Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Veiðideild í Tungufljóti í Biskupstungum

Á þriðjudaginn 21. apríl s.l. hélt Veiðifélag Árnessýslu aðalfund sinn.  Þar var tekin fyrir ósk landeigenda og veiðiréttarhafa í Tungufljóti, neðan fossins Faxa þess efnis að fá að stofna veiðideild í Veiðifélagi Árnesinga.  Óskin var samþykkt og nú er unnið hörðum höndum við að stofna deildina.

Í dag var ég á yfirreið með Árna. Við hittum ýmsa landeigendur sem hafa áhuga á að gera Tungufljót að mikilli laxveiðiá.  Dagurinn var hreint dásamlegur, veiðisvæði skoðuð, einkum neðan Tungufljótsbrúar.  Árni var yfir sig hrifinn í yfirferð okkar. Hann fann marga framtíðar veiðistaði í ánni svo við komum glöð heim.  Áætlanir um að gera ána að einni af stærstu laxveiðiá landsins eru í vinnslu og líta vel út.  Spennandi tími framundan fyrir alla hagsmunaaðila.


Samfylkingin í forystu

Ég er mjög glöð yfir niðurstöðu kosninganna.  Skilaboðin eru skýr aðildarviðræður við ESB eru á dagskrá og vonandi berum við gæfu til að bregðast hratt við, ekki veitir af.  Á vef Samfylkingarinnar er flott grein eftir Ingibjörgu Sólrúnu sem ég mæli með að fólk lesi.  Þar kemur fram hvað hún hefur verið gert í utnaríkisráðherratíð sinni til að undirbúa aðildarviðræðurnar.  http://www.samfylkingin.is/Fréttirnar/articleType/ArticleView/articleId/357/Kjosum-Evropu/


mbl.is 27 nýir þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýr skilaboð frá Samfylkingunni um ESB

Ég var fegin að heyra í Björgvini á fundi framboðanna á Selfossi í kvöld. Evrópustefnan er skýr.  Samfylkingin fær vonandi svo mikið fylgi í kosningunum að það fari ekki á milli mála að það krafa kjósenda sé að farið verði í ESB aðildarviðræður.  Ég vona að fólk muni vel eftir hver hefur haldið um stjórnvölin undanfarin 18 ár og komið landinu á vonarvöl með frjálshyggju.... 
mbl.is Evrópustefnan verði á hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afréttirnir teknir af bændum á Íslandi

Þjóðlendulögin fara hljótt þessa dagana en Sjálfstæðismenn og Framsókn höfðu forgöngu um að taka lönd og afréttina af íslenskum bændum, jafnvel þótt afsöl væru til fyrir þessum löndum.  Grímsnesingar höfðu makaskipti við ríkið um land, fengu Skjaldbreið, en svo tók ríkið það bara af þeim, setti lög og tók landið, þrátt fyrir eldri samninga. 

Um allt land hefur ríkið svipt bændur og sveitarfélög landi sem var í þeirra eigu.  Svo tala menn um spillingu í Kína.  Lítum bara í eigin barm.


mbl.is Stálu 515 milljörðum króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttablaðið hætt að koma á Selfoss og í Uppsveitirnar.

Undanfarnar vikur hefur Fréttablaðið verið ófáanlegt fyrir okkur íbúa Árnessýslu.  Bjarnabúð fékk blaðið og þangað sóttum við það.  Nú er ekkert blað í Bjarnabúð, kemur ekki þangað.  Ég ætlaði að redda mér blaði á Selfossi en fékk ekkert.  Það er ekki borið út til íbúa og fæst ekki í blaðsölubúðum eftir kl. 7:30 á morgnanna.  

Hafa auglýsendur í blaðinu verið upplýstir um að Fréttablaðið berst ekki til íbúa Árnessýslu?


Skaðabæturnar allt of lágar

Mér finnst svo undarlegt hvað mannslíf er lítils virði á Íslandi.  Skaði sá sem 12 ára drengur hefur af kynferðislegu ofbeldi er ofboðslegur eins og kemur fram í fréttinni.  Í dag hlýtur drengurinn að vera orðinn 18 ára.  Hann hefur örugglega átt í margskonar erfiðleikum, í fréttinni voru fíkniefni nefnd.  Hann hefur örugglega ekki getað stundað skóla eins og þeir sem heilbrigðir eru. Því hefur líf drengsins verið þyrnum stráð undanfarin sex ár en honum aðeins dæmdar skitnar ein og hálf milljón króna í skaðabætur.  Sex ára vanlíðan þolanda, vegna kynferðisofbeldis kostar sakamanninn og samfélagið lítið.  
mbl.is Geðsjúkur maður nauðgaði 12 ára dreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KR-ingar unnu meistaratiltilinn í kvöld

Leikurinn var hroðalega spennandi í kvöld.  Ég ætlaði að vera heima en fékk ekki og fór því og horfði á allan leikinn.  KR-ingar yfir allan tímann en misstu forskotið á síðustu mínutu leiksins.  Mig langaði hreint ekki að horfa á síðustu mínútu leiksins en gerði það samt.  Þvílík spenna, en þeir náðu að sigra.... Fannar náði boltanum á ögurstundu.  Úfff.  Æði.

Mér finnst gaman að hafa farið suður og fylgst með leiknum í beinni var á staðnum.  Til hamingju strákar, þið voruð betri og unnuð.  Auðvitað er ég hlutdræg en það er líka allt í lagi.  KR vann........  Til hamingju.


mbl.is Fannar: Kom í ljós hve breiðan hóp við erum með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skírdagur, yndislegur dagur framundan hér á Torfastöðum í Biskupstungum.

Veðrið er mjög fallegt í dag, heldur kaldara en í gær en sólin skín og fuglasöngurinn er mikill.  Þvílíkur vorboði.  Páskarnir halda innreið sína.  Í gær kom Bíbí með Gunnari, Siggu og Kára.  Við borðuðum öll saman og horfðum svo á framboðsfund í sjónvarpinu. 

Í morgun fékk ég yndislega kveðju frá fóstursyni sem ég hef ekki heyrt í lengi.  Hann sagði m.a.: ég hefdi átt að vera löngu búinn að hafa samband, þykir ofsa vænnt um ykkur takk fyrir yndislegan tima sem þið gáfuð mér."

Það er mikil gjöf að fá svona skeyti, yljar okkur um hjarta og nærir. Þá veit ég að það var einhvers virði fyrir þá sem hér dvöldu hjá okkur að njóta samvista við okkur, allavega sum þeirra.  Við vorum oft mjög hreykin af fósturbörnum okkar, framförum þeirra og sigrum.  


Kosningastyrkir til Sjálfstæðisflokksins

Mér finnst fyndið að hlusta á frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins tala um að þeir hafi haft forgöngu um að opna á og leggja fram lög um framlög til flokkanna í byrjun árs 2007.  Samkvæmt mínu minni, þá var það Kvennalistinn sem fyrstur flokka reyndi að fá stjórnmálaflokka til að opna kosningabókhald sitt, og lagði oft fram tillögur þar að lútandi.  Samfylkingin hefur haldið því verki áfram, komið með tillögur á hinu háa Alþingi um að kosningabókhald flokkanna sé opið á hverjum tíma.

Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði alltaf slíkum tillögum, ég man mjög vel eftir því hvað Davíð gekk hart fram í því máli, ljáði því aldrei máls að unnið væri fyrir opnum tjöldum og Framsóknarmenn studdu heldur aldrei að fólk fengi upplýsingar um hvað þeir eyddu í kosningabaráttunni. 

Nú reyna menn að klóra yfir skítinn sinn með því að hreykja sér af því að lög voru samþykkt í byrjun árs 2007 um m.a. hámarksupphæðir sem fyrirtæki mega gefa í kosningasjóði flokkanna.  Ja svei.


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram KR, vinna Grindvíkingana!!!!!

Friðrik þjálfari Grindvíkinga virðist ekki sigurviss með hálfa menn í liði Grindvíkinga.  Ég vona að KR-Imageingar séu allir heilir og einbeiti sér að því að sigra leikinn. Áfram KR.....

Friðrik lét hafa eftir sér í Mbl.is:  Allir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn nema Páll Axel Vilbergsson. „Hann er bara svona 50% eins og í fyrsta leiknum og nýtist okkur auðvitað ekki eins og ef hann væri alveg heill. En ætli við reynum ekki að þjösnast eitthvað á honum í kvöld,“ sagði Friðrik.

KR-ingar léku miklu betur í fyrsta leik liðanna, voru 10 - 15 stigum yfir fyrstu þrjá leikhlutana.  Hlakka til að fylgjast með leiknum á eftir.


mbl.is Friðrik: Mikilvægt að vinna í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband