Enn eru barnabörnin skírð hér á Torfastöðum. Þvílík lán að fá að njóta yndirlegra og heilbrigðra barna. Yndislegur skírnardagur og ættingjarnir mættu vel. Nutum samveru margra skyldmenna og vina í dag. Eldur og Guðrún voru svo til viðstödd en við vorum nettengd í kirkjunni og þau gátu fyglst með athöfninni þótt þau séu í Kína. Það var mjög gaman og allir tóku þátt í því að þau voru með okkur. Veifuðu úr kirkjunni þegar ég lyfti upp netmyndavélinni. Þvílík skemmtun að geta verið með alla fjölskylduna með í skírn, jafnvel þótt þeir séu staðsettir í K
ína.
Sr. Egill var mjög skemmtilegur, lét börnin koma að skírnarfontinum og tjá sig í söng og leik í lok athafnar. Svo nutum við æðislegra veitinga sem föðurættingjar Garps báru inní hús. Flottar kökur og meðlæti gert af Unni, föðurömmu Garps, Helgu langömmu hans, og föðursystrum Birgis. Sigrún mágkona kom líka með flottar brauðtertur. Það svignuðu boriðn af veitingum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.