Lyngdalsheiðarvegur, loksins hefjast framkvæmdir

Árið 2002 sameinuðust sveitarfélögin Þingvellir, Laugardalur og Biskupstungur og urðu að Bláskógabyggð.  Sveitarstjórnin öll einhenti sér í að vinna að því fá nýjan veg milli Þingvalla og Laugarvatns, heilsársveg.  Vonir voru bundnar við að vinnan myndi ganga hratt fyrir sig og Vegagerðin stóð sig mjög vel, hannaði margar veglínur og gerði umhverfismat.  Væntingar voru um að veginum yrði lokið 2007 en nú loksins í september 2008 eru framkvæmdir að hefjast.  Við hlökkum öll til að fá veginn og gleðjumst yfir áætlunum verktaka um að flýta framkvæmdum. 

Ekki var hægt að leyfa skólabörnum úr Þingvallasveit að sækja skóla sinn á Laugarvatn í vetur enda ekki vitað hvernig vegaframkvæmdir yrðu og hvort hægt yrði að aka veginn í vetur.  Næsta vetur verður vonandi hægt að aka nemendum á Laugarvatn og stytta þannig til muna akstur þeirra í skólann sinn.  Húrra. 

Ég vil leyfa mér að benda á að tillaga um nýtt nafn á veginum, Lyngdalsheiðarvegur, kom frá sveitarstjórn Bláskógabyggðar og er því alfarið á ábyrgð heimamanna.  Vegagerðin tók nafngiftinni vel.


mbl.is Byrjað á umdeildum vegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband