Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Betra seint en aldrei

Loksins tekur einhver á þeim ósóma sem virðist hafa ríkt í yfirtöku félaga sem voru rekin á samfélagslegum grunni.  Brunabótafélag Íslands var í eigu sveitarfélaga og hreppsfélagið forna Biskupstungnahreppur átti heilmikið fjármagn þar inni. 

Ég hvatti Gísla oddvita heitinn hér á árum áður, til að leysa féð út en þá var ekki grundvöllur til að fá mikið útúr félaginu enda ekki til siðs að hlutafélög sem áttu mikið eigið fé gengju kaupum og sölum.  Svo hvarf félagið allt í einu inn í önnur félög sem einhver stofnaði, og svo keyptu einhverjir félögin á undirverði og úr urðu miklir fjármunir sem runnu beint í vasa einhverra aðila sem enginn vissi hvort mættu kaupa eða hvernig þeir gerðu það. 

Menn settu sjálfa sig í stjórnir félaga og svo hurfu þau bara....í vasa einhvers......

Vona að lögfræðisvið Sambands ísl. sveitarfélaga hafi dug og úthald til að fara í saumana á málinu, þá verður okkur e.t.v. ljóst hvernig fjármunirnir hurfu úr vösum sveitarfélaga og samvinnufélaga.  Hvert fóru fjármunirnir og hverjir eignuðust fjármuni sem safnast höfðu saman í margskonar samvinnufélögum.


mbl.is Kanna réttarstöðu vegna Giftar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tungufljót fundur um stofnun veiðideildar 27. nóv. 2008

Var á afar skemmtilegum fundi í gærkvöld.  Vona að ég nái að tengja fundargerðina við þessa bloggfærslu er alltaf að reyn að læra meir og meir. 

Mjög góð mæting var á fundinum. 

Erindi Árna Baldurssonar um Tungufljót og starf hans var mjög fróðlegt og spennandi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vont að kvíða verkefnum sínum

Man mjög vel eftir kvíðaköstunum sem ég fékk stundum í skólanum þegar allt annað en fyrirlagt verkefni gekk fyrir því að vinna í og skila leiðinlegum verkefnum.  Þá óskaði ég þess oft að leggjast í rúmið verða veik.  Með því fannst mér að ég hefði gilda afsökun fyrir því að hafa ekki einbeitt mér að leiðinlegum verkefnum og gert skil á réttum tíma eins og fyrir var lagt af kennurum mínum. 

En móðir mín leyfði enga undanlátssemi, ég skyldi standa fyrir öllu sem ég gerði og gerði ekki. Varð því alltaf að mæta í skólann, hvernig sem á stóð og standa fyrir mínu máli.  Það var góð lexia og kenndi mér að takast á við verkefnin þótt þau væru erfið eða leiðinleg.  Ég vona að Davíð sé bara kvíðinn en ekki veikur því ég óska honum ekki veikinda frekar en öðrum.

Í kvöld ætlum við Tungnamenn að freista þess að mynda samtök um veiðiheimildir okkar í Tungufljóti.  Ég hlakka til fundarins enda búin að vinna í undirbúningi fyrir hann og vona svo sannarlega að víðsýni og framsýni verði kjörorð fundarins.  Er búin að fá nóg af þröngsýni og íhaldssemi fólks sem ekki vill neinu breyta. 


mbl.is Davíð frestar komu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heift er ætið til ills

Hef miklar áhyggjur af samlöndum mínum þessa dagana.  Heiftin er að verða yfirþyrmandi og mönnum sést ekki fyrir í heift sinni.  Vona að ungur saklaus piltur bíði ekki hnekki af ástandinu. Hræðilegt að vera beittur órétti og þurfa að líða fyrir gjörðir annarra.   
mbl.is Grímuklæddir menn sitja um heimili hjá saklausum pilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engir jólatónleikar hjá Barna-og Kammerkór Biskupstungna

Það er ansi leiðinlegt í öllu kreppuástandinu að það skuli vera þannig komið fyrir okkur hér í Tungunum að hafa ekki lengur söngstjóra fyrir börnin í Grunnskóla Bláskógabyggðar.  Hilmari Erni var ekki vært lengur hér í Tungunum, hann er farinn.  Undanfarin ár hefur þessi tími ársins verið litaður af undirbúningi allra söngelskra fyrir Jólatónleikana okkar í Skálholti.  Nú ríkir þögn enginn söngur hvorki barna né fullorðinna.  Þetta er dapurleg staða. Söngur eykur gleði og þrótt, og gleði ríkir þar sem söngur er.  Okkur vantar Hilmar Örn og sönginn, hér í Tungunum, einkum fyrir börnin og unglingana.

Reyndar er smá glæta framundan hjá okkur fyrrum meðlimum Skálholtskórs því Hilmar Örn hefur látið það eftir okkur að æfa með okkur a.m.k. einu sinni í mánuði.  Fyrsta æfingin er í kvöld í Aratungu. Ég hlakka mjög til.

Annað kvöld verður haldinn fundur veiðiréttarhafa við Tungufljót, neðan fossins Faxa.  Það á að reyna að fá samþykki fyrir því að stofna veiðideild í Veiðifélagi Árnesinga.  Ég held að þetta sé algert þjóðþrifamál hér í Biskupstungum og vona að menn sjái hvers virði það er fyrir samfélagið að hér sé flott laxveiðiá.  Tungufljót hefur komist í hóp stærstu laxveiðiáa landsins á örfáum árum.  Það verður að varðveita.


Skemmtileg helgi og nóg verkefni framundan

Stormur 23. nóv.2008 og hestarnir frá ömmuFékk að njóta fjöldkyldunnar um helgina.  Fannar og Eldur komu ásamt Margréti og Guðrúnu og auðvitað sólargeislinn hann Stormur.  Öll komin austur á undan mér en ég kom heim um kl. 19:00 af flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar. 

Flokkstjórnarfundurinn var mjög góður, margir tjáðu skoðanir sínar og sitt sýnist hverjum.  Fólk mjög málefnalegt og gaman að því hvað fólk er þroskað og kemur með góð rök fyrir máli sínu.  Ekkert neikvætt nöldur heldur málefnaleg og margbrotin umræða.  Ég gladdist yfir að sjá hvað Ingibjörg Sólrún lítur vel út og vona að hún hafi komist yfir þá meinsemd sem hrjáði hana.  Ég ber alltaf svo mikla virðingu fyrir Ingibjörgu Sólrúnu og hún stendur algerlega undir væntingum mínumGOÐREKUR IS2003188505 knapi Fannar, yndisleg manneskja. 

Strákarnir mínir, Fannar og Eldur fóru á bak nokkrum hestum fyrir mig í gær.  Ég þurfti að fá að taka myndir og við erum að reyna að koma þeim á video sem hægt er að skoða á netinu.  Kann ekkert á þá tækni en er að reyna að læra.  Þá get ég sett meira af hestatengdu efni á netið, sýnt video af hestunum okkar. 

En nú þarf ég að einhenda mér að Tungufljóti.  Er í verkefnanefnd sem fékk það hlutverk að reyna að stofna veiðideild um Tungufljót, neðan fossins Faxa að ármótum Hvítár.  Spennandi verkefni.  Fimmtudagskvöldið 27. nóv. verður haldinn fundur í Aratungu.  Efni fundarins er að stofna veiðideildina og óska eftir að veiðifélag Árnesinga samþykki hana á næsta aðalfundi sínum.


Til hamingju KR-ingar og Fannar með sigurinn.

Samgleðst syni mínum á afmælisdegi hans að vinna sigur í Stykkishólmi.  Flottir KR-ingar.  Til hamingju. 


mbl.is Bikarmeistaralið Snæfells úr leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elsti sonurinn þrítugur í dag

Ég óska Fannari mínum innilega til hamingju með afmælið í dag.  20. nóvember 1978 var mikill hamingjudagur í mínu lífi, elsti sonurinn kominn í heiminn. Síðan eru liðin heil 30 ár.  KR-ingar eiga útileik leik gegn Snæfelli í kvöld.  Ég óska þeim góðs gengis og að fyrirliðinn ásamt öllum hinum leikmönnum KR, eigi toppleik á afmælinu sínu. 

Stormur orðinn ársgamall.

Stormur eins árs með mömmu og pabbaHann Stormur okkar er orðinn eins árs, átti afmæli þann 29. okt. og í dag var haldið uppá afmælið.  Á myndinni til vinstri hefur hann nýlokið við að blása á eina kertið sitt, enda aðeins ársgamall.  Á myndinni til hægri er hann að taka upp pakka með aðstoð frá frænku sinni Írisi Lilju.

Foreldrar hans fengu Torfastaðina lánaða til að taka á móti gestum sínum en íbúðin þeirra á Holtsgötunni er ekki hæf til gestamóttöku enda hafa farið fram miklar framkvæmdir þar.  Búið að byggja og opna inní nýju stofuna en þá þarf að þrífa og svo á að freista þess að leggja parket á gólfið.  Mikið verk enn framundan hjá Margréti og Fannari í íbúðinni.

Ég hef ekki skrifað lengi á bloggið mitt þó hef ég haft nóg að gera.  Stóðhestarnir Gautrekur og Hjálprekur eru verkefni mitt daglega, hef getað hreift þá á hverjum degi svo þeir eru að komast í gott stand. Nýlega fékk ég það verkefni að freista þess að standa í vinnu við að koma á laggirnar veiðideild í veiðifélagi Árnesinga.  Nýtt fyrir mig að vinna þá vinnu, enda hef ég ekki áhuga á að veiða lax.  En ég hef áhuga á að styðja laxarækt í Tungufljóti.  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband