Tungufljótsdeild stofnuð í Veiðifélagi Árnesinga
27.5.2009 | 18:57
Í gærkvöld þann 26. maí 2009, samþykktu veiðirétthafar í Tungufljóti að stofna veiðideild í Veiðifélagi Árnesinga. Eftirfarandi var samþykkt:
Veiðiréttarhafar í Tungufljóti, frá fossinum Faxa að ármótum Hvítár (26 jarðir) samþykkja að stofnuð verði veiðideild (Tungufljótsdeild) í Veiðifélagi Árnesinga.Fyrir fundinum lá einnig tillaga að samþykktum fyrir Tungufljótsdeild en hún fékkst ekki samþykkt það vantaði tvö atkvæði uppá að 2/3 hlutar veiðirétthafa segðu já við samþykktunum. Mér fannst mjög sérkennilegt að þegar fyrir liggur að deildin sé orðin til, þá geti fólk ekki samþykkt lög fyrir deildina. Á meðan samþykktir eru ekki til þá hefur stjórnin ekki möguleika á að leigja ána út hvað þá að geta gert ræktunaráætanir og slíkt. En við höldum bara annan fund fljótlega og þá þarf ekki nema helming atkvæða til að samþykkja samþykktirnar. Þetta tefur málið aðeins en ekki mikið.
Vilhjálmur Einarsson skammaði mig fyrir að áin er í útleigu. Hann virðist ekki gera sér grein fyrir því að undirbúningsnefndin hefur ekki haft neitt umboð til að semja um neitt varðandi veiðimál í Tungufljóti. Undirbúningsnefndin hefur einungis haft það verkefni að búa til löggiltan félagsskap um Tungufljótið neðan fossins Faxa, annað hefur ekki verið verkefni hennar. Ég benti fundarmönnum á að úr því að samþykktirnar náðu ekki í gegn, þá hefur stjórn veiðideildarinnar mjög takmarkað umboð til að taka á málum í Tungufljóti. Getur ekki samið um veiði í ánni, fiskirækt, né neitt annað. En það kemur fljótlega, þegar samþykktir fyrir Tungufljótsdeild hafa verið samþykktar. Við tökum okkur svona hálfan mánuð í það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þið getið engan fund annan haldið þar sem nógu margir voru mættir á fyrri fundinum og felldu löglega að setja deildinni samþykktir. Hún getur því ekki tekið til starfa, hvorki nú né síðar ef löglega á að þessu að standa. En vilji til þess hefur nú ekki verið mikið sjáanlegur hjá ykkur handbendum Árna Baldurssonar.
Þið eruð fyrirfram og í fullkomnu heimildarleysi búin að eyðileggja lífríki Tungufljóts með því að útrýma bleikjunni sem þar hefur verið frá örófi alda með því að sleppa hafbeitarlaxaseiðum í ána. Sömuleiðis leikur sterkur grunur á því að seiðin séu af Rangárstofni Árna en ekki Hvítárlax. Og með hafi borist nýrnaveiki sem verið er að rannsaka. Þarna var hafið ólöglegt hafbeitarverkefni með þessum afleiðingum.
Þessum grunsemdum til grundvallar er einfaldur endurheimtureikningur af uppgefnum Hvítárlaxaseiðum ,sem sýnir heimsmetsendurheimtur af uppgefnum seiðafjölda.
Halldór Jónsson, 2.6.2009 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.