Bilað blogg og borgarstjórinn líka

Skrýtið, nú þegar bloggið er bilað er ég alltaf að gá hvort ég get bloggað.  Geri mönnum ábyggilega erfitt fyrir með því að vera alltaf að reyna að blogga við fréttir en ég get það ekki enn.  Svo fer í mínar fínu að útlit bloggsins míns er breytt og ég get ekki heldur breytt því.  Veit að viðgerðarmenn hamast við að laga bloggástandið hjá mogganum svo ég ætti bara að hafa mig hæga.  En nú virðist ég þurfa sérstaklega að koma með athugasemdir og skoðanir á mönnum og fréttum en ég bara get það ekki.  Jú ég get skrifað en ekki tengt mig við fréttir. 

 Langaði t.d. að hafa skoðun á því að borgarstjórinn hendir konu úr nefnd borgarinnar vegna þess að það sem hún segir við fréttamenn virðist ekki vera honum þóknanlegt.  Borgarstjóri hefur marg sagt að hann verði dæmdur af verkum sínum.  Vill hann að við dæmum hann fyrir að henda fyrrum aðstoðarkonu sinni úr skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar, bara fyrir það að hún opnar munninn, en segir ekki það sem Ólafi F þóknast að hún segi?  Er þetta ekki einhverskonar skoðanakúgun?  Vill Ólafur F borgarstjóri fá að ráða því hvaða skoðanir fólkið hans hefur á skipulagsmálum?  Er það ekki kúgun að vera rekinn úr nefnd fyrir að opna munninn?  Já menn verða og eru vonandi dæmdir af verkum sínum, ekki bara sumu heldur öllum verkum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband