Bloggsíða Jónínu Rós og fleira.

Var að lesa blogg vinkonu minnar hennar Jónínu Rós og vil vekja athygli á skrifum hennar um uppeldismál.  Ég er sjaldan að skrifa og enn sjaldnar að blogga þessa dagana og hafði ekki tekið eftir skrifum hennar fyrr.  Hér er síðan hennar:  http://joninaros.blog.is/blog/joninaros/entry/592596/   Er svo sannarlega sammála hverju orði og vil vekja athygli foreldra á skrifum hennar. Aðgreina þarf hegðun barna frá persónum þeirra og foreldrar verða að muna að setja skýr mörk milli persónu barnsins og hegðunar þess.  Ef maður er ekki ánægður með einhverja hegðun þá þarf það að vera skýrt.  Hvet alla til að lesa bloggið hennar Jónínu Rós þótt nokkrir dagar séu liðnir frá því að hún skrifaði það.

Það kemur ekki til af góðu að ég sit og rita á bloggið mitt.  Var að meiða mig og er voða spæld yfir því.  Reif liðband í ökla og verð því að hætta að stíga í fótinn í bili.  Sársaukinn alltof mikill.  Hef verið að þjálfa mig og hrossin mín undanfarið, kjarkurinn fínn og gaman að ríða góðum hrossum.  Tók Gautrek og Hjálprek alveg að mér og þjálfunin komin vel af stað.  Um helgina stóð til að við Óli færum vestur á Snæfellsnes, færðum Fjalari hest og síðan ætlaði ég að ríða fjörurnar með Snæfellingum.  Nú er ég hrædd um að ég verði að sleppa þessu sennilega ófær um að ganga neitt.  Allavega líður mér þannig í dag og Pétur læknir sagði að ég myndi eiga í þessu næstu vikurnar.  Djö..... vesen.  Ég sem var svo glöð yfir hvað mér gekk vel að þjálfa mig upp eftir slysið í vetur og hélt að nú kæmi ekkert fyrir meir.  Fannar tók að sér hross fyrir mann í Laugardalnum og eitt þeirra hljóp mig niður, þrjóskt og kunni minna en ekki neitt.  Þetta lítur því ekki eins út og til stóð með hrossin og ég slösuð eftir eitt þeirra.  Var farin að hlakka til hestaferðar með Fannari og e.t.v. Kristni Bjarna og fleirum.  Hrædd um að hún verði ekki farin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband