Fréttaflutningur um hótanir og aðra andfélagslega hegðun, afleitur.
31.8.2009 | 06:08
Fólk sem að tekur uppá svona iðju eins og skýrt er frá í frétt mbl.is nærist á því að fá umfjöllun um sig í fjölmiðlum. Því væri mikils virði að fjölmiðlar hættu að senda álíka fréttir frá sér. Það er oftast hvatning til þeirra sem haga sér svona þ.e. senda sprengjuhótun að halda áfram, gera meira, enda líta þeir/þær svo á að með umfjöllun frettamiðla verði þeir merkilegri og stærri menn. Ég hvet því fjölmiðla til að endurmeta fréttaumfjöllun sína, nú þegar margir eiga um sárt að binda og telja sig mega haga sér verr en áður, vegna ástandsins í samfélaginu.
Sprengjuhótun í Grafarvogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.