Bloggfćrslur mánađarins, september 2008
Huginn frá Haga fer til síns heima
26.9.2008 | 09:14
Í dag verđu síđasta sónun á hryssun sem hafa veriđ međ Huginn í Haga hér á Torfastöđum. Huginn hefur veriđ međ hryssum í allt sumar og nú eru ţau öll á förum. Vonandi verđa flestar hryssurnar fylfullar. Ţađ hefur rignt hér mjög mikiđ í morgun en heldur er rigningin í rénum.
Fannar hefur bođađ komu sína međ Storm um helgina. Mamma hans verđur fyrir í verkefnum fyrir sunnan og nú á ađ hćtta međ brjóstagjafir, enda er hann á leiđ á leikskóla ţótt ungur sé. Verđur á flottum stađ, rétt hjá heimili sínu. Mjög ţćgilegt og hann verđur örugglega glađur ađ vera međ öđrum börnum.
Eldur, Guđrún og Björt hafa líka bođađ komu sína á laugardaginn, ćtla ađ koma á kveđjutónleikana, kveđja kórstjórann sinn kćra, Hilmar Örn Agnarsson. Ég hlakka mjög til bćđi ađ fá ţau og ađ vera í Skálholti á laugardagskvöldiđ. Tónleikarnir hefjast kl. 17:30.
Hef veriđ ađ koma efni inná heimasíđuna mína kynna hesta svo nú ţarf ég ađ fara ađ ţjálfa ţá og koma mér sjálfri í líkamlegt form.
Skálholt, kveđjutónleikarnir á laugardaginn
25.9.2008 | 19:06
Í gćrkvöld var ćfing međ öllum kóruum sem ćtla ađ halda kveđjutónleika fyrir kórstjórann sinn, Hilmar Örn, í Skálholti. Ţađ hefur veriđ skemmtilegt ađ ćfa undir kveđjutónleikana sem verđa á laugardaginn, eftir tvo daga. Allur undirbúningur gengur vel, búiđ ađ fá lánađa auka stóla, pallarnir verđa tilbúnir, sćtavísur komnar, stóla-og pallaberar tilbúnir og áhyggjur af umönnun á yngstu kórfélögum eru í vinnslu. Kórfélagar geta keypt hressingu í Skálholtsskóla og viđ verđum ađ muna eftir hressingu handa börnunum. Allt verđur tilbúiđ í tćka tíđ eins og alltaf, ţegar allir taka höndum saman.
Greinar hafa birst í hérađsblöđunum og búiđ er ađ senda auglýsingu á öll heimili í Uppsveitum Árnessýslu, enda á Hilmar Örn marga vini og vildarmenn og sjálfsagt ađ fólk fái tćkifćri til ađ koma á tónleikana og ţakka honum fyrir framlag hans til samfélagsins undanfarin 17 ár.
En ţađ er í fleiri horn ađ líta. Viđ Ólafur fórum niđur í vík í dag en í gćr urđum viđ frá ađ hverfa enda vatnsstađan vegna rigninganna undanfariđ svo há í víkinni ađ viđ gátum ekki athafnađ okkur komumst ekki yfir skurđi og vatnslćnur vegna mikils vatnsflaums. Í dag vorum viđ betur búin, á dráttarvél og gátum útbúiđ nokkurskonar brú yfir vatnsmikinn skurđ. Náđum ađ tengja rafmagn í girđingar svo nú ţurfum viđ ekki ađ hafa áhyggjur af rafmagnslausum girđingum, og hrossum sem ekki virđa girđingarnar.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Stelpur standiđ saman.
24.9.2008 | 12:41
Kristín María er ekki sátt viđ vinnubrögđ lögreglunnar og skrifar um ţađ í vefriti. Ţarna sér mađur kost vefrita og bloggsíđna. Ef fólk er ekki ánćgt getur ţađ sagt frá ţví og fćr oft viđbrögđ. Lögreglan segist ţekkja árásarmanninn, og nú eiga konurnar hiklaust ađ leggja fram ákćru á viđkomandi. Ţađ er aldrei ásćttanlegt ađ fólk leyfi sér ađ sparka í, lemja eđa á annan hátt meiđa annađ fólk. Lögreglan verđur ađ hjálpa borgurum ţegar ţeir verđa fyrir ofbeldi, jafnvel ţótt svo heppilega vilji til ađ ofbeldiđ hafi ekki náđ ađ valda skađa og ađ ţolandinn er ekki međ sjáanlega líkamlega áverka.
Sparkađi í höfuđ konu | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
http://www.torfastadir.is heimasíđan ađ komast í virkni
23.9.2008 | 13:38
Nú eru liđin fimm ár síđan ég reyndi ađ koma mér upp heimasíđu. Mér tókst ekki ađ virkja hana enda var ég međ svo lélega tengingu eitthvađ sem kallađ var ISDN og mér tókst ekki ađ koma neinu inná síđuna. Gafst upp og lét allt danka.
E n nú hef ég veriđ ađ gera nýja tilraun ţarf ađ koma hestunum okkar á framfćri enda ţurfum viđ ađ selja fleiri hross svo eitthvert vit sé í búrekstrinum hér. Vefsíđuhönnuđurinn tjáir mér ađ ekkert sé hćgt ađ betrumbćta eđa breyta síđunni sem sett var upp fyrir fimm árum, ef ég vilji breytingar ţá verđi ađ setja upp nýja síđu. Ég er svo hrifin af ţví ađ hafa haldiđ lénunum http://www.torfastadir.is og http://www.torfastadir.com ađ nú ćtla ég ađ gera lokatilraun og sjá hvort ég kemst í tengsl viđ fólk sem vill kaupa af okkur. Spennandi tímar og gott ađ vinna ţetta í haustrigningunum.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Hilmar Örn Agnarsson, kórstjóri, kveđjutónleikar
19.9.2008 | 10:19
Félagar úr Skálholtskór og ásamt fleiri kórum Hilmars Arnar, hafa ákveđiđ ađ kveđja međ viđhöfn kórstjórann sinn en hann er ađ fara frá Skálholti . Leyfi mér ađ setja hér fréttatilkynningu frá kórfélögum.
Kveđjutónleikar í Skálholtskirkju,
Hilmar Örn Agnarsson organisti og kórstjóri kvaddur.
Laugardaginn 27. september kl 17.30 verđur haldin mikil tónlistarveisla í Skálholtskirkju. Hilmar Örn hefur nú látiđ af störfum sem organisti og kórstjóri í Skálholti, eftir 17 ára farsćlt starf og nú er komiđ ađ eftirminnilegri kveđjustund.
Af ţessu tilefni koma fram Barna-og Kammerkór Bisk., Skálholtskór, Kammerkór Suđurlands og fjöldi ţekkts tónlistarfólks undir stjórn Hilmars Arnar, sem tekiđ hefur ţátt í tónleikum međ kórum Hilmars undanfarin 17 ár.
Fyrsta skal nefna Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, sem sungiđ hefur einsöng árlega međ kórunum innanlands sem utan. Einnig söngvarana Hrólf Sćmundsson, Margréti Stefánsdóttur og Maríönnu Másdóttur, sálmabandiđ Lux Terrae, Hjörleif Valsson konsertmeistara og Jóhann I. Stefánsson trompetleikara. Einnig munu hinir ágćtu organistar Haukur Guđlaugsson, Steingrímur Ţórhallsson og Guđjón Halldór Óskarsson leika á orgel kirkjunnar fyrir tónleikanna, međan gestir ganga til sćtis.
Flytjendur allir munu leggja sitt af mörkum til ađ gleđja ţá sem koma ađ hlusta, til ađ gleđja hvert annađ og ekki síst söngstjórann, sinn góđan vin og baráttumann fyrir sönguppeldi og söngmenningu í sveitum landsins. Megi honum farnast vel á nýjum starfsvettvangi.
Ađstandendur tónleikanna óska eftir ađ ţeir sem tök hafa á, láti upphćđ sem svarar ađgangseyri ađ tónleikunum, ( t.d . kr 2000,- ) í söfnunarkassa í andyri og mun ágóđi tónleikanna renna óskiptur í námssjóđ fyrir Hilmar Örn. Ţađ yrđi örlítill ţakklćtisvottur fyrir ţađ sem hann hefur lagt af mörkum fyrir samfélagiđ hér austan fjalls undanfarna áratugi. Hlökkum til ađ sjá sem flesta!
Félagar í kórum Hilmars
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hamingju Eggert Haukdal
18.9.2008 | 18:02
Ég vil óska Eggerti Haukdal til hamingju međ sýknudóminn og samgleđst honum ađ Ragnari skuli hafa tekist ađ fá dóminn endurupptekinn í ţriđju tilraun sinni. Eggert er ţrautseigur mađur og ţađ er Ragnar líka. Ég hef alltaf dáđst af Ragnari Ađalsteinssyni lögfrćđingi sem berst fyrir réttlćti og lćtur ekki deigan síga ţrátt fyrir synjun um endurupptöku a.m.k. tvisvar sinnum. Dómar verđa ađ byggja á réttlćti, sönnunargögnum og heiđarleika.
Eggert var rćgđur og beittur andlegu ofbeldi međ sögum og ćtluđum sökum og ég hafđi mikla samúđ međ honum ţegar hann, á sínum tíma, var ađ berjast viđ öfundarmenn sína og andstćđinga. Hann fékk hvergi uppreisn ćru og fréttamennskan var hreint andstyggileg ţegar meint sök hans var til umfjöllunar í fjölmiđlum.
Svo varđ ég líka vitni af ţví ađ samherji hans í Sjálfstćđisflokknum niđurlćgđi hann á fundum, međ hegđun og látbragđi sem var ekki mönnum sćmandi. Ţađ fannst mér afar skammarlegt og ţeim sem ţađ gerđi ekki til sóma. Ég nefni engin nöfn.
Eggert: Ánćgđur og ţakklátur | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Konur gefi enn og aftur framlag sitt.
16.9.2008 | 10:25
Alltaf er ćtlast til ţess ađ framlag kvenna eigi ekki ađ kosta neitt, ţćr mega ekki hagnast á framlagi sínu til annarra fjölskyldna. Ţetta eru úrelt sjónarmiđ og lítt sćmandi. Konur eiga ađ fá mikiđ fyrir ađ lána líkama til ađ ganga međ börn fyrir ađra. Tilvitnun í frétt:
"Međal ţeirra gagnrýnisradda sem heyrst hafa í umrćđunni um lögleiđingu stađgöngumćđra eru ađ verđi greitt fyrir međgöngu stađgöngumóđurinnar bjóđi ţađ óneitanlega upp á ađ efnaminni konur gerist stađgöngumćđur á viđskiptalegum grunni.
Ţetta má ekki verđa atvinnuvegur, segir Matthías og telur heppilegra ađ stađgöngumóđir sé einhver sem sé nákomin hinum verđandi foreldrum. Hins vegar er eđlilegt ađ stađgöngumóđur sé greitt fyrir vinnutapiđ og ţann kostnađ sem hlýst af ţví ađ vera stađgöngumóđir, ţví ţađ er auđvitađ mikil fyrirhöfn og viss áhćtta ađ ganga međ barn, segir Matthías og bendir á ađ einnig ţyrfti ađ skilgreina í lögum hver eigi rétt á fćđingarorlofi sé barn getiđ međ ađstođ stađgöngumóđur."
Greiđum ţví konum há laun fyrir ađ ganga međ börn annarra og og ef einhverjar efnaminni konur geta hagnast á ţví ţá er ţađ bara allt í lagi.
Stađgöngumćđrun „má ekki verđa atvinnuvegur“ | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Tungnaréttir
14.9.2008 | 16:17
Í gćrmorgun voru Tungnaréttir. Ţá komu Margrét og foreldrar hennar međ Storm á Torfastađi, til okkar Óla og viđ fórum öll í réttirnar. Fyrstu réttirnar hans Storms, sem nú er orđinn tíu-og hálfs mánađa gamall.
Fjárréttir eru haldnar í annađ sinn eftir riđuniđurskurđinn og fénu fjölgar hér í Tungunum. Sérkennilegt var ađ sjá ađ engin kind var í sumum dilkum sem áđur var í fjöldi fjár. Féđ inn međ Hlíđum fer nú á Kjöl. Austurhlíđaféđ er margt og ţađ var myndarlegur hópur sem var rekinn heim úr réttunum. Skemmtileg breyting frá ţví sem áđur var, ţegar fé úr Tungunum ţurfti ađ vera í tveimur ađskildum afréttarfólfum. Nú er ţađ óţarfi enda allt féđ sem fer á fjalliđ, nýtt í sveitinni keypt frá riđulausum hólfum.
Ég dáđist ađ öllum sem komu ríđandi í réttirnar, ţađ rigndi heil ósköp ţađ hafđi engin áhrif á reiđmennina, ţeir héldu sínu striki og venjum, koma ríđandi í réttirnar.
Skálholtskórinn hélt ekki réttarballiđ ţetta áriđ, enda er Hilmar Örn ađ fara frá Skálholti og Skálholtskórinn, hefur ţví formlega lagt sig niđur. Fjáröflun var ţví ekki nauđsynleg.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11. september 2008
11.9.2008 | 09:13
Í dag á hann pabbi, Kristján Sigurđsson afmćli, er orđinn 82ja ára. Til hamingju pabbi minn. Hann er ern og frískur ţótt aldurinn sé farinn ađ segja til sín og vinnur hörđum höndum ađ ýmsum verkefnum. Mér finnst mest spennandi ađ hann er hefur veriđ ađ skrifa um međferđarstarf sem unniđ hefur veriđ međ ungmenni á Íslandi en hann var mikill frumkvöđull í međferđarmálum unglinga.
Pabba hefur fundist margt vitlaust í umrćđunni um Breiđavík en ekki tjáđ sig mikiđ um ţađ. Hans upphaf í međferđarmálum var ađ hann var fenginn til ađ stýra Breiđavík og hóf störf ţar 1955 en fór ţađan ári síđar. Vildi ekki ala börnin sín (mig og Fjalar) upp á einangruđum og afskekktum stađ, reyndar tók mamma alveg fyrir ađ vera áfram fyrir vestan. Síđar tók hann ađ sér unglingamál hjá lögreglunni og hjá félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar.
Áriđ 1972 var hann gerđur forstöđumađur Unglingaheimilis ríkisins og ţar lagđi hann grunn ađ miklu og góđu starfi í međferđarmálum ungmenna. Hann pabbi hefur frá mörgu ađ segja og nú hefur hann ţađ verkefni ađ koma ţví á prent. Vonandi gengur ţađ vel.
11. september afmćli pabba og sjö ár síđan ađ árás á Tvíburaturnana í New York var gerđ. Ég man vel hvar ég var 11. september 2001. Ég fékk fréttirnar í leitum á Kili. Hafđi ţá veriđ í 5 daga á fjöllum án frétta en fjallmenn fengu fréttirnar af árásinni ţegar viđ komum í Árbúđir. Guđný og Camilla stóđu á öndinni, sögđu fréttirnar um leiđ og komiđ var í kofa. Mér varđ strax hugsađ til Fannars og Margrétar sem voru í USA í námi, langađi ađ ná í ţau en vildi ekki hringja ţótt ég vćri međ NTM símann minn ţví ég vissi ađ erfitt vćri ađ ná út og ađ allir hlytu ađ vera ađ hringja út til ćttingja sinna. Hringdi bara til Elds og Bjartar ađ athuga hvort ţau vissu eitthvađ meir en ég. Já ég man ţennan dag eins og gerst hefđi í gćr, eins og ég býst viđ ađ allir geri, muni vel hvar ţeir voru ţegar ţeir heyrđu af árásunum.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Körfuboltalandsliđ Íslendinga, spennandi upphaf
11.9.2008 | 08:41
Íslendingar skelltu Dönum í Höllinni 77:71 | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Íţróttir | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)