Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Hvaða vegur við Laugarvatn?
23.8.2008 | 12:16
Útafakstur við Laugarvatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Körfuboltasigrar falla í skuggann af handboltanum
23.8.2008 | 04:19
Erum öll svo hreykin af fræknum sigrum handboltaliðsins í Peking að ég gleymdi alveg að athuga hvernig piltunum okkar gekk gegn Írum í körfunni. Það er ekki fallegt til frásagnar að mamma gleymir syninum smá stund. Vaknaði af ljúfum svefni til að athuga málið. Þeir sigruðu auðvitað. Flottir. Nú er bara að sigra Ameríkanana í næsta leik.
Sigur vannst á Írum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Huginn frá Haga. Hryssur hans sónaðar á morgun.
21.8.2008 | 00:46
Sérkennilegt! Ætlaði að blogga mest um stjórnmál þegar ég byrjaði að blogga í mars s.l. (eftir að ég slasaði mig) en undanfarið hef ég mest bloggað undir flokknum vinir og fjölskylda. Fjölskyldan og vinir hafa alltaf verið mest virði fyrir mig svo e.t.v. er ekki að undra að ég ræði málin undir þeim lið þótt sveitarstjórnarmál séu líka mjög skemmtileg og mikilvæg.
Fannar er kominn með landsliði körfubolta til Írlands hringdi áðan og lét vel af sér. Strákarnir komnir til Dublin og muni spila á móti Pólverjum á morgun. Hélt að Stormur yrði í pössun á Torfastöðum í vikunni en það verður ekki fyrr en um helgina. Mamma hans að fara í próf eftir helgina.
Á morgun verða hryssum sem hafa verið á Torfastöðum undir Huginn frá Haga sónaðar, byrjað verður kl. 11:00, og vonandi verða sem flestar fylfullar. Þá fara þær til síns heima, og verður gott að losna við þær, enda erum við stöðugt að fylgjast með að allt sé í lagi hjá hestinum.
Höfum verið að girða sumarhúsalandið af og í dag tóku Sigtryggur bróðursonur Margrétar og Ólafur upp óþarfa girðingu á sumarhúsasvæðinu sem við settum upp fyrir fjórum árum síðan. Nú er féð farið og því ekki nauðsyn á nema stórgripagirðingu. Við erum við oft logandi hrædd um að fá yfir okkur nautgirpi frá nágrönnunum. Nú eru miklu minni líkur á að nautgripirnir valdi tjóni komi þeir yfir á okkar land. Getum því sofið róleg vegna nautgripa nágrannanna.
Skemmtilegar körfuboltafréttir
19.8.2008 | 17:35
Það er gaman að fá skemmtilega fréttir nú þegar lætin í Reykjavík eru að líða hjá. Körfuknattleiksstrákarnir á leið til Írlands og Jón Arnór og Jakob komnir í KR. Fannar gaf færi á sér í landsliðið og Frikki virðist orðinn frískur. Framundan er æsispennandi körfuboltavetur miklar breytingar í liðunum og spennandi að sjá hvernig það kemur út. Áfram Ísland.
Körfuknattleikslandsliðið til Írlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver blekkir hvern?
15.8.2008 | 12:11
Ólafur: Blekktur til samstarfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tungufljótið fullt af laxi
15.8.2008 | 09:28
300 laxar á land í Hvítá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meira umferðaröryggi
13.8.2008 | 10:06
Ég efast ekki um að hægt er að vinna hratt í skipulagsmálum hringvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Það vija allir flýta málinu svo nú er lag að allir taki höndum saman og flýti skipulagsvinnunni og samningum við landeigendur. Það er örugglega mjög mikið að gera hjá Vegagerðinni en nú þarf þetta verk að komast í forgang. Það er alltof dýrt að bíða.
Segir boltann nú hjá Vegagerðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spennandi tími framundan
12.8.2008 | 11:09
Það eru næstum þrjár vikur síðan ég meiddi mig á ökla. Hef ekki getað gert neitt úti, sársaukinn svo mikill þegar ég geng. Fjörið um verslunarmannahelgina og svo veiðin í Tungufljóti í síðustu viku settu mikið álag á fótinn en ég vona þó að ég sé að lagast. Ætla að reyna að setjast á Knörr minn í dag, sjá hvernig það gengur fyrir fótinn. Ef ég það gengur vel þá get ég farið að þjálfa mig aftur í reiðmennskunni og í framhaldi af því að þjálfa hross sem mig langar að koma í gott form. Á Hnoss frá Torfastöðum undan Háreki frá Torfastöðum og Randalín frá Torfastöðum. Hún er svaka efnileg, varð 4ra vetra í vor. Á líka Gersemi frá Torfastöðum en hún er undan Veru, Randalínsmóður og Háreki frá Torfastöðum. Er mjög spennandi hryssa fædd 2004.
Ég ætlaði sannarlega að fara í heimsókn í Borgarfjörðinn í sumar en hef ekki komið mér enn. Siggi og Inga eru að byggja í Lundareykjadalnum. Diddi og Ásgerður flutt í Reykholt í Borgarfirði, Einar systursonur Óla býr með fjölskyldunni á Kleppjárnsreykjum og svo er Harpa systir á Búrfelli. Ekki amalegt að geta heimsótt allt þetta sómafólk.
Margrét er farin til Rvk í verknám og Stormur fylgir henni. Hún ætlar þó að koma og læra hér í nokkra daga þá fáum við prinsinn.
Veiði hætt i Tungufljóti, róleg helgi?
9.8.2008 | 09:23
Erum að ná okkur eftir fjörið sem var í veiðiatinu. Hef ekki staðfestar tölur úr anni en Fjalar mun hafa verið aflahæstur þegar upp var staðið, náði í sex laxa. Högni sonur hans veiddi fjóra laxa, setti þó í fleiri. Björt, Birgir, Andri og Jara veiddu Maríulaxana sína. Fannar fékk tvo og Darri líka. Þá held ég að öll veiðin sé upptalin 18 laxar alls. Ekki slæmt einkum þegar fyrir liggur að flestir eru nýgræðingar í veiði, að ekki sé talað um fluguveiði.
Vaknaði í morgun við vondan draum, einhver hafði skrúfað frá ofninum uppi, en við höfum reynt að loka honum enda grunur um að frárennslið sé skemmt. Nú þurrkum við vatn sem kemur að ofan, rennur í gegnum loft. Slæmt mál, en alltaf sem manni leggst til, til að kljást við.
Karen og Dave komu í lok veiðinnar, eru að koma frá Póllandi og heimsóttu Fannar og Margréti á leið sinni til heim. Þau eru nú í sumarbústað í Grafningnum. Hér er fámennt og góðmennt, aðeins við Óli, Björt og Birgir heima. Eigum von á fólki fljótlega að skoða hross og sumarbústaðalönd.
Vinir og fjölskylda | Breytt 10.8.2008 kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tungufljótið fullt af laxi.
8.8.2008 | 02:43
Það hefur verið mikil blessun og gleði að fá að njóta fjölskyldunnar og veiðigleðinnar undanfarna tvo daga. Tungufljót þykir mjög skemmtilegur veiðistaður og vanir veiðimenn hamast við að kenna þeim sem ekkert kunna. Allir glaðir og margir hafa náð sínum Maríulaxi. Björt fékk Maríulaxinn í dag og hér koma myndir af því. (því miður fer myndin alltaf af blogginu en hún er í myndaalbúmi). Fannar náði einum laxi, Andri fékk líka lax sinn fyrsta á flugu, í raun Maríulax. Jara veiddi líka maríulaxinn sinn svo það voru margir sigrar unnir hér í dag. Högni er aflakongurinn, hann og Fjalar hafa samtals veitt 9 laxa. Darri fékk tvo laxa í morgun.
Veiðimennirnir eru sammála um að mikill fjöldi laxa sé í ánni, varla þverfótað fyrir löxum. Laxinn sést allsstaðar. Allir sammála um að veiðin hafi verið frábær skemmtun.
Sigrún mágkona kom með mörg kíló af humri og eldaði margra stjörnu humarsúpu. Þvílíkt hvað hún var góð. Í fyrramálið ætlar veiðifólkið að koma sér af stað kl. 6:30 svo það er ekki til setunnar boðið.
Vinir og fjölskylda | Breytt 9.8.2008 kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)