Náttúrvernd og Lyngdalsheiðarvegur

Ég hef alla tíð verið mikill náttúru og umhverrfissinni, en um leið vil ég að framfarir eigi sér stað í samgöngumálum.  Því hef ég ekki skilið umfjöllun Bergs og kollega hans um Lyngdalsheiðarveg, nú þegar verkfið hefur fengið faglega umfjöllun og farið tvisvar til umhverrfisráðherra til samþykktar.  Mér finnst alveg ljóst að menn þekkja ekki til málsins þegar þeir hafna samþykktum vegaframkvæmdum á Lyngdalsheiðarvegi. 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar beitti sér fyrir því að lagður yrði  heilsársvegur milli Laugardals og Þingvallasveitar, og lagði áherslu á að vegurinn uppfyllti bestu umferðaröryggisstaðla, en núverandi vegur er einungis sumarvegur hefur hæstu slysatíðni á landinu.  Vegagerðin vann mjög faglega í málinu, og tillögur Vegagerðarinnar fóru aftur og aftur til umræðu í sveitarstjórn.  Þar voru gerðar athugasemdir og samþykktar breytingar.  Margsinnis var auglýst svo almenningur fengi færi á að gera athugasemdir sínar.  Hlustað var á allar athugasemdirnar vegstæðið ekki látið koma inn í Þingvallaþjóðgarð þótt sveitarstjórn vildi hafa veginn styttri og annað vegstæði hefði verið fyrsti kostur sveitarstjórnar. 

Niðurstaða margra ára vinnu liggur nú fyrir tekið var tilliti til allra athugasemda og búið er að semja við verktaka.  Ég gleðst yfir að Bergur í Landvernd og Pétur H. skyldu ekki ná að stöðva málið og að nú fara framkvæmdir að hefjast.


mbl.is Sakar samgönguráðherra um skilningsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband