sér í landsliðið og Frikki virðist orðinn frískur.  Framundan er æsispennandi körfuboltavetur miklar breytingar í liðunum og spennandi að sjá hvernig það kemur út.  Áfram Ísland.


mbl.is Körfuknattleikslandsliðið til Írlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband