Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Heitast 29 stig á Þingvöllum, Bláskógabyggð
30.7.2008 | 16:26
![]() |
Segir hitamet slegið í Hveragerði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26 stiga hiti á Hjarðarlandi, og 27 á Þingvöllum
30.7.2008 | 10:33
![]() |
29 gráður og sólskin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Borgarstjórinn gerir enn í buxurnar
30.7.2008 | 00:46
Ólafur F. virðist leggja sig fram við að tapa fylgi borgarbúa. Fylgið var lítið þegar hann hirti til sín borgarstjórastólinn og það minnkar stöðugt. Hann hendir stuðningsmönnum sínum út úr nefndum borgarinnar, hafnar aðstoðarmanninum þegar hún er ekki nógu þæg að hans mati og nú er henni aftur hafnað af Ólafi F. þar sem hún segir ekki það sem honum er þóknanlegt. Þó segir hún ekki neitt og ég skil ekki að það sem hún sagði skuli hafa verið brottrekstrarsök. Ólafur virðist einræðisherra af verstu gerð, þolir ekki mótlæti og heldur að eigin skoðanir og orð séu betri en annarra. Ja svei. Og þetta er borgarstjóri höfuðborgar Íslendinga.
![]() |
Borgarstjóri skiptir um varaformann skipulagsráðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bilað blogg og borgarstjórinn líka
29.7.2008 | 17:56
Skrýtið, nú þegar bloggið er bilað er ég alltaf að gá hvort ég get bloggað. Geri mönnum ábyggilega erfitt fyrir með því að vera alltaf að reyna að blogga við fréttir en ég get það ekki enn. Svo fer í mínar fínu að útlit bloggsins míns er breytt og ég get ekki heldur breytt því. Veit að viðgerðarmenn hamast við að laga bloggástandið hjá mogganum svo ég ætti bara að hafa mig hæga. En nú virðist ég þurfa sérstaklega að koma með athugasemdir og skoðanir á mönnum og fréttum en ég bara get það ekki. Jú ég get skrifað en ekki tengt mig við fréttir.
Langaði t.d. að hafa skoðun á því að borgarstjórinn hendir konu úr nefnd borgarinnar vegna þess að það sem hún segir við fréttamenn virðist ekki vera honum þóknanlegt. Borgarstjóri hefur marg sagt að hann verði dæmdur af verkum sínum. Vill hann að við dæmum hann fyrir að henda fyrrum aðstoðarkonu sinni úr skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar, bara fyrir það að hún opnar munninn, en segir ekki það sem Ólafi F þóknast að hún segi? Er þetta ekki einhverskonar skoðanakúgun? Vill Ólafur F borgarstjóri fá að ráða því hvaða skoðanir fólkið hans hefur á skipulagsmálum? Er það ekki kúgun að vera rekinn úr nefnd fyrir að opna munninn? Já menn verða og eru vonandi dæmdir af verkum sínum, ekki bara sumu heldur öllum verkum sínum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.7.2008 kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stormur 9 mánaða í dag
29.7.2008 | 14:14

Vinir og fjölskylda | Breytt 30.7.2008 kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur 28. júlí 2008.
28.7.2008 | 15:41
Það drífur að fólkið í sveitina, eftir hel
gina, Kristinn og Berglind komu fyrir hádegið með börnin tvö Andreu Ósk og Emil Goða og Fannar og Margrét komu í gærkvöld með Storm. Vorum átta í hádegismatnum, gæddum okkur á dýrindis fiskibollum a la mamma. Óli fór á Selfoss til að ná sér í efni svo hægt sé að girða sumarbústaðalandið af, erum hrædd um að fá yfir okkur fjölda nauta ef ekki verður girt sem snarast.
Í gærkvöld komu 5 kórmeðlimir Skálholtskórs auk Hilmars Arnar og sonar hans Andra saman í Skútanum, kjallaranum í Aratungu að setja upp hillur og raða upp nótum og efni sem Hilmar Örn og Skálholtskórinn sálugi eiga. Þetta er efni sem safnast hefur upp undanfarin 17 ár enda hefur Hilmar Örn verið organisti Skálholtsdómkirkju og kórstjóri og tónlistarkennari hér í Biskupstungum síða haustið 1991. Þetta er mikið magn af gögnum og minningum sem raðað var upp í hillur. Gögnin þurftu að fara úr Skálholti fyrir 1. júlí svo fyrir þann tíma komu nokkrir kórmeðlimir saman og pökkuðu öllu niður og fluttu burt.
Hef ekkert heyrt hvað verður í tónlistarmálum grunnskólans næsta vetur, né um ráðningu organista eða tónlistarstjóra í Skálholt, en sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur sem betur fer marg bókað stuðning sinn við kórastarf í sveitinni svo vonandi verður staðið vel að kóramálum barna og ungmenna áfram. Nú liggur fyrir að Kalli, kennari, tónlistarmaður og náinn samstarfsmaður Hilmars Arnar í Reykholtsskóla er á förum, svo sjaldan er ein báran stök. Hann og Gréta munu flytja til Akureyrar. Samgleðst Akureyringum að fá svona flott fólk til sín, þeirra verður sárt saknað hér.
Vinir og fjölskylda | Breytt 30.7.2008 kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Blogg,blogg,blogg......
27.7.2008 | 13:28
Yngsti knapinn á Torfastöðum
27.7.2008 | 10:52
Má til með að birta mynd af Stormi, sonarsyni mínum, sem ég tók í gær. Tennurnar fjórar eða fimm sjást aðeins enda er hann skælbrosandi á hestinum sínum, Hnoðreki. Efnilegur knapi og á örugglega eftir að fara á hestana hennar ömmu fljótlega. Ég nýt mikillar blessunar að fá að njóta Storms og fjölskyldu hans, hér á Torfastöðum í sumar. Fannar og Margrét eru að byggja á Holtsgötunni og búa hér á meðan. Þau skruppu í bæinn í gær, hún að vinna, en koma í dag eða kvöld.
Kristinn Bjarni og Berglind hafa verið með okkur á Torfastöðum undanfarnar vikur, ásamt Andreu og Emil Goða. Verð að taka mynd af þeim svo ég geti sett hana á bloggið mitt
Vinir og fjölskylda | Breytt 28.7.2008 kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Uppsveitir Árnessýslu í sól og blíðu.
27.7.2008 | 09:37
Í fyrradag fór hitinn upp í 24 gráður hér á Torfastöðum og í gær fór hitinn í 20 stig. Klukkan 9:00 í morgun var hitinn í Skálholti 15,4 gráður og útlit fyrir mikinn hita í dag hér í Uppsveitunum.
![]() |
Allt að 25 stiga hiti í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Landvernd fer offari
24.7.2008 | 09:29
Ég tel að Landvernd hafi misst stuðningsmenn vegna offors í eigin málflutningi. Verndurnarsjónarmið mega ekki stöðva alla framþróun og ef við megum ekki aka á nútímalegum vegum hvað þá? Samgönguráðherra á allan minn stuðning.
Hvet sem flesta til að skoða eftirfarandi síðu einkum þá sem vilja hjálpa fólki sem ekki getur lifað eðlilegu lífi eins og við hin: http://hallarut.blog.is/blog/hallarut/entry/594049/
![]() |
Segist ekki hunsa náttúruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.7.2008 kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)