Færsluflokkur: Bloggar
http://www.torfastadir.is heimasíðan að komast í virkni
23.9.2008 | 13:38
Nú eru liðin fimm ár síðan ég reyndi að koma mér upp heimasíðu. Mér tókst ekki að virkja hana enda var ég með svo lélega tengingu eitthvað sem kallað var ISDN og mér tókst ekki að koma neinu inná síðuna. Gafst upp og lét allt danka.
E n nú hef ég verið að gera nýja tilraun þarf að koma hestunum okkar á framfæri enda þurfum við að selja fleiri hross svo eitthvert vit sé í búrekstrinum hér. Vefsíðuhönnuðurinn tjáir mér að ekkert sé hægt að betrumbæta eða breyta síðunni sem sett var upp fyrir fimm árum, ef ég vilji breytingar þá verði að setja upp nýja síðu. Ég er svo hrifin af því að hafa haldið lénunum http://www.torfastadir.is og http://www.torfastadir.com að nú ætla ég að gera lokatilraun og sjá hvort ég kemst í tengsl við fólk sem vill kaupa af okkur. Spennandi tímar og gott að vinna þetta í haustrigningunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hilmar Örn Agnarsson, kórstjóri, kveðjutónleikar
19.9.2008 | 10:19
Félagar úr Skálholtskór og ásamt fleiri kórum Hilmars Arnar, hafa ákveðið að kveðja með viðhöfn kórstjórann sinn en hann er að fara frá Skálholti . Leyfi mér að setja hér fréttatilkynningu frá kórfélögum.
Kveðjutónleikar í Skálholtskirkju,
Hilmar Örn Agnarsson organisti og kórstjóri kvaddur.
Laugardaginn 27. september kl 17.30 verður haldin mikil tónlistarveisla í Skálholtskirkju. Hilmar Örn hefur nú látið af störfum sem organisti og kórstjóri í Skálholti, eftir 17 ára farsælt starf og nú er komið að eftirminnilegri kveðjustund.
Af þessu tilefni koma fram Barna-og Kammerkór Bisk., Skálholtskór, Kammerkór Suðurlands og fjöldi þekkts tónlistarfólks undir stjórn Hilmars Arnar, sem tekið hefur þátt í tónleikum með kórum Hilmars undanfarin 17 ár.
Fyrsta skal nefna Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, sem sungið hefur einsöng árlega með kórunum innanlands sem utan. Einnig söngvarana Hrólf Sæmundsson, Margréti Stefánsdóttur og Maríönnu Másdóttur, sálmabandið Lux Terrae, Hjörleif Valsson konsertmeistara og Jóhann I. Stefánsson trompetleikara. Einnig munu hinir ágætu organistar Haukur Guðlaugsson, Steingrímur Þórhallsson og Guðjón Halldór Óskarsson leika á orgel kirkjunnar fyrir tónleikanna, meðan gestir ganga til sætis.
Flytjendur allir munu leggja sitt af mörkum til að gleðja þá sem koma að hlusta, til að gleðja hvert annað og ekki síst söngstjórann, sinn góðan vin og baráttumann fyrir sönguppeldi og söngmenningu í sveitum landsins. Megi honum farnast vel á nýjum starfsvettvangi.
Aðstandendur tónleikanna óska eftir að þeir sem tök hafa á, láti upphæð sem svarar aðgangseyri að tónleikunum, ( t.d . kr 2000,- ) í söfnunarkassa í andyri og mun ágóði tónleikanna renna óskiptur í námssjóð fyrir Hilmar Örn. Það yrði örlítill þakklætisvottur fyrir það sem hann hefur lagt af mörkum fyrir samfélagið hér austan fjalls undanfarna áratugi. Hlökkum til að sjá sem flesta!
Félagar í kórum Hilmars
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hamingju Eggert Haukdal
18.9.2008 | 18:02
Ég vil óska Eggerti Haukdal til hamingju með sýknudóminn og samgleðst honum að Ragnari skuli hafa tekist að fá dóminn endurupptekinn í þriðju tilraun sinni. Eggert er þrautseigur maður og það er Ragnar líka. Ég hef alltaf dáðst af Ragnari Aðalsteinssyni lögfræðingi sem berst fyrir réttlæti og lætur ekki deigan síga þrátt fyrir synjun um endurupptöku a.m.k. tvisvar sinnum. Dómar verða að byggja á réttlæti, sönnunargögnum og heiðarleika.
Eggert var rægður og beittur andlegu ofbeldi með sögum og ætluðum sökum og ég hafði mikla samúð með honum þegar hann, á sínum tíma, var að berjast við öfundarmenn sína og andstæðinga. Hann fékk hvergi uppreisn æru og fréttamennskan var hreint andstyggileg þegar meint sök hans var til umfjöllunar í fjölmiðlum.
Svo varð ég líka vitni af því að samherji hans í Sjálfstæðisflokknum niðurlægði hann á fundum, með hegðun og látbragði sem var ekki mönnum sæmandi. Það fannst mér afar skammarlegt og þeim sem það gerði ekki til sóma. Ég nefni engin nöfn.
Eggert: Ánægður og þakklátur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Konur gefi enn og aftur framlag sitt.
16.9.2008 | 10:25
Alltaf er ætlast til þess að framlag kvenna eigi ekki að kosta neitt, þær mega ekki hagnast á framlagi sínu til annarra fjölskyldna. Þetta eru úrelt sjónarmið og lítt sæmandi. Konur eiga að fá mikið fyrir að lána líkama til að ganga með börn fyrir aðra. Tilvitnun í frétt:
"Meðal þeirra gagnrýnisradda sem heyrst hafa í umræðunni um lögleiðingu staðgöngumæðra eru að verði greitt fyrir meðgöngu staðgöngumóðurinnar bjóði það óneitanlega upp á að efnaminni konur gerist staðgöngumæður á viðskiptalegum grunni.
Þetta má ekki verða atvinnuvegur, segir Matthías og telur heppilegra að staðgöngumóðir sé einhver sem sé nákomin hinum verðandi foreldrum. Hins vegar er eðlilegt að staðgöngumóður sé greitt fyrir vinnutapið og þann kostnað sem hlýst af því að vera staðgöngumóðir, því það er auðvitað mikil fyrirhöfn og viss áhætta að ganga með barn, segir Matthías og bendir á að einnig þyrfti að skilgreina í lögum hver eigi rétt á fæðingarorlofi sé barn getið með aðstoð staðgöngumóður."
Greiðum því konum há laun fyrir að ganga með börn annarra og og ef einhverjar efnaminni konur geta hagnast á því þá er það bara allt í lagi.
Staðgöngumæðrun „má ekki verða atvinnuvegur“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11. september 2008
11.9.2008 | 09:13
Í dag á hann pabbi, Kristján Sigurðsson afmæli, er orðinn 82ja ára. Til hamingju pabbi minn. Hann er ern og frískur þótt aldurinn sé farinn að segja til sín og vinnur hörðum höndum að ýmsum verkefnum. Mér finnst mest spennandi að hann er hefur verið að skrifa um meðferðarstarf sem unnið hefur verið með ungmenni á Íslandi en hann var mikill frumkvöðull í meðferðarmálum unglinga.
Pabba hefur fundist margt vitlaust í umræðunni um Breiðavík en ekki tjáð sig mikið um það. Hans upphaf í meðferðarmálum var að hann var fenginn til að stýra Breiðavík og hóf störf þar 1955 en fór þaðan ári síðar. Vildi ekki ala börnin sín (mig og Fjalar) upp á einangruðum og afskekktum stað, reyndar tók mamma alveg fyrir að vera áfram fyrir vestan. Síðar tók hann að sér unglingamál hjá lögreglunni og hjá félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar.
Árið 1972 var hann gerður forstöðumaður Unglingaheimilis ríkisins og þar lagði hann grunn að miklu og góðu starfi í meðferðarmálum ungmenna. Hann pabbi hefur frá mörgu að segja og nú hefur hann það verkefni að koma því á prent. Vonandi gengur það vel.
11. september afmæli pabba og sjö ár síðan að árás á Tvíburaturnana í New York var gerð. Ég man vel hvar ég var 11. september 2001. Ég fékk fréttirnar í leitum á Kili. Hafði þá verið í 5 daga á fjöllum án frétta en fjallmenn fengu fréttirnar af árásinni þegar við komum í Árbúðir. Guðný og Camilla stóðu á öndinni, sögðu fréttirnar um leið og komið var í kofa. Mér varð strax hugsað til Fannars og Margrétar sem voru í USA í námi, langaði að ná í þau en vildi ekki hringja þótt ég væri með NTM símann minn því ég vissi að erfitt væri að ná út og að allir hlytu að vera að hringja út til ættingja sinna. Hringdi bara til Elds og Bjartar að athuga hvort þau vissu eitthvað meir en ég. Já ég man þennan dag eins og gerst hefði í gær, eins og ég býst við að allir geri, muni vel hvar þeir voru þegar þeir heyrðu af árásunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Breiðavíkurbörn nútímans.
10.9.2008 | 00:01
Er mjög hugsi yfir stöðu barna og ungmenna í dag. Sé ekki að Barnaverndarstofa hafi, undanfarin ár, verið að veita þá meðferðarþjónustu sem þörf er á. Börnum er fórnað ef þau eru í vanda og fjölskyldur fá ekki aðstoð þrátt fyrir að barnaverndarlög eigi að verja börnin til 18 ára aldurs.
Nú fá Breiðuvíkurdrengir mikla samúð. Það er vel, en hvernig mun sagan dæma Barnaverndarstofu? Félagsmálayfirvöld sveitarfélaga þegja þunnu hljóði. Skil ekki hversvegna sveitarfélögin gera ekki kröfu um meiri og betri þjónustu. Samningur ríkis og sveitarfélaga kveður á um að Barnaverndarstofa eigi að veita meðferðarþjónustu fyrir börn og ungmenni. BVS hefur gert sveitarfélögunum mjög erfitt fyrir þegar þau hafa óskað eftir þjónustu fyrir ungmenni og nú notar Barnaverndarstofa umfjöllun um Breiðavík sér til afsökunar og segir að sú umfjöllun hafi minnkað eftirspurn eftir meðferðarvistun fyrir ungmenni.
Ég fullyrði að þetta er bull, Barnaverndarstofa hefur leynt og ljóst lagt stein í götu meðferðarstaða fyrir ungmenni. Skjöldólfsstaðir, Meðferðarheimilið Torfastöðum og Hvítárbakki hafa hætt þjónustu undanfarin ár. Með því voru lögð niður 18 meðferðarpláss hjá Barnaverndarstofu og ekkert komið í staðinn. Á sama tíma hefur Barnaverndarstofa gert sveitarfélögunum mjög erfitt fyrir þegar þau vantar þjónustu fyrir ungmenni í vanda. Það hefur Barnaverndarstofa gert með auknum kröfum á velferðarþjónustu sveitarfélaga þannig að umsóknarferlið eftir þjónustu var gert stöðugt erfiðara og er orðið svo erfitt að flest sveitarfélög eru hætt að óska eftir meðferðarvistunum hjá Barnaverndarstofu.
Nokkrum árgöngum barna, sem hafa átt í erfiðleikum hefur ekki verið sinnt. Er ekki verið að endurtaka söguna um ljóta meðferð á börnum þegar þeim er ekki sinnt? Verða Breiðavíkurbörn framtíðarinnar e.t.v. börnin sem fengu ekki þjónustu Barnaverndarstofu?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimasíða fyrir Torfastaði
9.9.2008 | 10:33
Ég hef lengi átt lénið torfastadir.is og torfastadir.com en ekki getað nýtt mér lénin. Fékk sérfræðing til að gera heimasíðu fyrir mig fyrir nokkrum árum, en þekking mín á heimasíðu var engin svo ég fékk ekki síðu sem hentaði okkur. Nú er ég að reyna að læra sjálf svo ég hafi smá kunnáttu og geti skýrt hvernig ég vil að heimasíðan sé.
Ég fór að blogga í vetur til að sjá hvort það fleytti mér eitthvað áfram í heimasíðugerðinni, enda fannst mér ég hafa tíma þar sem ég hafði slasað mig og gat ekkert gert. Það var því tilvalið að nota tímann og öðlast reynslu í blogginu.
Nú ætla ég að reyna að læra meira og er í námi hjá Tölvu-og verkfræðistofunni, að reyna að tileinka mér heimasíðugerð. Veit ekki hvernig þetta fer en byrjunin lofar góðu. Mér finnst æðislegt að gefa mér loks tíma til að læra eitthvað í tölvuvinnslu. Hóf nám í tölvu reyndar í fyrra þegar ég lærði að færa bókhaldið á tölvuna. Það var algert æði og synd að hafa ekki getað fyrr tölvufært bókhaldið. Það hefði sparað mér peninga og vinnu þegar allt var á fullu hjá okkur í umönnun barna og skólahaldi fyrir þau.
En nú þegar hægt hefur á verkefnum get ég vonandi unnið meir í heimasíðugerðinni. Hef mikinn áhuga á að koma okkur upp þolanlegri kynningu á hrossaræktinni. Svo langar mig alltaf að skrifa um 32ja ára reynslu mína af meðferðarvinnu með ungt fólk og fjölskyldur þeirra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lyngdalsheiðarvegur, loksins hefjast framkvæmdir
8.9.2008 | 00:29
Árið 2002 sameinuðust sveitarfélögin Þingvellir, Laugardalur og Biskupstungur og urðu að Bláskógabyggð. Sveitarstjórnin öll einhenti sér í að vinna að því fá nýjan veg milli Þingvalla og Laugarvatns, heilsársveg. Vonir voru bundnar við að vinnan myndi ganga hratt fyrir sig og Vegagerðin stóð sig mjög vel, hannaði margar veglínur og gerði umhverfismat. Væntingar voru um að veginum yrði lokið 2007 en nú loksins í september 2008 eru framkvæmdir að hefjast. Við hlökkum öll til að fá veginn og gleðjumst yfir áætlunum verktaka um að flýta framkvæmdum.
Ekki var hægt að leyfa skólabörnum úr Þingvallasveit að sækja skóla sinn á Laugarvatn í vetur enda ekki vitað hvernig vegaframkvæmdir yrðu og hvort hægt yrði að aka veginn í vetur. Næsta vetur verður vonandi hægt að aka nemendum á Laugarvatn og stytta þannig til muna akstur þeirra í skólann sinn. Húrra.
Ég vil leyfa mér að benda á að tillaga um nýtt nafn á veginum, Lyngdalsheiðarvegur, kom frá sveitarstjórn Bláskógabyggðar og er því alfarið á ábyrgð heimamanna. Vegagerðin tók nafngiftinni vel.
Byrjað á umdeildum vegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvaða vegur við Laugarvatn?
23.8.2008 | 12:16
Útafakstur við Laugarvatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Huginn frá Haga. Hryssur hans sónaðar á morgun.
21.8.2008 | 00:46
Sérkennilegt! Ætlaði að blogga mest um stjórnmál þegar ég byrjaði að blogga í mars s.l. (eftir að ég slasaði mig) en undanfarið hef ég mest bloggað undir flokknum vinir og fjölskylda. Fjölskyldan og vinir hafa alltaf verið mest virði fyrir mig svo e.t.v. er ekki að undra að ég ræði málin undir þeim lið þótt sveitarstjórnarmál séu líka mjög skemmtileg og mikilvæg.
Fannar er kominn með landsliði körfubolta til Írlands hringdi áðan og lét vel af sér. Strákarnir komnir til Dublin og muni spila á móti Pólverjum á morgun. Hélt að Stormur yrði í pössun á Torfastöðum í vikunni en það verður ekki fyrr en um helgina. Mamma hans að fara í próf eftir helgina.
Á morgun verða hryssum sem hafa verið á Torfastöðum undir Huginn frá Haga sónaðar, byrjað verður kl. 11:00, og vonandi verða sem flestar fylfullar. Þá fara þær til síns heima, og verður gott að losna við þær, enda erum við stöðugt að fylgjast með að allt sé í lagi hjá hestinum.
Höfum verið að girða sumarhúsalandið af og í dag tóku Sigtryggur bróðursonur Margrétar og Ólafur upp óþarfa girðingu á sumarhúsasvæðinu sem við settum upp fyrir fjórum árum síðan. Nú er féð farið og því ekki nauðsyn á nema stórgripagirðingu. Við erum við oft logandi hrædd um að fá yfir okkur nautgirpi frá nágrönnunum. Nú eru miklu minni líkur á að nautgripirnir valdi tjóni komi þeir yfir á okkar land. Getum því sofið róleg vegna nautgripa nágrannanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)