Hilmar Örn og Barna-og Kammerkór Biskupstungna

Ég var á sveitarstjórnarfundi í gær.  Er alltaf að reyna að opna augu fólks fyrir því að meta og dá störf Hilmars Arnar sem hefur verið kórstjóri í Biskupstungum síðar Bláskógabyggð undanfarin 17 ár.  Oddvitinn, sem er ekki meðflokksmaður minn, hefur hvað eftir annað að orði um mig að hann sé mjög hissa á mér að vera sífellt að tala um hann Hilmar og flotta barnakórastarfið hans.  Hann er ekki sammála mér um barnakórastarfið, finnst það ekkert merkilegra en annað starf með börnum.  

Við erum svakalega ósammála og ég þakka guði fyrir að börnin mín fengu að njóta Hilmars Arnar þegar þau voru í Reykholtsskóla.  Að örðum ólöstuðum þá minnist ég þess ekki að neinn annar hafi lagt meira af mörkum til uppeldis og þroska barnanna í Tungunum/Bláskógabyggð undanfarin 17 ár og Hilmar Örn Agnarsson. 

Nú eru störf Hilmars í hættu hann þarf á því að halda að störf hans séu metin að verðleikum.  Foreldrar hafa óskað eftir því að hann starfi að eflingu kórastarfsins innan veggja Grunnskóla Bláskógabyggðar (áður Reykholtsskóla) og að börnin fái að njóta hans áfram í öflugu kórastarfi.

Ég er voða hrædd um að samfélagið sé að tapa Hilmari Erni.  Veit að margir skólar og samfélög öfunda okkur af Barnakór Biskupstungna og langar að njóta hæfileika Hilmars til að byggja upp sambærilegt starf með börnum sínum.  Það verður slegist um Hilmar Örn ef hann sér sér ekki fært að leyfa okkur að njóta starfskrafta hans áfram í Bláskógabyggð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband