Miðborgin, gömul hús

Hef átt húseign í miðborginni síðan 1972.  Þá þótti glapræði að kaupa sér íbúð í gömlu niðurnýddu timburhúsi.  Breiðholtið og steinsteypan var viturlegri fjárfesting að mati flestra.  Nú er húseign mín allt í einu mikils virði fyrir fjárfesta sem vilja byggja ný hús.  Þeir bjóða gull og græna skóga til að fá lóðir í miðbænum en vilja rífa gömlu húsin sem eru á lóðunum.

Var í stjórn Torfusamtakanna, þegar Vilmundur Gylfason heitinn þáverandi menntamálaráðherra friðaði Torfuna.  Mikill sigur og í kjölfarið var Torfan gerð upp og verndarsjónarmið í miðbænum urðu ríkjandi.

Peningar eru freisting þeim sem fá há tilboð í eignir sem áður voru ekki mikils virði.  Þarf ekki að stofna sjóð sem kaupir eignir fólks sem vill selja gömul hús á því verði sem nú er boðið í húsin? Verndarsjóð gamalla húsa sem mikilvægt er að varðveita. 


mbl.is 37 auð hús í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé ekki fyrir mér miðbæinn án torfunnar.  Gott að barist er fyrir verndun gamalla húsa.

Og ekki síður barna.

Takk fyrir það.

Hafdís Lilja (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 09:43

2 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Já eitthvað þarf að gera áður en gróðahyggjan er búin að leggja hjarta borgarinnar í rúst!

Guðrún Helgadóttir, 4.4.2008 kl. 09:49

3 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Já allavega verður eitthvað róttækt að gerast.  Opna þarf augu gróðrapúkanna að gömul hús eru verðmæti sem hlúa þarf að.

Kolbrún Jónsdóttir, 4.4.2008 kl. 15:54

4 Smámynd: Sturla Snorrason

Það þarf að friða allan gamlabæinn.

Sturla Snorrason, 6.4.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband