Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hver blekkir hvern?

Aumingja Ólafur F. fellur á eigin bragði.  Var blekktur svo blekkti hann og var enn blekktur.  Vont að vera í stöðugum blekkingarleikjum og falla svo á eigin bragði.
mbl.is Ólafur: Blekktur til samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tungufljótið fullt af laxi

Fjöslkylda mín leigði allar fjórar stangirnar í Tungufljóti í tvo daga eins og hefur komið fram á blogginu mínu.  Mjög mikið af laxi var allsstaðar í kringum veiðifólkið og þeim fannst mjög skemmtilegt að standa við fossinn Faxa og horfa á allan laxinn stökkva.  Laxarnir sem veiddust í Hvítá voru á leið í Tungufljótið.
mbl.is 300 laxar á land í Hvítá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira umferðaröryggi

Ég efast ekki um að hægt er að vinna hratt í skipulagsmálum hringvegar milli Selfoss og Hveragerðis.  Það vija allir flýta málinu svo nú er lag að allir taki höndum saman og flýti skipulagsvinnunni og samningum við landeigendur. Það er örugglega mjög mikið að gera hjá Vegagerðinni en nú þarf þetta verk að komast í forgang.  Það er alltof dýrt að bíða.


mbl.is Segir boltann nú hjá Vegagerðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiði hætt i Tungufljóti, róleg helgi?

Erum að ná okkur eftir fjörið sem var í veiðiatinu.  Hef ekki staðfestar tölur úr anni en Fjalar mun hafa verið aflahæstur þegar upp var staðið, náði í sex laxa.  Högni sonur hans veiddi fjóra laxa, setti þó í fleiri.  Björt, Birgir, Andri og Jara veiddu Maríulaxana sína.  Fannar fékk tvo og Darri líka.  Þá held ég að öll veiðin sé upptalin 18 laxar alls.  Ekki slæmt einkum þegar fyrir liggur að flestir eru nýgræðingar í veiði, að ekki sé talað um fluguveiði. 

Vaknaði í morgun við vondan draum, einhver hafði skrúfað frá ofninum uppi, en við höfum reynt að loka honum enda grunur um að frárennslið sé skemmt.  Nú þurrkum við vatn sem kemur að ofan, rennur í gegnum loft. Slæmt mál, en alltaf sem manni leggst til, til að kljást við. 

Karen og Dave komu í lok veiðinnar, eru að koma frá Póllandi og heimsóttu Fannar og Margréti á leið sinni til heim.  Þau eru nú í sumarbústað í Grafningnum.  Hér er fámennt og góðmennt, aðeins við Óli, Björt og Birgir heima.  Eigum von á fólki fljótlega að skoða hross og sumarbústaðalönd. 


Burt með borgarstjórann í Reykjavík.

Borgarstjórinn hugsar bara um eigið rassgat.  Stuðningsfólki hent hægri vinstri.  Löggjafinn þyrfti að gefa kjósendum færi á að ná fram kosningum í sveitarstjórn þegar staðan er eins hrikaleg eins og hún er nú  í höfuðborg Íslendinga. Það er engin hemja að hægt sé að hriða borgarstjóraembættið án nokkurs kjörfylgis og sjá svo dauða og djöful í hverju horni.  Borgarstjórann burt.  Allir landsmenn eiga kröfu á því að borginni sé stjórnað af hæfu fólki. Reykjavík er höfuðborg Íslendinga og það kemur okkur öllum við að borginni sé vel stjórnað.  Kjósendur eiga að hafa síðasta orðið ekki Ólafur F.
mbl.is Skipt um fulltrúa í skipulagsráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æðisleg verslunarmannahelgi

Gautrekur frá Torfastöðum kn. FannarHér á Torfastöðum hefur verið mikið um dýrðir undanfarna daga.  Fannar og Margrét buðu vinum sínum að setja upp tjaldbúðir á Torfastöðum og hoppukastali var settur upp fyrir börnin.  Söngskemmtun á laugardagskvöldið, Ingó í Veðurguðunum skemmti mannskapnum.  Eldur og Guðrún voru hér um helgina og þess utan komu Öddi og Ásta og Steinunn í heimsókn.  Björt og Birgir voru  í Hvalfirðinum með fjölskyldu Birgis. 

Hestamannafélagið Logi hélt sitt árlega hestaþing um helgina.  Logafélagar og gestir kepptu en fram fór gæðingakeppni, töltkeppni og að lokum kappreiðar.  Börnin báru af, voru mjög flott.  María og Kristinn í Fellskoti létu sig vaHjálprekur frá Torfastöðum og Kristinn Bjarninta, aldrei þessu vant og mér fannst mikið vanta að þau skyldu ekki mæta.  Þau hafa alltaf verið með frá því að ég fór að stunda þessi mót, keppt í mörgum greinum og oftast verið í vinningssætunum. 

Ég fékk það hlutverk að vera þulur og stjórna mótinu allan sunnudaginn.  Nokkrir hestar frá Torfastöðum kepptu.  Gautrekur frá Torfastöðum hlaut 3. sæti í B flokknum.  Hjálprekur frá Torfastöðum varð einnig númer þrjú í A flokki gæðinga.  Kristinn Bjarni var knapi hans en Fannar keppti á Gautreki.  Hrist frá Torfastöðum og Sólon Mortens

Hrist frá Torfastöðum og Sólon unnu 2. sæti í B flokknum, hlutu einkunnina 8,48.  Fínn árangur.  Við máttum því vera ánægð með okkar hlut.  Borði frá Fellskoti var ótvírætt konungur mótsins, vann B flokkinn og valinn flottasti hestur mótsins.

Í dag liggur fyrir að taka til og þrífa hér á Torfastöðum enda tekur enn við skemmtun og gleði. Á morgun eigum við von á fjölskyldumeðlimum sem ætla að fara að veiða í Tungufljóti.  Fjalar bróðir sá um að panta ána og veiðin hefst eftir hádegi á morgun og stendur fram á hádegi á föstudaginn kemur.  Ekkert lát á skemmtun hér á Torfastöðum og vonandi að sem flestir mæti.


Heitast 29 stig á Þingvöllum, Bláskógabyggð

29 stiga hiti á Þingvöllum kl 16:00 í dag og rúm 28 stig á Hjarðarlandi.  Skálholt 28 stiga hiti.  Þetta eru opinberar tölur frá Veðurstofu Íslands.
mbl.is Segir hitamet slegið í Hveragerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

26 stiga hiti á Hjarðarlandi, og 27 á Þingvöllum

Mesti hiti á landinu í gær var á Þingvöllum, Bláskógabyggð og klukkan 9:30 var hitinn kominn í 20 gráður hér á Torfastöðum.  Býst við að hitinn hér í Bláskógabyggð, á Laugarvatni, Þingvöllum, Skálholti og Geysi verði jafn mikill og áætlað er í Húsafelli ef ekki meiri.  Núna klukkan 10:30 er hitinn kominn í 25 stig á mæli á Torfastöðum.  Ja hérna, það verður slegið hitamet.
mbl.is 29 gráður og sólskin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarstjórinn gerir enn í buxurnar

Ólafur F. virðist leggja sig fram við að tapa fylgi borgarbúa.  Fylgið var lítið þegar hann hirti til sín borgarstjórastólinn og það minnkar stöðugt. Hann hendir stuðningsmönnum sínum út úr nefndum borgarinnar, hafnar aðstoðarmanninum þegar hún er ekki nógu þæg að hans mati og nú er henni aftur hafnað af Ólafi F. þar sem hún segir ekki það sem honum er þóknanlegt.  Þó segir hún ekki neitt og ég skil ekki að það sem hún sagði skuli hafa verið brottrekstrarsök. Ólafur virðist einræðisherra af verstu gerð, þolir ekki mótlæti og heldur að eigin skoðanir og orð séu betri en annarra.  Ja svei.  Og þetta er borgarstjóri höfuðborgar Íslendinga.    


mbl.is Borgarstjóri skiptir um varaformann skipulagsráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bilað blogg og borgarstjórinn líka

Skrýtið, nú þegar bloggið er bilað er ég alltaf að gá hvort ég get bloggað.  Geri mönnum ábyggilega erfitt fyrir með því að vera alltaf að reyna að blogga við fréttir en ég get það ekki enn.  Svo fer í mínar fínu að útlit bloggsins míns er breytt og ég get ekki heldur breytt því.  Veit að viðgerðarmenn hamast við að laga bloggástandið hjá mogganum svo ég ætti bara að hafa mig hæga.  En nú virðist ég þurfa sérstaklega að koma með athugasemdir og skoðanir á mönnum og fréttum en ég bara get það ekki.  Jú ég get skrifað en ekki tengt mig við fréttir. 

 Langaði t.d. að hafa skoðun á því að borgarstjórinn hendir konu úr nefnd borgarinnar vegna þess að það sem hún segir við fréttamenn virðist ekki vera honum þóknanlegt.  Borgarstjóri hefur marg sagt að hann verði dæmdur af verkum sínum.  Vill hann að við dæmum hann fyrir að henda fyrrum aðstoðarkonu sinni úr skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar, bara fyrir það að hún opnar munninn, en segir ekki það sem Ólafi F þóknast að hún segi?  Er þetta ekki einhverskonar skoðanakúgun?  Vill Ólafur F borgarstjóri fá að ráða því hvaða skoðanir fólkið hans hefur á skipulagsmálum?  Er það ekki kúgun að vera rekinn úr nefnd fyrir að opna munninn?  Já menn verða og eru vonandi dæmdir af verkum sínum, ekki bara sumu heldur öllum verkum sínum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband