Dásamleg læknisþjónusta.
14.8.2014 | 09:42
Nú get ég ekki orða bundist. Ég hef alltaf verið full aðdáunar á læknunum og hjúkrunarfólki á Íslandi. Þessa dagana fæ ég að fylgjast með störfum þeirra í návígi og ekki minnkar aðdáun mín.
Fyrir stuttu greindist eiginmaður minn með mjög erfiðan lífshættulegan sjúkdóm. Hann var strax lagður inná Landspítala háskólasjúkrahús og meðferð hafin án tafar.
Augljóst var að læknar vissu hvað þeir yrðu að gera og þeir brugðust hiklaust við og hófu sína vinnu við að berjast við óvininn. Færni þeirra er greinilega mjög mikil, eftirfylgnin alger og eiginmaður minn nýtur stöðugra rannsókna mörgum sinnum á dag. Meðferð lækna virðist stýrast af líkamlegum styrk hans eða veikleika. Hann er styrktur líkamlega, gefnar blóðflögur og séð um sýkingavarnir. Allt eins og niðurstaða rannsókna gefur tilefni til að bregðast við hverju sinni. Ég skynja vel að meðferðarteymið veit nákvæmlega hvað þau eru að gera og þau hika aldrei í sinni vinnu. Ég er svo þakklát fyrir hæfni þessa fólks og eftirfylgninni þeirra við að freista þess að vinna bug á sjúkdómnum.
Því finnst mér svo sorglegt að hlusta enn einu sinni og aftur og aftur á umfjöllun stjórnmálamanna sem hugsa fyrst og fremst um sparnað og niðurskurð.
Við heyrum enn og aftur um yfirkeyrslu í fjárhag heilbrigðiskerfisins. Formaður fjárhagsnefndar alþingis hefur hafið upp raust sína og skammar stofnanir fyrir að fara yfir fjárheimildir sína og sumir nefndarmenn hafa fylgt í kjölfarið.
Ég þakka fyrir þá þjónustu sem við erum að fá núna og að yfirstjórn spítalans skuli ekki hafna meðferð vegna þess að það megi ekki kosta of mikið að koma fólki til bjargar.
Ég er ekki hissa þegar ég heyri í fréttum að meðalaldur læknastéttarinnar sé að hækka. Ungir læknar hafa miklu meiri tækifæri erlendis miklu betri laun og auðvitað veigra þeir sér við því að koma heim að námi loknu. Hér er umræðan neikvæð og eilíft þvarg um að kostnaðurinn sé of mikill. Fjárframlögin alltof lág allt skorið við nögl. Alþingi skammtar naumt og svo er fólk skammað fyrir yfirkeyrslu.
Ég varð bara að koma þessu á framfæri og bið nú þá sem eiga að stjórna málum hér að fara að gera það á uppbyggilegan hátt og með virðingu fyrir því góða starfi sem unnið er um allt í samfélagi okkar. Hættið niðurrifstali og neikvæðni. Stöndum með og styðjum við vel unnin og óeigingjörn störf lækna, hjúkrunarfólks og alls starfsfólks Landsspítalans háskólasjúkrahúss og allra annarra í samfélagi voru. Við eigum þessu fólki mikið að þakka. Þau eiga að fá hrós og klapp á bakið en ekki neikvæða og hundleiðinlega umfjöllun. Hjartans þakkir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðalskipulagsvinna opið hús í kvöld
8.4.2014 | 09:44
Bláskógabyggð verður með opið hús um aðalskipulag sveitarfélagsins þriðjudagskvöldið 8. apríl, frá kl. 19:00 til kl. 22:00 í Aratungu. Skipulagsráðgjafi kynnir drög að lýsingu vegna aðalskipulagsvinnu. Skipulagsfulltrúi og sveitarstjórnarmenn verða einnig á staðnum til skrafs og ráðagerða. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta á staðinn og ræða sínar hugmyndir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dreg til baka framboð mitt til oddvita T-listans
29.11.2013 | 16:31
Ég sendi eftirfarandi skilaboð á félaga minna í T-listanum í dag:
Með þessu skeyti er ég að láta vita af því að ég hef tekið þá ákvörðun að keppa ekki við Helga Kjartansson samherja minn á T-listanum um oddvitasæti T-listans. Lokaorð Helga á fundi T-listans í Aratungu þann 26. nóvember vega mjög þungt í ákvörðun minni.
Lokaorðin gefa ekki tilefni til að halda að sátt verði, ef ég sigra í atkvæðagreiðslunni. Sigri ég sagðist Helgi ekki ætla að bjóða sig fram fyrir T-listann. Hann sagði líka að hann íhugaði að bjóða sig fram á öðrum lista ef hann hefði ekki sigur í oddvitakjöri T-listans.
Ég hef ætíð unnið fyrir sveitarfélagið með sáttarhug að leiðarljósi. Togstreita og óeining tel ég að skaði mjög og ætla ég því ekki að stuðla að óeiningu innan raða T-listans né sveitarfélagsins. Mín stefna er að samvinna sé mjög mikilvæg og að besta stjórnunaraðferðin sé að ná sátt um menn og málefni. Hagsmuni sveitarfélagsins set ég ofar mínum einkahagsmunum.
Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í keppni við Helga Kjartansson um oddivtasæti T-listans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hárið 40 árum seinna
7.12.2011 | 18:07
Fjöritíu ár eru síðan við hættum sýningunum. Fyrsta uppfærslan á Hárinu var árið 1971 og við fögnuðum því 40 árum síðar.
Vinir og fjölskylda | Breytt 27.3.2012 kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hárið fyrsta uppfærsla árið 1971
11.10.2011 | 09:46
Ég var að fá myndir af prógramminu okkar úr Hárinu sem sett var upp í Glaumbæ 1971 og gekk fyrir fullu húsi allan tímann sem sýningar stóðu yfir. Varð að setja þessar myndir í myndamöppu hér á síðunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvítárbrúin vígð 9. sept. 2011
8.9.2011 | 14:27
Hvítárbrúin hefur nú þegar breytt miklu fyrir okkur Uppsveitamenn og á eftir að breyta enn meir í framtíðinni. Þetta er mjög gleðilegur atburður og við þökkum kærlega fyrir okkur. Hvítárbrúin styttir vegalengdir í allar áttir og tengir okkur meiri og betri böndum en áður.
Hvítárbrú formlega opnuð á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mamma Rósa og amma Guðlaug myndir
6.9.2011 | 20:50
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tungufljótsdeild V.Á. Dómsmál
14.6.2011 | 21:41
Ég hef verið formaður Tungufljótsdeildar frá því að mér og félögum mínum og landeigendum að Tungufljóti tókst að stofna veiðideild í Tungufljóti. Það var sumarið 2009. Stofnun deildarinnar var kærð til Fiskistofu. Fiskistofa gaf sér 6 mánuði eins og lög gera ráð fyrir til að úrskurða um stofnun deildarinnar. Deildin var löglega stofnuð samkvæmt úrskurði Fiskistofu frá 19. janúar 2010.
Nú hefur verið dæmt í máli deildarinnar gegn landeiganda sem á, að eigin sögn, 20% í jörð við Tungufljótið. Hann má ekki veiða í sínu landi þar sem Tungufljótsdeild hefur leigt Tungufljótið út til þriðja aðila. Óyggjandi dómur Héraðsdóms Suðurlands segir allt um málið. Hægt að lesa dóminn hér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sleppingar laxa
5.6.2011 | 10:50
Fyrsti laxinn kominn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bláskógabyggð sem hluti af Uppsveitunum, Flóinn, Ölfus og Hveragerði sameinast um velferðarþjónustu.
4.5.2011 | 22:17
Sveitarfélög sameinast um velferðarþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |