Tungufljótið fullt af laxi.

Óli og Fannar með fossinn Faxa í bakgrunniÞað hefur verið mikil blessun og gleði að fá að njóta fjölskyldunnar og veiðigleðinnar undanfarna tvo daga.  Tungufljót þykir mjög skemmtilegur veiðistaður og vanir veiðimenn hamast við að kenna þeim sem ekkert kunna.  Allir glaðir og margir hafa náð sínum Maríulaxi.  Björt fékk Maríulaxinn í dag og hér koma myndir af því.  (því miður fer myndin alltaf af blogginu en hún er í myndaalbúmi).  Fannar náði einum laxi, Andri fékk líka lax sinn fyrsta á flugu, í raun Maríulax.  Jara veiddi líka maríulaxinn sinn svo það voru margir sigrar unnir hér í dag.  Högni er aflakongurinn, hann og Fjalar hafa samtals veitt 9 laxa.  Darri fékk tvo laxa í morgun.

Veiðimennirnir eru sammála um að mikill fjöldi laxa sé í ánni, varla þverfótað fyrir löxum.  Laxinn sést allsstaðar.  Allir sammála um að veiðin hafi verið frábær skemmtun.

Sigrún mágkona kom með mörg kíló af humri og eldaði margra stjörnu humarsúpu.  Þvílíkt hvað hún var góð.  Í fyrramálið ætlar veiðifólkið að koma sér af stað kl. 6:30 svo það er ekki til setunnar boðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband