Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Jólin afar ánægjuleg og fjölskylduvæn.

Ég hef verið í bloggfríi í hálfan mánuð.  Ekki skrifað staf bara undirbúið og notið jólanna.  Öll börnin voru heima á aðfangadagskvöld g Margrét og Stormur líka.  Jóladag notaði ég til að undirbúa hefðbundna veislu hér á Torfastöðum sem við höldum alltaf 2. dag jóla.  Það vantaði aðeins 3 í hópinn þau Heru, Magnús og Sölku. Veislan tókst með afbrigðum enda skemmtilegt fólk.  Mikil gleði að fá alla austur ekki síst yngstu fjölskyldumeðlimina. 

Í kvöld verðum við svo öll saman á Öldugötunni hjá Sigrúnu og Fjalari eins og í fyrra.  Þá voru brennur ekki brenndar of mikið rok en við öll á túni Landakotskirkju og þar fengu flugeldar að hefja sig til himins.  Torfastaðafjölskyldan á jólum 2008

Óli gaf hrossunum í morgun svo við vonum að þau verði róleg í kvöld þótt skotið verði rakettum í nágrenninu.  Ég fór á bak þremur hestum í morgun en nú bíður sturtan og bíllinn því mæting er snemma á Öldugötunni.  

Á morgun er hefðbundin nýjársdagsmessa hér á Torfastöðum.  Mæti þar eins og alltaf og óska sveitungum mínum gleðilegs árs. 

Óska öllum vinum og fjölskyldu gleðilegs árs með þökk fyrir allt á liðnum árum.  


Skálholt jólatónleikar, nemendur Hilmars Arnar Agnarssonar

Var á jólatónleikum í gærkvöld í Skálholti.  Fékk í kjölfarið póst frá Þrúðu.  Fékk leyfi hennar til að setja hann hér.  Eins og úr mínum munni mælt en miklu betur orðað: 
Var að koma af jólagleði-stundinni þeirra Heklu og Óskar í Skálholtskirkju í kvöld.  Þetta voru bara yndislegir tónleikar og frábært hjá þeim öllum, ekki síst að heyra í krökkunum einusinni enn. Fyrir þá sem ekki voru, þá sungu Hekla, Ósk, Steina og Hjörtur Freyr einsöng, jólakvartetinn þeirra Óskar, Heiðu, Gísla og Hjartar Freys söng og "Unglingakór aðventunnar", (Barnakórskrakkar úr eldri bekkjum og brottfluttir) sungu eins og þau hefðu aldrei hætt að æfa. Undir léku ungir tónlistarmenn, m.a. Smári Þorsteins og vinir Heklu. Frábært framtak.
Það er mín skoðun að við Tungnamenn eigum að nota þetta fallega og frábæra sönghús sem Skálholtskirkja er við öll tilefni sem gefast.  Það kemur því ekkert við hvort við vorum ósátt við hvernig að málum var staðið gagnvart Hilmari og tónlistarstarfi hans fyrir fólkið í sveitinni.  Við megum ekki láta það bitna á okkur sjálfum, enda hafa húsakynni í Skálholti ekki gert okkur neitt!!  Við eigum enn grunninn sem Hilmar byggði, hann verður ekki tekinn af okkur og okkar er að byggja á honum áfram... eða hvað?
Ég naut tónleikanna í gærkvöld og þótti framtakið mjög gott.  Hugsaði stöðugt um það að enn værum við að njóta ávaxta Hilmars Arnar sem hefur kennt og stjórnað ungu fólki hér í Biskupstungum og á Suðurlandi undanfarin 17 ár og lagt ómetanlegan grunn að tónlistarstarfi þeirra. 
Þótt honum væri ekki lengur vært í Skálholti, þá lifir söngurinn sjálfstæðu lífi og unga fólkið hefur tekið málin í eigin hendur.  Húrra fyrir þeim.  

GODREKUR, HEIDREKUR

Nú hef ég fengið tengdason minn til að setja inn myndband af tveimur stóðhestum. 

Hér er GOÐREKUR: endilega skoðið myndbandið. 

http://www.youtube.com/watch?v=SsnoNkTrAzc

Svo er það hann HEIÐREKUR:

http://www.youtube.com/watch?v=hJFXsuIAF7I


Flottur fréttaflutningur hjá Þóru....

Bendi mönnum bara á að hlusta vel á þessa frétt..... Flottur fréttaskýrandi hún Þóra Kristín Ásgeirsdóttir.
mbl.is Eitthvað rotið í Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtnar skýrslur seðlabankastjóra

Ég hef verið undrandi yfir því að það geti leikið vafi á því hvað seðlabankinn segi stjórnvöldum.  Davíð segist hafa sagt eitthvað en hvar er skýrslan.  Þarf ekki að vera skýrt það sem sagt er?  Er ekki mikilvægt að það liggi fyrir á hverjum tíma hvernig aðvaranirnar hljómuðu.  Skil ekki hversvegna ekki er vitnað í skrifuð orð, minnismiða, skýrslu, bókun, fundargerð eða eitthað handfast þegar seðlabankastjóri gefur stjórnvöldum skýrslu.  Finnst vinnubrögðin einföld og ómerkilegri en ætla mætti þegar um jafn mikilvæga stofnun að ræða og seðlabankann.

Skil ekki hversvegna fréttamenn spyrja ekki um þetta þ.e. fagmennsku í skilagreinum seðlabankans, frekar en að fara að spyrja Davíð hvort hann ætli aftur í stjórnmál. 

Svo virðist hann ekki heldur skrá hjá sér hvenær hann fundar og með hverjum.  Skrýtið..... Fagmennskan virðist lítil í fundarhöldunum hjá æðstu yfirmönnum fjármála landsins. 


mbl.is Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Torfastaðir, íslenskir hestar, myndir

Ég hef leyft mér að HEIÐREKUR IS2003188502 (13)nota bloggið mitt til að kynna hesta sem ég er að rækta oGOÐREKUR IS2003188505 (28)g vil gjarnan selja.  Var að taka nokkrar myndir af GOÐREKI IS2003188505 og HEIÐREKI IS2003188502.  Set þær hér svo fólk geti skoðað. 

Hef verið að taka video og nú erum við að ná því að setja það beint inná tölvuna.  Fannar ætlar að koma með rétt tengi næsta föstudag og þá skoðum við hvernig við getum haldið áfram að læra og sett slóð inná video af hestunum.  Mjög spennandi.

Í dag vorum við tengd við kaldavatnsveitu Bláskógabyggðar svo nú eru áhyggjur af köldu vatni úr sögunni.  Þvílíkur lúxus.  En hér koma myndirnar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband