Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Góð reynsla mín af Prevenar

Margrét tengdadóttir mín, sem er að læra hjúkrun, benti mér á það fyrir ári síðan að e.t.v. væri gott fyrir mig að fá bólusetningu gegn lungnabólgu en ég hafði verið mjög næm fyrir henni lengi og náði ekki að verjast með hefðbundnum hætti.  Þegar málið var rannsakað nánar var ákveðið að bólusetja mig með Prevenar.  Það hefur gert mér svo gott að engin lungnabólga hefur herjað í allan vetur og í sumar.  Ég get svitnað án þess að kvefast strax og heilsan er fín.  Veit að veikburða börn eru oft bólusett með Prevenar.  Ég held að lyfið efli ónæmiskerfið og hjálpar því þeim sem eru veikburða.
mbl.is Bólusett við eyrna- og lungnabólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúrvernd og Lyngdalsheiðarvegur

Ég hef alla tíð verið mikill náttúru og umhverrfissinni, en um leið vil ég að framfarir eigi sér stað í samgöngumálum.  Því hef ég ekki skilið umfjöllun Bergs og kollega hans um Lyngdalsheiðarveg, nú þegar verkfið hefur fengið faglega umfjöllun og farið tvisvar til umhverrfisráðherra til samþykktar.  Mér finnst alveg ljóst að menn þekkja ekki til málsins þegar þeir hafna samþykktum vegaframkvæmdum á Lyngdalsheiðarvegi. 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar beitti sér fyrir því að lagður yrði  heilsársvegur milli Laugardals og Þingvallasveitar, og lagði áherslu á að vegurinn uppfyllti bestu umferðaröryggisstaðla, en núverandi vegur er einungis sumarvegur hefur hæstu slysatíðni á landinu.  Vegagerðin vann mjög faglega í málinu, og tillögur Vegagerðarinnar fóru aftur og aftur til umræðu í sveitarstjórn.  Þar voru gerðar athugasemdir og samþykktar breytingar.  Margsinnis var auglýst svo almenningur fengi færi á að gera athugasemdir sínar.  Hlustað var á allar athugasemdirnar vegstæðið ekki látið koma inn í Þingvallaþjóðgarð þótt sveitarstjórn vildi hafa veginn styttri og annað vegstæði hefði verið fyrsti kostur sveitarstjórnar. 

Niðurstaða margra ára vinnu liggur nú fyrir tekið var tilliti til allra athugasemda og búið er að semja við verktaka.  Ég gleðst yfir að Bergur í Landvernd og Pétur H. skyldu ekki ná að stöðva málið og að nú fara framkvæmdir að hefjast.


mbl.is Sakar samgönguráðherra um skilningsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggsíða Jónínu Rós og fleira.

Var að lesa blogg vinkonu minnar hennar Jónínu Rós og vil vekja athygli á skrifum hennar um uppeldismál.  Ég er sjaldan að skrifa og enn sjaldnar að blogga þessa dagana og hafði ekki tekið eftir skrifum hennar fyrr.  Hér er síðan hennar:  http://joninaros.blog.is/blog/joninaros/entry/592596/   Er svo sannarlega sammála hverju orði og vil vekja athygli foreldra á skrifum hennar. Aðgreina þarf hegðun barna frá persónum þeirra og foreldrar verða að muna að setja skýr mörk milli persónu barnsins og hegðunar þess.  Ef maður er ekki ánægður með einhverja hegðun þá þarf það að vera skýrt.  Hvet alla til að lesa bloggið hennar Jónínu Rós þótt nokkrir dagar séu liðnir frá því að hún skrifaði það.

Það kemur ekki til af góðu að ég sit og rita á bloggið mitt.  Var að meiða mig og er voða spæld yfir því.  Reif liðband í ökla og verð því að hætta að stíga í fótinn í bili.  Sársaukinn alltof mikill.  Hef verið að þjálfa mig og hrossin mín undanfarið, kjarkurinn fínn og gaman að ríða góðum hrossum.  Tók Gautrek og Hjálprek alveg að mér og þjálfunin komin vel af stað.  Um helgina stóð til að við Óli færum vestur á Snæfellsnes, færðum Fjalari hest og síðan ætlaði ég að ríða fjörurnar með Snæfellingum.  Nú er ég hrædd um að ég verði að sleppa þessu sennilega ófær um að ganga neitt.  Allavega líður mér þannig í dag og Pétur læknir sagði að ég myndi eiga í þessu næstu vikurnar.  Djö..... vesen.  Ég sem var svo glöð yfir hvað mér gekk vel að þjálfa mig upp eftir slysið í vetur og hélt að nú kæmi ekkert fyrir meir.  Fannar tók að sér hross fyrir mann í Laugardalnum og eitt þeirra hljóp mig niður, þrjóskt og kunni minna en ekki neitt.  Þetta lítur því ekki eins út og til stóð með hrossin og ég slösuð eftir eitt þeirra.  Var farin að hlakka til hestaferðar með Fannari og e.t.v. Kristni Bjarna og fleirum.  Hrædd um að hún verði ekki farin. 


Hvað skal segja?

Það hefur verið svo gaman undanfarið að ég hef ekki gefið mér tíma til að setjast niður og skrifa. Að loknu Landsmóti hestamanna fórum við að huga að heyskap og nú eru 350 rúllur komnar í plast.  Óli hirðir þær hratt enda ríkir sú kenning hér á Torfastöðum að verkun heysins verði miklu betri ef ekki er verið að hreyfa rúllurnar eftir að verkun í þeim hefur hafist.  Því eru allar rúllur að komast í stæður. 

Veðurblíðan hefur dregið gesti og fjölskyldumeðlimi að Torfastöðum undanfarnar vikur.  Mikið er um að vera í reiðmennsku, en Jens fór þó fyrr en vænst var, enda er hann enn að syrgja nýlátinn bróður sinn.  Hann kemur bara aftur næsta sumar.  Fannar temur hross og Sólon líka og svo eru Sigtryggur og Davíð góðir hjálparmenn þeirra.  Kristinn Bjarni er líka kominn á heimaslóðir og er að sinna börnum og hrossum.  Heimilislífið er því fjörugt, þrjú ung börn tvennir foreldrar þeirra, við afi og amma og svo er amma Bía líka á staðnum.  Hún var í sumarbústaðnum með Gunnari og Siggu ásamt Dídí um helgina og kom svo hingað í gærkvöld.

Í gær fengum við heimsókn fjölda manna sem æfðu sig á hestum og fengu vöfflur og rjóma.  Eldur tók á móti væntanlegu tengdafólki sínu.  Mjög skemmtilegt.  Nú verður rigning í dag svo ég lít frekar á tölvuna til að blogga.

Sumarhúsalóðirnar eru komnar í sölu og búið er að gera samninga við nokkra eigendur sumarhúsa hér á Torfastöðum.


Sumarhús í Þingvallaþjóðgarði

Fyrir nokkrum árum sat ég ráðstefnu á vegum þjóðgarðsins á Þingvöllum þar sem fram kom að stefna Þingvallanefndar væri að sumarhús skyldu hverfa úr Þjóðgarðinum.  Stefnan var að kaupa upp þau hús sem yrðu til sölu.  Síðan þá hafa mörg sumarhús verið seld en Þingvallanefnd ekki keypt neitt þeirra skv. mínum heimildum.  Skil ekki hversvegna Þingvallanefnd heldur ekki stefnu sinni til streytu kaupir upp sumarhús úr þjóðgarðinum þegar þau skipta um eigendur.  Þingvallanefnd hlýtur að eiga forkaupsrétt og getur því haft í hendi sinni að stoppa það að ný hús séu byggð í stað þeirra sem eru orðin ónýt og þarf að endurnýja.  Stefna Þingvallanefndar um að koma sumarhúsunum út úr þjóðgarðinum lá fyrir, þegar Þingvellir komust á heimsmynjaskrá UNESKO fyrir fáum árum síðan. Hefur Þingvallanefnd ekki áhyggjur af að detta út af heimsmynjaskránni ef stefnu nefndarinnar um sumarhúsin verður ekki fylgt eftir?


mbl.is Þyrluflug bannað í þjóðgarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vímugjafar lífsins

 Veit ekki hvort það var gleðivíman vegna barnanna minna sem gerði það að verkum að ég elskaði að eiga þau, einkum þegar þau hlógu og skemmtu okkur hinum eldri.  Barnabarnið gefur mikla gleði þegar hann hlær og skemmtir okkur hinum eldri með ýmsum hljóðum eða svipbrigðum. Dópamin sem  losnar í heilum okkar er örugglega mikið, og vímutilfinningin æðisleg.  Mæli með að við leggjum okkur öll fram við að fara í foreldra- ömmu og afavímu vegna gleði yfir börnum þessa lands.  Það er lögleg víma og alveg yndisleg.


mbl.is Barnsbros er vímugjafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband